Rússneski flugherinn hefur hafið loftárásir sínar á Sýrland, nærri borginni Homs. CNN hefur þetta eftir bandarískum heimildarmanni sínum.
Enn á eftir að staðfesta fréttirnar, en fyrr í dag gaf rússneska þingið forsetanum Vladimír Pútín heimild til að framkvæma loftárásir í Sýrlandi.
Rússneski herinn hefur að undanförnu fjölgað í herliði sínu í Sýrlandi til að styðja við bakið á sveitum Bashar al-Assad Sýrlandsforseta.
Ekki er gert ráð fyrir að Rússar hefji landhernað í Sýrlandi.
AP greinir frá því að al-Assad fagni ákvörðun rússneska þingsins að aðstoða Sýrlandsstjórn og segir hann á Facebook-síðu sinni frá því að aðstoð Rússa komi í kjölfar beiðni frá Sýrlandsstjórn.
Uppfært 13:35:
Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur staðfest að flugherinn hafi gert loftárásir í héruðunum Hama, Homs og Latakia.
Rússar hefja loftárásir sínar í Sýrlandi

Tengdar fréttir

Þingið veitir Putin leyfi til hernaðar í Sýrlandi
Fjölmiðlar í Rússlandi segja að eingöngu lofthernaði verði beitt gegn íslamska ríkinu og að beiðni Bashar al-Assad, forseta Sýrlands.