Fyrrum Top Gear liðar hefja tökur á nýjum þáttum Finnur Thorlacius skrifar 8. október 2015 09:52 Þremenningarnir fyrir framan þrjá ofursportbíla við tökur á nýjum þáttum fyrir Amazon Prime. Þó svo ekki sé vitað hvenær sýningar á nýjum bílaþáttum þeirra fyrrum Top Gear liða, Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May, né heldur hvað þættirnir eiga að heita, þá eru tökur hafnar á nýjum þáttum þeirra fyrir Amazon Prime. Eins og sést á myndinni að ofan eru þeir kollegar að taka til kostanna ofursportbílana Porsche 918 Spyder, Ferrari LaFerrari og McLaren P1 á keppnisbraut og verður forvitnilegt að sjá hver þeirra hlýtur mesta náð fyrir augum þremenninganna. Haft er eftir þremenningunum að umsvif þáttagerðarinnar sé ekki í líkingu við það sem var við gerð Top Gear þáttanna, en ekki vantar þó fólk á staðinn, eins og á myndinni sést. Það ríkir mikil gleði meðal þeirra þriggja að vera aftur farnir að taka upp bílaþætti og sérstaklega með óbreytt stjórnendalið sem staðið hefur þétt saman eftir að Jeremy Clarkson var vikið frá störfum á BBC. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent
Þó svo ekki sé vitað hvenær sýningar á nýjum bílaþáttum þeirra fyrrum Top Gear liða, Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May, né heldur hvað þættirnir eiga að heita, þá eru tökur hafnar á nýjum þáttum þeirra fyrir Amazon Prime. Eins og sést á myndinni að ofan eru þeir kollegar að taka til kostanna ofursportbílana Porsche 918 Spyder, Ferrari LaFerrari og McLaren P1 á keppnisbraut og verður forvitnilegt að sjá hver þeirra hlýtur mesta náð fyrir augum þremenninganna. Haft er eftir þremenningunum að umsvif þáttagerðarinnar sé ekki í líkingu við það sem var við gerð Top Gear þáttanna, en ekki vantar þó fólk á staðinn, eins og á myndinni sést. Það ríkir mikil gleði meðal þeirra þriggja að vera aftur farnir að taka upp bílaþætti og sérstaklega með óbreytt stjórnendalið sem staðið hefur þétt saman eftir að Jeremy Clarkson var vikið frá störfum á BBC.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent