Ráðherra vill leita nýrra leiða í baráttu við vímuefnavandann Jakob Bjarnar skrifar 8. október 2015 11:37 Niðurstöðu starfshóps er að vænta innan tíðar, sem snýr að breyttri stefnu í fíkniefnamálum og Pétur blæs til mikillar alþjóðlegrar ráðstefnu sem hefst á morgun. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra bíður nú niðurstöðu starfshóps sem hann skipaði fyrir um ári, sem ætlað er að leggja fram tillögur um nýja nálgun í fíkniefnamálum. Ráðherra er þeirrar skoðunar að sú stefna sem rekin hefur verið undanfarna áratugi sé ekki að skila tilætluðum árangri. „Já, ég bara bíð. Ég er að reka þetta mál áfram. Ég setti á fót starfshóp, þverfaglegan, undir forsvari Borgars Þórs Einarssonar, sem er að stýra þessu. Hann, í okkar síðasta samtali, greindi mér frá því að þetta væri á lokametrum. Ég bíð eftir þeirri niðurstöðu og geri mér vonir um að út úr þeirri vinnu komi einhverjar tillögur um vinnulag sem gefi okkur færi á að stíga einhver skref til bóta í þessum efnum,“ segir Kristján Þór í samtali við Vísi. Í starfshópnum sitja fulltrúar ólíkra hagsmunaaðila; frá þinginu, frá heilbrigðisyfirvöldum, ráðuneytum og lögreglu. „Þetta er mjög breiður hópur enda þarf að leiða fram sem flest sjónarmið í þessu.“Sérstök hvatningarverðlaun SnarrótarSnarrótin – samtök um borgaraleg réttindi, stendur á morgun og á laugardag fyrir mikilli alþjóðlegri ráðstefnu í Tjarnarbíói undir yfirskriftinni „Krefjumst friðar í fíknistríðinu“. Þar munu nokkrir helstu sérfræðingar á þessu sviði flytja erindi en ráðstefnan hefst á því að Kristjáni Þór verða veitt sérstök hvatningarverðlaun félagsins.Kristján Þór telur núverandi stefnu, sem byggir á refsingum, ekki vera að skila okkur því sem við vildum, í baráttunni við vímuefnavandann.Kristján Þór segir að sér sé mikill heiður sýndur með þessu, af hálfu Péturs Þorsteinssonar formanns Snarrótarinnar. Sönn ánægja að fá þessi hvatningarverðlaun og virðingarvott. Eins og við Pétur snillingur höfum rætt þarf í rauninni þetta dæmi allt að ganga á þann veg að við reynum að draga úr böli sem vímuefnaneyslu fylgir. Ég held að það séu flestir sammála um það. Ég held að það sé vaxandi fjöldi fólks sem telur að sú stefna sem unnið hefur verið eftir undanfarna áratugi sé ekki að skila okkur þeim árangri sem við vildum gjarnan ná. Þess vegna hef ég verið talsmaður þess að við eigum að fordómalaust að skoða allar leiðir sem skila okkur nær þessu sameiginlega markmiði okkar allra.“Núverandi stefna ótækMikla athygli vakti, fyrir rúmu ári, þegar Kristján Þór lýsti þessari skoðun sinni á fundi hjá Heimdalli. „Já, gert var ráð fyrir því að ég myndi mæta til þessa fundar með ákveðna afstöðu, sem byggði á einhverjum kreddum og afar íhaldssömum sjónarmiðum. Viðbrögðin við þessum hugleiðingum mínum eða afstöðu, hafa verið afspyrnu góð að mínu mati sem bendir til þess og styrkir mig í þeirri trú að það sé ríkur vilji til að vinna gegn ofnotkun fíkniefna og það sé mikill vilji í samfélaginu til að draga úr því böli sem vímuefnaneyslan er. Jafnhliða voru viðbrögðin á þann veg að fólk er tilbúið að ræða allar leiðir.“ Nú hafa þeir sem halda vilja fast í þá stefnu sem nú er ríkjandi, refsi- og bannstefnuna, gjarnan stillt því upp þannig að þeir sem vilji hverfa frá því séu í raun að tala fyrir aukinni neyslu? „Það er nú ekki. Enginn einn algildur sannleikur er í þessu og við munum aldrei ná að breyta um nálgun á forsendum eins tiltekins hóps með eina rétta skoðun. Þetta er ekki þannig viðfangsefni. Þaðkrefur okkur öll um að vera tilbúin að ræða allar hliðar á þessu máli og líka vera tilbúin að gefa tilslakanair á hörðustu afstöðu okkar til að geta mjakað okkur í átt að betri veruleika.“Alþjóðleg ráðstefna um fíknistríðiðEinn þeirra sem fagnaði því á sínum tíma, að ráðherra opnaði dyrnar fyrir hugsanlega breyttri stefnu, er Pétur Þorsteinsson formaður Snarrótar. Hann hefur verið ötull talsmaður þess að sú stefna sem keyrt hefur verið á sé böl í sjálfu sér. Og nú blæs Pétur til mikillar ráðstefnu.Pétur skipuleggur hina alþjóðlegu ráðstefnu, eins og ekkert sé, frá hinum heimskunna hundsrassi Kópaskeri.„Já, mér finnast nokkur tíðindi að sex alþjóðlega viðurkenndir sérfræðingar um fíknistefnu og mannréttindi mæti til Íslands í boði Snarrótarinnar til að ræða kosti og galla fíknistríðsins. Ekki síst þar sem þessi umræða tengist beint áherslum heilbrigðisráðherra. Það er mikið talað um „portúgölsku leiðina“ á Íslandi, en aldrei áður hefur mjög háttsettur embættismaður komið frá Lissabon til að útskýra hvað þar er að gerast og hvernig afglæpunin hefur reynst, síðustu 14 ár. Það er líka mikið talað af takmarkaðri þekkingu um lögvæðinguna í Colorado – en aldrei fyrr hefur okkur gefist tækifæri til að spyrja heimamann spjörunum úr.“Nanna um úrhrökin sem enn er loflegt að sparka í Pétur segir að þannig mætti telja upp alla fyrirlesarana – sem að hans mati eru allir stórmerkilegir. „Nanna Gotfredsen er til dæmis afar sjaldgæft eintak af lögfræðingi - hún hefur helgað starfsævina aðstoð við þá aumustu og útskúfuðustu í Kaupmannahöfn, útigangsfólk, fíkla og vændisfólk. Úrhrökin sem enn er loflegt að sparka í. Það eru líka tíðindi að Open Society Foundations skuli nú í fyrsta skipti styrkja mannréttindaverkefni á Íslandi.“ Og þá er kannski ekki síður athyglisverð sú staðreynd að svo umfangsmikil alþjóðleg ráðstefna skuli vera skipulögð frá A-Ö frá þeim „heimskunna hundsrassi, Kópaskeri“, hvar Pétur er búsettur.Vert er að vekja athygli á því að Heimir Már Pétursson fréttamaður átti ítarlegt viðtal við Neill Franklin sem var liðsforingi í lögreglunni í Maryland og Baltimore í 34 ár og núverandi framkvæmdastjóra Law Enforcement Against Prohibition og Art Way, yfirmann Drug Policie Alliance í Denver í Colorado. Verður viðtalið birt hér á Vísi í kvöld. Tengdar fréttir „Ég finn lykt, ég finn lykt!“ Heimsþekktur mannréttindalögmaður á leið til landsins. Pétur Þorsteinsson heldur því fram að stórfellt mannréttindabrot séu framin vegna framgöngu lögreglu í fíkniefnamálum. 26. janúar 2015 14:00 Ætlar að fylgjast með framgöngu fíknó á þjóðhátíð Pétur Þorsteinsson hjá Snarrótinni furðar sig á áherslum og viðhorfi lögreglunnar í Eyjum. 31. júlí 2015 14:58 Skýr niðurstaða meistararitgerðar: Refsistefna stjórnvalda í fíkniefnamálum virkar ekki „Það er ekkert að fara að breytast ef fíklar þurfa að flýja lögregluna og lifa í undirheimum án þess að fá aðstoð,“ segir Ragnheiður Gyða Stefánsdóttir, meistaranemi í lögfræði við Háskóla Íslands. 6. september 2015 16:16 Boðar nýja stefnu í fíkniefnamálum á opnum fundi í HÍ Ruth Dreifuss, fyrrverandi innanríkisráðherra og forseti Sviss, ræðir tapað stríð gegn fíkniefnum í Odda Háskóla Íslands í dag. 23. maí 2015 11:34 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra bíður nú niðurstöðu starfshóps sem hann skipaði fyrir um ári, sem ætlað er að leggja fram tillögur um nýja nálgun í fíkniefnamálum. Ráðherra er þeirrar skoðunar að sú stefna sem rekin hefur verið undanfarna áratugi sé ekki að skila tilætluðum árangri. „Já, ég bara bíð. Ég er að reka þetta mál áfram. Ég setti á fót starfshóp, þverfaglegan, undir forsvari Borgars Þórs Einarssonar, sem er að stýra þessu. Hann, í okkar síðasta samtali, greindi mér frá því að þetta væri á lokametrum. Ég bíð eftir þeirri niðurstöðu og geri mér vonir um að út úr þeirri vinnu komi einhverjar tillögur um vinnulag sem gefi okkur færi á að stíga einhver skref til bóta í þessum efnum,“ segir Kristján Þór í samtali við Vísi. Í starfshópnum sitja fulltrúar ólíkra hagsmunaaðila; frá þinginu, frá heilbrigðisyfirvöldum, ráðuneytum og lögreglu. „Þetta er mjög breiður hópur enda þarf að leiða fram sem flest sjónarmið í þessu.“Sérstök hvatningarverðlaun SnarrótarSnarrótin – samtök um borgaraleg réttindi, stendur á morgun og á laugardag fyrir mikilli alþjóðlegri ráðstefnu í Tjarnarbíói undir yfirskriftinni „Krefjumst friðar í fíknistríðinu“. Þar munu nokkrir helstu sérfræðingar á þessu sviði flytja erindi en ráðstefnan hefst á því að Kristjáni Þór verða veitt sérstök hvatningarverðlaun félagsins.Kristján Þór telur núverandi stefnu, sem byggir á refsingum, ekki vera að skila okkur því sem við vildum, í baráttunni við vímuefnavandann.Kristján Þór segir að sér sé mikill heiður sýndur með þessu, af hálfu Péturs Þorsteinssonar formanns Snarrótarinnar. Sönn ánægja að fá þessi hvatningarverðlaun og virðingarvott. Eins og við Pétur snillingur höfum rætt þarf í rauninni þetta dæmi allt að ganga á þann veg að við reynum að draga úr böli sem vímuefnaneyslu fylgir. Ég held að það séu flestir sammála um það. Ég held að það sé vaxandi fjöldi fólks sem telur að sú stefna sem unnið hefur verið eftir undanfarna áratugi sé ekki að skila okkur þeim árangri sem við vildum gjarnan ná. Þess vegna hef ég verið talsmaður þess að við eigum að fordómalaust að skoða allar leiðir sem skila okkur nær þessu sameiginlega markmiði okkar allra.“Núverandi stefna ótækMikla athygli vakti, fyrir rúmu ári, þegar Kristján Þór lýsti þessari skoðun sinni á fundi hjá Heimdalli. „Já, gert var ráð fyrir því að ég myndi mæta til þessa fundar með ákveðna afstöðu, sem byggði á einhverjum kreddum og afar íhaldssömum sjónarmiðum. Viðbrögðin við þessum hugleiðingum mínum eða afstöðu, hafa verið afspyrnu góð að mínu mati sem bendir til þess og styrkir mig í þeirri trú að það sé ríkur vilji til að vinna gegn ofnotkun fíkniefna og það sé mikill vilji í samfélaginu til að draga úr því böli sem vímuefnaneyslan er. Jafnhliða voru viðbrögðin á þann veg að fólk er tilbúið að ræða allar leiðir.“ Nú hafa þeir sem halda vilja fast í þá stefnu sem nú er ríkjandi, refsi- og bannstefnuna, gjarnan stillt því upp þannig að þeir sem vilji hverfa frá því séu í raun að tala fyrir aukinni neyslu? „Það er nú ekki. Enginn einn algildur sannleikur er í þessu og við munum aldrei ná að breyta um nálgun á forsendum eins tiltekins hóps með eina rétta skoðun. Þetta er ekki þannig viðfangsefni. Þaðkrefur okkur öll um að vera tilbúin að ræða allar hliðar á þessu máli og líka vera tilbúin að gefa tilslakanair á hörðustu afstöðu okkar til að geta mjakað okkur í átt að betri veruleika.“Alþjóðleg ráðstefna um fíknistríðiðEinn þeirra sem fagnaði því á sínum tíma, að ráðherra opnaði dyrnar fyrir hugsanlega breyttri stefnu, er Pétur Þorsteinsson formaður Snarrótar. Hann hefur verið ötull talsmaður þess að sú stefna sem keyrt hefur verið á sé böl í sjálfu sér. Og nú blæs Pétur til mikillar ráðstefnu.Pétur skipuleggur hina alþjóðlegu ráðstefnu, eins og ekkert sé, frá hinum heimskunna hundsrassi Kópaskeri.„Já, mér finnast nokkur tíðindi að sex alþjóðlega viðurkenndir sérfræðingar um fíknistefnu og mannréttindi mæti til Íslands í boði Snarrótarinnar til að ræða kosti og galla fíknistríðsins. Ekki síst þar sem þessi umræða tengist beint áherslum heilbrigðisráðherra. Það er mikið talað um „portúgölsku leiðina“ á Íslandi, en aldrei áður hefur mjög háttsettur embættismaður komið frá Lissabon til að útskýra hvað þar er að gerast og hvernig afglæpunin hefur reynst, síðustu 14 ár. Það er líka mikið talað af takmarkaðri þekkingu um lögvæðinguna í Colorado – en aldrei fyrr hefur okkur gefist tækifæri til að spyrja heimamann spjörunum úr.“Nanna um úrhrökin sem enn er loflegt að sparka í Pétur segir að þannig mætti telja upp alla fyrirlesarana – sem að hans mati eru allir stórmerkilegir. „Nanna Gotfredsen er til dæmis afar sjaldgæft eintak af lögfræðingi - hún hefur helgað starfsævina aðstoð við þá aumustu og útskúfuðustu í Kaupmannahöfn, útigangsfólk, fíkla og vændisfólk. Úrhrökin sem enn er loflegt að sparka í. Það eru líka tíðindi að Open Society Foundations skuli nú í fyrsta skipti styrkja mannréttindaverkefni á Íslandi.“ Og þá er kannski ekki síður athyglisverð sú staðreynd að svo umfangsmikil alþjóðleg ráðstefna skuli vera skipulögð frá A-Ö frá þeim „heimskunna hundsrassi, Kópaskeri“, hvar Pétur er búsettur.Vert er að vekja athygli á því að Heimir Már Pétursson fréttamaður átti ítarlegt viðtal við Neill Franklin sem var liðsforingi í lögreglunni í Maryland og Baltimore í 34 ár og núverandi framkvæmdastjóra Law Enforcement Against Prohibition og Art Way, yfirmann Drug Policie Alliance í Denver í Colorado. Verður viðtalið birt hér á Vísi í kvöld.
Tengdar fréttir „Ég finn lykt, ég finn lykt!“ Heimsþekktur mannréttindalögmaður á leið til landsins. Pétur Þorsteinsson heldur því fram að stórfellt mannréttindabrot séu framin vegna framgöngu lögreglu í fíkniefnamálum. 26. janúar 2015 14:00 Ætlar að fylgjast með framgöngu fíknó á þjóðhátíð Pétur Þorsteinsson hjá Snarrótinni furðar sig á áherslum og viðhorfi lögreglunnar í Eyjum. 31. júlí 2015 14:58 Skýr niðurstaða meistararitgerðar: Refsistefna stjórnvalda í fíkniefnamálum virkar ekki „Það er ekkert að fara að breytast ef fíklar þurfa að flýja lögregluna og lifa í undirheimum án þess að fá aðstoð,“ segir Ragnheiður Gyða Stefánsdóttir, meistaranemi í lögfræði við Háskóla Íslands. 6. september 2015 16:16 Boðar nýja stefnu í fíkniefnamálum á opnum fundi í HÍ Ruth Dreifuss, fyrrverandi innanríkisráðherra og forseti Sviss, ræðir tapað stríð gegn fíkniefnum í Odda Háskóla Íslands í dag. 23. maí 2015 11:34 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
„Ég finn lykt, ég finn lykt!“ Heimsþekktur mannréttindalögmaður á leið til landsins. Pétur Þorsteinsson heldur því fram að stórfellt mannréttindabrot séu framin vegna framgöngu lögreglu í fíkniefnamálum. 26. janúar 2015 14:00
Ætlar að fylgjast með framgöngu fíknó á þjóðhátíð Pétur Þorsteinsson hjá Snarrótinni furðar sig á áherslum og viðhorfi lögreglunnar í Eyjum. 31. júlí 2015 14:58
Skýr niðurstaða meistararitgerðar: Refsistefna stjórnvalda í fíkniefnamálum virkar ekki „Það er ekkert að fara að breytast ef fíklar þurfa að flýja lögregluna og lifa í undirheimum án þess að fá aðstoð,“ segir Ragnheiður Gyða Stefánsdóttir, meistaranemi í lögfræði við Háskóla Íslands. 6. september 2015 16:16
Boðar nýja stefnu í fíkniefnamálum á opnum fundi í HÍ Ruth Dreifuss, fyrrverandi innanríkisráðherra og forseti Sviss, ræðir tapað stríð gegn fíkniefnum í Odda Háskóla Íslands í dag. 23. maí 2015 11:34