Hótað lífláti með 2.336 kr. á tímann Vilhjálmur Árnason skrifar 8. október 2015 08:52 „Þarna stóðum við lögreglumenn daga og nætur við að verja ykkur og húsið [Alþingishúsið]. Við fórnuðum miklu þarna þessa daga og nætur og tókum við „basicly“ öllu sem að okkur var grýtt. Persónulega fékk ég á mig mann[a]skít og þvag, gangstéttarhellu sem braut á mér fingur og ég veit ekki hvað og hvað. Ég hef ekki tölu á því hversu oft mér og félögum mínum var hótað lífláti þarna, fjölskyldum okkar var hótað lífláti og meira að segja börnunum okkar. Sjálfur átti ég, eins og margir aðrir þarna án efa, lítið ómálga barn sem var meira að segja hóta[ð] lífláti og öðrum hlutum sem ég ætla ekki að hafa eftir hér. Þarna stóð ég og vann vinnuna mína og gerði bara nokkuð vel að ég tel undir einhverju mesta álagi sem ég hef verið undir.“ Með þessum hætti lýsir Sigvaldi Arnar Lárusson, lögreglumaður, þeim aðstæðum sem lögreglumenn bjuggu við í búsáhaldarbyltingunni, í bréfi til þingmanna, þar sem hann spyr alþingismenn hvort þeir muni eftir þessu? Sjálfur man ég mjög vel eftir málsatvikum enda stóð ég við hlið Sigvalda. „Ég [var] boðaður á aukavakt vegna þessara mótmæla,“ segir Sigvaldi enn fremur í bréfi sínu enda allt tiltækt lið lögreglu við störf í búsáhaldarbyltingunni eins og margir muna. Fyrir vikið fékk hann fyrir þá yfirvinnu sem hann innti af hendi 2.336 kr. á tímann. Eins og ákall Sigvalda til þingmanna ber með sér standa þessir félagar mínir og samstarfsmenn til margra ára í ströngu í baráttu sinni fyrir sanngjarnari launum. Lögreglumenn hafa alltaf fundið fyrir miklum stuðningi frá fólkinu í landinu þegar kemur að kjörum annars vegar og trausti hins vegar. Sem fyrrverandi lögreglumaður veit ég að lögreglumenn eiga hvort tveggja svo sannarlega skilið.Ólíkt öðrum kjaradeilum Kjaramál eru á forræði framkvæmdavaldsins og heyra því ekki beint undir Alþingi. Alþingismenn hafa mun meiri aðkomu að því umhverfi sem lögreglumönnum er búið í starfi. Sem þingmaður og fyrrverandi lögreglumaður er mín von sú að leitað verði leiða til að koma til móts við lögreglumenn. Það að lögreglan sé ekki með verkfallsrétt undirstrikar mikilvægi stéttarinnar og verður að taka mið af því við samningaborðið. Þá verður einnig að hafa í huga að lögreglumenn verða að láta af störfum við 65 ára aldur. Þannig hafa þeir færri ár en aðrar stéttir til að vinna sér inn lífeyrisréttindi. Það er því ólíðandi að samningamenn ríkisins hafi beitt því bragði, frá því að verkfallsrétturinn var tekinn af lögreglumönnum, að semja eftir að samningar þeirra hafa verið lausir.Ótækt að semja ekki við vopnlausa stétt Í þessu eiga lögreglumenn ekki að þurfa að standa þar sem þeir geta ekki beitt verkfallsvopninu eins og aðrar stéttir. Og því nauðsynlegt að finna lausn á þessu vandamáli þannig allir geti vel við unað. Við þingmenn getum látið þessa skoðun okkar í ljós og hvatt framkvæmdavaldið til að huga að þessum aðstöðumun sem er á kjarabaráttu lögreglumanna og annarra stétta. Sjálfur hef ég fagnað þeim tækifærum sem ég hef fengið sem kjörinn fulltrúi á Alþingi að miðla minni reynslu sem lögreglumaður hvar sem ég hef komið við í mínum störfum. Þeirri reynslu hef ég lagt mig fram um að miðla til þingmanna, ráðherra, embættismanna og fólksins í landinu. Og mun ég leggja mig fram um að tala fyrir þeim áfram. Það er óréttlátt að lögreglumenn séu látnir gjalda þess að hafa ekki verkfallsrétt, sem beitt er sem vopni í almennum samningum. Það er því ótækt að semja ekki við vopnlausa stétt. Klárum málið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Sjá meira
„Þarna stóðum við lögreglumenn daga og nætur við að verja ykkur og húsið [Alþingishúsið]. Við fórnuðum miklu þarna þessa daga og nætur og tókum við „basicly“ öllu sem að okkur var grýtt. Persónulega fékk ég á mig mann[a]skít og þvag, gangstéttarhellu sem braut á mér fingur og ég veit ekki hvað og hvað. Ég hef ekki tölu á því hversu oft mér og félögum mínum var hótað lífláti þarna, fjölskyldum okkar var hótað lífláti og meira að segja börnunum okkar. Sjálfur átti ég, eins og margir aðrir þarna án efa, lítið ómálga barn sem var meira að segja hóta[ð] lífláti og öðrum hlutum sem ég ætla ekki að hafa eftir hér. Þarna stóð ég og vann vinnuna mína og gerði bara nokkuð vel að ég tel undir einhverju mesta álagi sem ég hef verið undir.“ Með þessum hætti lýsir Sigvaldi Arnar Lárusson, lögreglumaður, þeim aðstæðum sem lögreglumenn bjuggu við í búsáhaldarbyltingunni, í bréfi til þingmanna, þar sem hann spyr alþingismenn hvort þeir muni eftir þessu? Sjálfur man ég mjög vel eftir málsatvikum enda stóð ég við hlið Sigvalda. „Ég [var] boðaður á aukavakt vegna þessara mótmæla,“ segir Sigvaldi enn fremur í bréfi sínu enda allt tiltækt lið lögreglu við störf í búsáhaldarbyltingunni eins og margir muna. Fyrir vikið fékk hann fyrir þá yfirvinnu sem hann innti af hendi 2.336 kr. á tímann. Eins og ákall Sigvalda til þingmanna ber með sér standa þessir félagar mínir og samstarfsmenn til margra ára í ströngu í baráttu sinni fyrir sanngjarnari launum. Lögreglumenn hafa alltaf fundið fyrir miklum stuðningi frá fólkinu í landinu þegar kemur að kjörum annars vegar og trausti hins vegar. Sem fyrrverandi lögreglumaður veit ég að lögreglumenn eiga hvort tveggja svo sannarlega skilið.Ólíkt öðrum kjaradeilum Kjaramál eru á forræði framkvæmdavaldsins og heyra því ekki beint undir Alþingi. Alþingismenn hafa mun meiri aðkomu að því umhverfi sem lögreglumönnum er búið í starfi. Sem þingmaður og fyrrverandi lögreglumaður er mín von sú að leitað verði leiða til að koma til móts við lögreglumenn. Það að lögreglan sé ekki með verkfallsrétt undirstrikar mikilvægi stéttarinnar og verður að taka mið af því við samningaborðið. Þá verður einnig að hafa í huga að lögreglumenn verða að láta af störfum við 65 ára aldur. Þannig hafa þeir færri ár en aðrar stéttir til að vinna sér inn lífeyrisréttindi. Það er því ólíðandi að samningamenn ríkisins hafi beitt því bragði, frá því að verkfallsrétturinn var tekinn af lögreglumönnum, að semja eftir að samningar þeirra hafa verið lausir.Ótækt að semja ekki við vopnlausa stétt Í þessu eiga lögreglumenn ekki að þurfa að standa þar sem þeir geta ekki beitt verkfallsvopninu eins og aðrar stéttir. Og því nauðsynlegt að finna lausn á þessu vandamáli þannig allir geti vel við unað. Við þingmenn getum látið þessa skoðun okkar í ljós og hvatt framkvæmdavaldið til að huga að þessum aðstöðumun sem er á kjarabaráttu lögreglumanna og annarra stétta. Sjálfur hef ég fagnað þeim tækifærum sem ég hef fengið sem kjörinn fulltrúi á Alþingi að miðla minni reynslu sem lögreglumaður hvar sem ég hef komið við í mínum störfum. Þeirri reynslu hef ég lagt mig fram um að miðla til þingmanna, ráðherra, embættismanna og fólksins í landinu. Og mun ég leggja mig fram um að tala fyrir þeim áfram. Það er óréttlátt að lögreglumenn séu látnir gjalda þess að hafa ekki verkfallsrétt, sem beitt er sem vopni í almennum samningum. Það er því ótækt að semja ekki við vopnlausa stétt. Klárum málið!
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar