NBC gerir þætti sem byggja á Quizup Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. september 2015 15:05 Þorsteinn Friðriksson hjá Plain Vanilla kemur að gerð þáttanna. Ein stærsta sjónvarpsstöð Bandaríkjanna, NBC, hefur ákveðið að framleiða 10 þátta sjónvarpsseríu sem byggir á íslenska spurningaleiknum QuizUp. Þátttakendur í upptökuveri NBC munu etja kappi við sjónvarpsáhorfendur sem sitja heima hjá sér, hvar sem er í Bandaríkjunum, og spila leikinn í snjalltækjum sínum. Sigurvegarar í þættinum munu hljóta allt að eina milljón dala sem jafngildir u.þ.b. 130 milljónum króna. NBC gerir þættina í samstarfi við íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla, sem þróaði QuizUp, en þættirnir munu einfaldlega heita QuizUp. QuizUp er í dag vinsælasti stafræni spurningaleikur í heimi með rúmlega 75 milljónir notenda. Leikurinn hefur komist í fyrsta sæti App Store í 128 löndum. NBC hefur framleitt fjölmarga vinsæla þætti á borð við Frasier, Friends, Seinfeld, The West Wing, Fear Factor, The Office, America's Got Talent, The Biggest Loser, Saturday Night Live, Tonight Show með Jimmy Fallon og The Voice.Þorsteinn Baldur Friðriksso.Vísir/valliMilljón í boði fyrir sigurvegarannÍ tilkynningu frá Plain Vanilla segir að þættirnir gangi þannig fyrir sig að ef þátttakandi í upptökuveri NBC vinnur átta spurningalotur gegn átta ólíkum keppendum, sem geta verið staddir hvar sem er innan Bandaríkjanna, þá geta þeir unnið allt að eina milljón dala. Ef einhverjir af andstæðingunum í heima í stofu vinna sínar lotur, þá hljóta þeir upphæðina sem í boði var fyrir þá lotu. Þeir sem vilja etja kappi við þátttakanda vikunnar í upptökuverinu og eiga möguleika á að hljóta verðlaunaféð munu geta komist í pott með því að keppa í ákveðnum spurningaflokkum í QuizUp appinu vikuna fyrir hvern þátt. Það geta því allir sem eru með QuizUp appið komist í pottinn. Búist er við að sjónvarpsstöðvar víða um heim muni framleiða sínar eigin útgáfur af QuizUp-spurningaþættinum.Með tilkomu My QuizUp viðbótarinnar, sem fór í loftið í síðustu viku, þá geta notendur nú búið til sitt eigið efni og spurningar.„QuizUp sjónvarpsþátturinn er frábært næsta skref hjá okkur og við gætum ekki beðið um betri samstarfsaðila en NBC. Síðastliðna fimm mánuði höfum við algerlega breytt QuizUp með því að færa leikinn nær því að vera líka samfélagsmiðill. Með tilkomu My QuizUp viðbótarinnar, sem fór í loftið í síðustu viku, þá geta notendur nú búið til sitt eigið efni og spurningar. QuizUp sjónvarpsþátturinn mun gera okkur kleift að færa nálgun Plain Vanilla á þetta sammannlega áhugamál fólks, að keppa í að svara spurningum rétt, beint inn í stofu til milljóna sjónvarpsáhorfenda. Við erum afskaplega spennt fyrir því,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri og stofnandi QuizUp. Höfundar að QuizUp sjónvarpsþættinum eru þeir Jeff Apploff og Wes Kauple en sá fyrrnefndi mun stýra gerð þáttanna. Framleiðsla þáttanna er í höndum Universal Television og Apploff Entertainment. Verkefninu er stýrt fyrir hönd QuizUp af Viggó Erni Jónssyni og Þorsteinn B. Friðrikssyni. Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Sjá meira
Ein stærsta sjónvarpsstöð Bandaríkjanna, NBC, hefur ákveðið að framleiða 10 þátta sjónvarpsseríu sem byggir á íslenska spurningaleiknum QuizUp. Þátttakendur í upptökuveri NBC munu etja kappi við sjónvarpsáhorfendur sem sitja heima hjá sér, hvar sem er í Bandaríkjunum, og spila leikinn í snjalltækjum sínum. Sigurvegarar í þættinum munu hljóta allt að eina milljón dala sem jafngildir u.þ.b. 130 milljónum króna. NBC gerir þættina í samstarfi við íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla, sem þróaði QuizUp, en þættirnir munu einfaldlega heita QuizUp. QuizUp er í dag vinsælasti stafræni spurningaleikur í heimi með rúmlega 75 milljónir notenda. Leikurinn hefur komist í fyrsta sæti App Store í 128 löndum. NBC hefur framleitt fjölmarga vinsæla þætti á borð við Frasier, Friends, Seinfeld, The West Wing, Fear Factor, The Office, America's Got Talent, The Biggest Loser, Saturday Night Live, Tonight Show með Jimmy Fallon og The Voice.Þorsteinn Baldur Friðriksso.Vísir/valliMilljón í boði fyrir sigurvegarannÍ tilkynningu frá Plain Vanilla segir að þættirnir gangi þannig fyrir sig að ef þátttakandi í upptökuveri NBC vinnur átta spurningalotur gegn átta ólíkum keppendum, sem geta verið staddir hvar sem er innan Bandaríkjanna, þá geta þeir unnið allt að eina milljón dala. Ef einhverjir af andstæðingunum í heima í stofu vinna sínar lotur, þá hljóta þeir upphæðina sem í boði var fyrir þá lotu. Þeir sem vilja etja kappi við þátttakanda vikunnar í upptökuverinu og eiga möguleika á að hljóta verðlaunaféð munu geta komist í pott með því að keppa í ákveðnum spurningaflokkum í QuizUp appinu vikuna fyrir hvern þátt. Það geta því allir sem eru með QuizUp appið komist í pottinn. Búist er við að sjónvarpsstöðvar víða um heim muni framleiða sínar eigin útgáfur af QuizUp-spurningaþættinum.Með tilkomu My QuizUp viðbótarinnar, sem fór í loftið í síðustu viku, þá geta notendur nú búið til sitt eigið efni og spurningar.„QuizUp sjónvarpsþátturinn er frábært næsta skref hjá okkur og við gætum ekki beðið um betri samstarfsaðila en NBC. Síðastliðna fimm mánuði höfum við algerlega breytt QuizUp með því að færa leikinn nær því að vera líka samfélagsmiðill. Með tilkomu My QuizUp viðbótarinnar, sem fór í loftið í síðustu viku, þá geta notendur nú búið til sitt eigið efni og spurningar. QuizUp sjónvarpsþátturinn mun gera okkur kleift að færa nálgun Plain Vanilla á þetta sammannlega áhugamál fólks, að keppa í að svara spurningum rétt, beint inn í stofu til milljóna sjónvarpsáhorfenda. Við erum afskaplega spennt fyrir því,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri og stofnandi QuizUp. Höfundar að QuizUp sjónvarpsþættinum eru þeir Jeff Apploff og Wes Kauple en sá fyrrnefndi mun stýra gerð þáttanna. Framleiðsla þáttanna er í höndum Universal Television og Apploff Entertainment. Verkefninu er stýrt fyrir hönd QuizUp af Viggó Erni Jónssyni og Þorsteinn B. Friðrikssyni.
Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Sjá meira