Fyrirliðinn er íslenska liðinu afar mikilvægur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2015 08:00 Aron Einar tekur út leikbann í dag. vísir/vilhelm Íslenska landsliðið verður án fyrirliða síns á móti Lettum í Laugardalnum í kvöld þegar liðið spilar síðasta heimaleik sinn í undankeppni EM 2016. Aron Einar Gunnarsson fékk rauða spjaldið í lok síðasta leik liðsins á móti Kasakstan og tekur út leikbann í dag. Íslenska landsliðið hefur ekki tapað á heimavelli í undankeppni síðan í júní 2013 og í raun aðeins tapað tveimur alvöruleikjum síðan Lars Lagerbäck tók við liðinu. Báðir leikirnir eiga það sameiginlegt að liðið var án Arons Einars annað hvort allan eða stóran hluta leiksins. Í tapinu á móti Slóvenum í Laugardalnum 7. júní fór Aron Einar af velli eftir að hafa farið úr axlarlið eftir 50 mínútna leik. Þá var staðan 2-2 en íslenska liðið tapaði síðustu 40 mínútum leiksins 2-0 og þar með leiknum 4-2. Haustið áður hafði íslenska liðið spilað án Arons Einars á móti Sviss og þrátt fyrir góða frammistöðu þurfti liðið að sætta sig við 2-0 tap á móti verðandi öruggum sigurvegurum riðilsins. „Það hafa allir séð að Aron hefur verið að spila vel í þessari undankeppni. Það væri alltaf best að geta valið úr öllum leikmannahópnum. Ég segi alltaf, ekki horfa á vandamálin heldur einblínið frekar á lausnirnar,“ sagði Lars Lagerbäck um fjarveru Arons á blaðamannafundi í gær. „Ég vona það að við getum sýnt það á móti Lettlandi að við getum fundið góðan mann fyrir hann. Aron hefur samt spilað virkilega vel og hann kemur með mikilvægt jafnvægi inn í liðið. Menn þurfa að spila marga leiki með liðinu til að ná valdi á slíku hlutverki sem og að spila fyrir liðið og lesa leikinn vel. Þetta er því vissulega ekki auðveldasta staðan til að fylla,“ sagði Lagerbäck. Það er hægt að taka undir þau orð. Ísland vann síðast keppnisleik án Arons Einars fyrir rúmum fjórum árum þegar liðið vann 1-0 sigur á Kýpur í Laugardalnum í byrjun september 2011. Líklegast er að Emil Hallfreðsson komi inn á miðjuna við hlið Gylfa Þórs Sigurðssonar. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Íslenska landsliðið verður án fyrirliða síns á móti Lettum í Laugardalnum í kvöld þegar liðið spilar síðasta heimaleik sinn í undankeppni EM 2016. Aron Einar Gunnarsson fékk rauða spjaldið í lok síðasta leik liðsins á móti Kasakstan og tekur út leikbann í dag. Íslenska landsliðið hefur ekki tapað á heimavelli í undankeppni síðan í júní 2013 og í raun aðeins tapað tveimur alvöruleikjum síðan Lars Lagerbäck tók við liðinu. Báðir leikirnir eiga það sameiginlegt að liðið var án Arons Einars annað hvort allan eða stóran hluta leiksins. Í tapinu á móti Slóvenum í Laugardalnum 7. júní fór Aron Einar af velli eftir að hafa farið úr axlarlið eftir 50 mínútna leik. Þá var staðan 2-2 en íslenska liðið tapaði síðustu 40 mínútum leiksins 2-0 og þar með leiknum 4-2. Haustið áður hafði íslenska liðið spilað án Arons Einars á móti Sviss og þrátt fyrir góða frammistöðu þurfti liðið að sætta sig við 2-0 tap á móti verðandi öruggum sigurvegurum riðilsins. „Það hafa allir séð að Aron hefur verið að spila vel í þessari undankeppni. Það væri alltaf best að geta valið úr öllum leikmannahópnum. Ég segi alltaf, ekki horfa á vandamálin heldur einblínið frekar á lausnirnar,“ sagði Lars Lagerbäck um fjarveru Arons á blaðamannafundi í gær. „Ég vona það að við getum sýnt það á móti Lettlandi að við getum fundið góðan mann fyrir hann. Aron hefur samt spilað virkilega vel og hann kemur með mikilvægt jafnvægi inn í liðið. Menn þurfa að spila marga leiki með liðinu til að ná valdi á slíku hlutverki sem og að spila fyrir liðið og lesa leikinn vel. Þetta er því vissulega ekki auðveldasta staðan til að fylla,“ sagði Lagerbäck. Það er hægt að taka undir þau orð. Ísland vann síðast keppnisleik án Arons Einars fyrir rúmum fjórum árum þegar liðið vann 1-0 sigur á Kýpur í Laugardalnum í byrjun september 2011. Líklegast er að Emil Hallfreðsson komi inn á miðjuna við hlið Gylfa Þórs Sigurðssonar.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira