Lögmenn kanadíska söngvarans Justin Bieber hafa hótað þeim blöðum málsókn sem hafa birt myndir af söngvaranum allsberum þegar hann var í fríi í Bora Bora í Suður-Kyrrahafi fyrir skemmstu.
Hollywood Reporter greinir frá því að lögmenn Bieber hafi sent bréf á ritstjórn New York Daily News, sem fyrst birtu myndirnar, þar sem þess var krafist að myndirnar yrðu fjarlægðar án tafar.
Bréfið var sent skömmu eftir birtingu síðdegis á miðvikudaginn, en enn má þó finna myndirnar á heimasíðu blaðsins.
Í bréfinu er staðfest að um raunverulega sé um Bieber að ræða, en vangaveltur hafa verið uppi um að myndirnar hafi verið breyttar þannig að maðurinn á myndinni liti út eins og Bieber.
Lögmenn Bieber segja birtingu myndanna skýrt brot á rétti hans til einkalífs og fleiru.
Hótar að lögsækja blöð sem birtu nektarmyndirnar af Bieber

Tengdar fréttir

Nektarmyndir af Justin Bieber setja allt á annan endann
Myndir náðust af Íslandsvininum kviknöktum og hafa margir látið í veðri vaka að þær hafi svarað ýmsum spurningum um vaxtarlag kappans.