Lagadeildin lokuð? Ólafur Stephensen skrifar 9. október 2015 09:52 Fjölmiðlar hafa greint frá því undanfarna daga að mikil röskun verði á kennslu í Háskóla Íslands, komi til verkfalls SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu. Mbl.is segir frá því að nemendum hafi borizt tölvupóstur frá rektor háskólans, þar sem fram komi að hefðbundin kennsla geti ekki farið fram, komi til verkfalls, þar sem þá verði kennslustofur læstar og hús háskólans sem ekki hafa sjálfvirka rafræna opnun verði ekki opnuð. Í frétt Vísis er haft eftir yfirmanni rekstrar bygginga HÍ að það sé verkfallsbrot aðganga í störf þeirra sem eru í verkfalli og því verði aðalbygging háskólans til að mynda læst þar sem umsjónarmaður byggingarinnar sjái um að opna hana. Þessi fyrirvaralausa afstaða stjórnenda Háskólans, um að háskólabyggingarnar verði lokaðar komi til verkfalls, kemur á óvart. Það er almenn regla í vinnurétti að stjórnendum fyrirtækja og stofnana er heimilt að ganga í störf undirmanna sinna þótt til verkfalls komi. Einn þeirra lykildóma, sem staðfest hafa þá reglu, er einmitt dómur í máli Háskóla Íslands gegn BSRB. Dómurinn sem um ræðir féll árið 1986 og fjallar um algjörlega sambærilegar aðstæður og nú stefnir í. SFR fór í verkfall ásamt öðrum félögum í BSRB hinn 4. október 1984. Umsjónarmenn bygginga HÍ voru á meðal þeirra sem voru í verkfalli. Að morgni þess dags gekk Guðmundur Magnússon, þáverandi rektor háskólans, í störf húsvarðanna og opnaði háskólabyggingarnar. Þegar nemendur og kennarar komu til starfa um morguninn voru húsin opin, en verkfallsverðir BSRB stóðu fyrir dyrum og meinuðu fólki inngöngu. Í framhaldinu stefndi Háskólinn BSRB og krafðist bóta vegna ólögmætrar verkfallsvörzlu. BSRB var sýknað í héraðsdómi, en Hæstiréttur komst að annarri niðurstöðu. Í dómi Hæstaréttar 1986:1206 segir: „Rektor Háskóla Íslands er yfirmaður stjórnsýslu skólans, samkvæmt 3. mgr. 2. gr. laga um Háskóla Íslands nr. 77/1979. Hvorki stóðu ákvæði laga nr. 29/1976 um kjarasamninga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja né ákvæði laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 eða aðrar réttarreglur í vegi fyrir því að honum væri heimilt að opna hús háskólans, svo að fullnægt yrði þar lögbundinni starfrækslu samkvæmt 1. grein laga nr. 77/1979, enda þótt hafið væri allsherjarverkfall stefnda [BSRB]. Ágreiningslaust er, að kennslu þá, sem hér um ræðir, skyldu kennarar, er stóðu utan samtaka stefnda, inna af hendi. Aðgerðir á vegum stefnda til að koma í veg fyrir aðgang nemenda og kennara að húsakynnum háskólans og hindra þannig lögboðna kennslu voru því ólögmætar. Ber stefndi af þeim sökum fébótaábyrgð á því tjóni er áfrýjandi varð fyrir.“ Eins og áður sagði er þessi dómur eitt af lykilfordæmum íslenzks vinnuréttar og stendur óhaggaður sem slíkur; meðal annars er vitnað til hans á vef Alþýðusambands Íslands þar sem fjallað er um lögmæti verkfallsvörzlu. Gott væri að rektor Háskóla Íslands svaraði því hvers vegna hann hyggst ekki láta reyna á rétt sinn sem vinnuveitanda til að ganga í störf undirmanna þegar hann hefur jafntraustan lagalegan grunn undir fótum og raun ber vitni. Hann hlýtur að skulda á annan tug þúsunda nemenda skýringar á því af hverju ekki á að fylgja þessu skýra fordæmi Hæstaréttar Íslands til að tryggja þeim þá kennslu sem þeir eiga rétt á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar hafa greint frá því undanfarna daga að mikil röskun verði á kennslu í Háskóla Íslands, komi til verkfalls SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu. Mbl.is segir frá því að nemendum hafi borizt tölvupóstur frá rektor háskólans, þar sem fram komi að hefðbundin kennsla geti ekki farið fram, komi til verkfalls, þar sem þá verði kennslustofur læstar og hús háskólans sem ekki hafa sjálfvirka rafræna opnun verði ekki opnuð. Í frétt Vísis er haft eftir yfirmanni rekstrar bygginga HÍ að það sé verkfallsbrot aðganga í störf þeirra sem eru í verkfalli og því verði aðalbygging háskólans til að mynda læst þar sem umsjónarmaður byggingarinnar sjái um að opna hana. Þessi fyrirvaralausa afstaða stjórnenda Háskólans, um að háskólabyggingarnar verði lokaðar komi til verkfalls, kemur á óvart. Það er almenn regla í vinnurétti að stjórnendum fyrirtækja og stofnana er heimilt að ganga í störf undirmanna sinna þótt til verkfalls komi. Einn þeirra lykildóma, sem staðfest hafa þá reglu, er einmitt dómur í máli Háskóla Íslands gegn BSRB. Dómurinn sem um ræðir féll árið 1986 og fjallar um algjörlega sambærilegar aðstæður og nú stefnir í. SFR fór í verkfall ásamt öðrum félögum í BSRB hinn 4. október 1984. Umsjónarmenn bygginga HÍ voru á meðal þeirra sem voru í verkfalli. Að morgni þess dags gekk Guðmundur Magnússon, þáverandi rektor háskólans, í störf húsvarðanna og opnaði háskólabyggingarnar. Þegar nemendur og kennarar komu til starfa um morguninn voru húsin opin, en verkfallsverðir BSRB stóðu fyrir dyrum og meinuðu fólki inngöngu. Í framhaldinu stefndi Háskólinn BSRB og krafðist bóta vegna ólögmætrar verkfallsvörzlu. BSRB var sýknað í héraðsdómi, en Hæstiréttur komst að annarri niðurstöðu. Í dómi Hæstaréttar 1986:1206 segir: „Rektor Háskóla Íslands er yfirmaður stjórnsýslu skólans, samkvæmt 3. mgr. 2. gr. laga um Háskóla Íslands nr. 77/1979. Hvorki stóðu ákvæði laga nr. 29/1976 um kjarasamninga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja né ákvæði laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 eða aðrar réttarreglur í vegi fyrir því að honum væri heimilt að opna hús háskólans, svo að fullnægt yrði þar lögbundinni starfrækslu samkvæmt 1. grein laga nr. 77/1979, enda þótt hafið væri allsherjarverkfall stefnda [BSRB]. Ágreiningslaust er, að kennslu þá, sem hér um ræðir, skyldu kennarar, er stóðu utan samtaka stefnda, inna af hendi. Aðgerðir á vegum stefnda til að koma í veg fyrir aðgang nemenda og kennara að húsakynnum háskólans og hindra þannig lögboðna kennslu voru því ólögmætar. Ber stefndi af þeim sökum fébótaábyrgð á því tjóni er áfrýjandi varð fyrir.“ Eins og áður sagði er þessi dómur eitt af lykilfordæmum íslenzks vinnuréttar og stendur óhaggaður sem slíkur; meðal annars er vitnað til hans á vef Alþýðusambands Íslands þar sem fjallað er um lögmæti verkfallsvörzlu. Gott væri að rektor Háskóla Íslands svaraði því hvers vegna hann hyggst ekki láta reyna á rétt sinn sem vinnuveitanda til að ganga í störf undirmanna þegar hann hefur jafntraustan lagalegan grunn undir fótum og raun ber vitni. Hann hlýtur að skulda á annan tug þúsunda nemenda skýringar á því af hverju ekki á að fylgja þessu skýra fordæmi Hæstaréttar Íslands til að tryggja þeim þá kennslu sem þeir eiga rétt á.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun