Innlent

Nafn mannsins sem lést eftir árás á Akranesi

Birgir Olgeirsson skrifar
Maðurinn sem lést eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás á Akranesi hét Karl Birgir Þórðarson. Að sögn lögreglunnar á Vesturlandi var hann fæddur árið 1957.

Árásin átti sér stað föstudaginn 2. október síðastliðinn og er 36 ára gamall karlmaður grunaður um hana. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 14. október.

Er hann sakaður um að hafa þrengt að öndurvegi Karls Birgis þar til hann missti meðvitund. Karl Birgir komst aldrei til meðvitundar og lést á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi á miðvikudag. 


Tengdar fréttir

Mannslát rannsakað sem morð

Alvarleg árás í heimahúsi á Vitateig á Akranesi sem leiddi til andláts karlmanns er nú rannsakað sem morð. Einn er grunaður um verknaðinn og er í gæsluvarðhaldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×