Handbolti

Veszprém vill fá Patrek

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Patrekur Jóhannesson skildi við Hauka sem Íslandsmeistara.
Patrekur Jóhannesson skildi við Hauka sem Íslandsmeistara. vísir/andri marinó
Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins í handbolta, kemur sterklega til greina sem næsti þjálfari ungverska stórliðsins MKB Veszprém.

Samkvæmt heimildum Vísis hefur framkvæmdastjóri Veszprém haft samband við Patrek sem gerði Hauka að Íslandsmeisturum síðasta vor áður en hann ákvað að einbeita sér alfarið að austuríska landsliðinu.

Með Veszprém leikur Aron Pálmarsson, stórskytta íslenska landsliðsins, en ungverska liðið sagði þjálfaranum Carlos Ortega upp störfum eftir tap gegn Wisla Plock í Meistaradeildinni fyrir tveimur vikum.

Þjóðverjarnir Martin Schwalb, fyrrverandi þjálfari Hamburg SV og Króatarnir Lino Cervar og Slavko Goluza, hafa báðir verið orðaðir við Veszprém að undanförnu en nú virðist Patrekur líklegastur til að fá starfið.

Patrekur hefur þjálfað austurríska landsliðið undanfarin ár og er óvíst hvort hann geti haldið því áfram fái hann starfið hjá Veszprém.

MKB Veszprém er einn af risunum í evrópskum handbolta, en liðið einokar titilinn heima fyrir. Það hefur unnið deildina í Ungverjalandi undanfarin átta ár og 22 sinnum í heildina.

Veszprém á eftir að vinna Meistaradeildina, en liðið komst í úrslit 2002 og 2005 auk þess sem það komst í undanúrslit 2003, 2006 og 2014. Liið hefur þó unnið Evrópukeppni bikarhafa í tvígang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×