Varar við þjálfun íslenskra lögreglumanna í Bandaríkjunum Heimir Már Pétursson skrifar 9. október 2015 07:45 Fyrrverandi yfirmaður lögreglunnar í Maryland og Baltimore í Bandaríkjunum varar við þvi að íslenskir lögreglumenn sé sendir til þjálfunar í Bandaríkjunum, þar sem lögreglan hafi verið hervædd í stríðinu gegn fíkniefnum. Snarrótin, samtök um borgaraleg réttindi, stendur fyrir tveggja daga opinni alþjóðlegri ráðstefnu sem hefst í Tjarnarbíó á morgun. Neill Franklin og Art Way eru tveir af sex erlendum sérfræðifyrirlesurum á ráðstefnunni. Franklin er fyrrverandi liðsforingi í fíkniefnadeild lögreglunnar í Maryland og Baltimore í Bandaríkjunum þar sem hann þjónaði í 34 ár. Hann segir stríðið gegn fíkniefnum sem staðið hefur yfir í tæp fimmtíu ár ekki bara vera slagorð, heldur ofbeldisfullt stríð við fólk. Til að mynda séu um 300 morð framin á ári í Baltimore þar sem 600 þúsund manns búa.Varar við að elta hervæðingu lögreglunnar í Bandaríkjunum Þótt ofbeldið hér á landi sé nánast ekkert í samanburði við Bandaríkin varar Franklin Íslendinga við starfsaðferðum lögreglunnar. „Það hvernig lögreglan sigtar fólk sem notar fíkniefni út er stríð gegn fólki. Mér skilst að Íslendingar sendi lögreglumenn á námskeið og ráðstefnur í Bandaríkjunum til að læra aðferðir sem notaðar eru þar. Ég vara ykkur við, í öllum bænum innleiðið ekki þá hervæðingu lögreglunnar sem ríkir í Bandaríkjunum,“ segir Franklin. Art Way er lögmaður og yfirmaður Drug Policy Alliance í Colorado þar sem kanabis var meira og minna lögleitt fyrir tæpum tveimur árum. Hvernig tókst fólki sem vildi þessar breytingar að fá stjórnmálamenn til að hugsa öðruvísi en áður um þessi mál? „Stjórnmálamenn fylgja venjulega fólkinu,“ segir Way og brosir. „Þannig að þegar almenningur hafi skipt um skoðun og hlutföllin í umræðunni breyttust, gátu stjórnmálamennirnir ekki lengur notað gamlar tuggur um nauðsyn þess að beita hörku gegn glæpum og fíkniefnum. Þeir urðu að lokum að fylgja meirihluta almennings,“ segir Way.Í spilaranum hér að ofan má sjá ítarlegt viðtal Heimis Más við Neill Franklin og Art Way í heild sinni. Tengdar fréttir Ráðherra vill leita nýrra leiða í baráttu við vímuefnavandann Kristján Þór Júlíusson bíður nú niðurstöðu starfshóps um stefnu í fíkniefnamálum, sem væntanleg er innan tíðar. 8. október 2015 11:37 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Fleiri fréttir Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður lögreglunnar í Maryland og Baltimore í Bandaríkjunum varar við þvi að íslenskir lögreglumenn sé sendir til þjálfunar í Bandaríkjunum, þar sem lögreglan hafi verið hervædd í stríðinu gegn fíkniefnum. Snarrótin, samtök um borgaraleg réttindi, stendur fyrir tveggja daga opinni alþjóðlegri ráðstefnu sem hefst í Tjarnarbíó á morgun. Neill Franklin og Art Way eru tveir af sex erlendum sérfræðifyrirlesurum á ráðstefnunni. Franklin er fyrrverandi liðsforingi í fíkniefnadeild lögreglunnar í Maryland og Baltimore í Bandaríkjunum þar sem hann þjónaði í 34 ár. Hann segir stríðið gegn fíkniefnum sem staðið hefur yfir í tæp fimmtíu ár ekki bara vera slagorð, heldur ofbeldisfullt stríð við fólk. Til að mynda séu um 300 morð framin á ári í Baltimore þar sem 600 þúsund manns búa.Varar við að elta hervæðingu lögreglunnar í Bandaríkjunum Þótt ofbeldið hér á landi sé nánast ekkert í samanburði við Bandaríkin varar Franklin Íslendinga við starfsaðferðum lögreglunnar. „Það hvernig lögreglan sigtar fólk sem notar fíkniefni út er stríð gegn fólki. Mér skilst að Íslendingar sendi lögreglumenn á námskeið og ráðstefnur í Bandaríkjunum til að læra aðferðir sem notaðar eru þar. Ég vara ykkur við, í öllum bænum innleiðið ekki þá hervæðingu lögreglunnar sem ríkir í Bandaríkjunum,“ segir Franklin. Art Way er lögmaður og yfirmaður Drug Policy Alliance í Colorado þar sem kanabis var meira og minna lögleitt fyrir tæpum tveimur árum. Hvernig tókst fólki sem vildi þessar breytingar að fá stjórnmálamenn til að hugsa öðruvísi en áður um þessi mál? „Stjórnmálamenn fylgja venjulega fólkinu,“ segir Way og brosir. „Þannig að þegar almenningur hafi skipt um skoðun og hlutföllin í umræðunni breyttust, gátu stjórnmálamennirnir ekki lengur notað gamlar tuggur um nauðsyn þess að beita hörku gegn glæpum og fíkniefnum. Þeir urðu að lokum að fylgja meirihluta almennings,“ segir Way.Í spilaranum hér að ofan má sjá ítarlegt viðtal Heimis Más við Neill Franklin og Art Way í heild sinni.
Tengdar fréttir Ráðherra vill leita nýrra leiða í baráttu við vímuefnavandann Kristján Þór Júlíusson bíður nú niðurstöðu starfshóps um stefnu í fíkniefnamálum, sem væntanleg er innan tíðar. 8. október 2015 11:37 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Fleiri fréttir Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjá meira
Ráðherra vill leita nýrra leiða í baráttu við vímuefnavandann Kristján Þór Júlíusson bíður nú niðurstöðu starfshóps um stefnu í fíkniefnamálum, sem væntanleg er innan tíðar. 8. október 2015 11:37