Fyrrverandi eiginmaður Kamilu dæmdur í nálgunarbann Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. október 2015 18:00 Mál Kamilu og fyrrverandi eiginmanns hennar vakti mikla athygli. myndir/Rúv Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fyrrverandi eiginmaður Kamilu Modzelewska var gert að sæta nálgunarbanni í sex mánuði. Honum er meinað að koma á eða í námunda við heimili Kamilu og barna þeirra á svæði sem afmarkast af 50 metrum. Jafnframt er lagt bann við því að maðurinn veiti Kamilu og börnum þeirra eftirför, nálgist þau á almannafæri eða setji sig í samband við þau með öðrum hætti. Kastljós hafði mál Kamilu til umfjöllunar í þætti sínum þann 31. ágúst síðastliðinn og vakti það mikla athygli. Þar var áreiti fyrrverandi eiginmanns hennar reifað en hann hefur margoft brotið á þeim þremur nálgunarbönnum sem Kamila hefur fengið gegn honum.Þegar þau bjuggu saman veittist maðurinn oft harkalega að Kamilu, til að mynda hafi hún verið svo bólgin og marin í andliti að hún var frá vinnu í heila viku. Það var þegar hún gekk með eldra barn þeirra. Þá hefur hann valdið margskonar spjöllum á eigum Kamilu. Til að mynda kveikti hann í bíl hennar fyrir utan heimili Kamilu í Mosfellsbæ þann 1. apríl síðastliðinn. Atvikið náðist á öryggismyndavél sem Kamila hafði komið upp vegna ótta við fyrrverandi eiginmann sinn. Sjá einnig:Hefur búið við stanslausar hótanir frá fyrrverandi eiginmanni í þrjú ár Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að síðan mál Kamilu komst í kastljós fjölmiðlanna hafi maðurinn í tvígang áreitt hana á vinnustað hennar en Kamila starfar á leikskóla. Þangað kom maðurinn og var með „truflandi hegðun“ eins og það er orðað. Tók hann meðal annars myndir á lóðinni af börnum og starfsfólki, Kamilu þar með talinni. Samkvæmt upplýsingum lögreglu hafi starfsfólk og nokkrir foreldrar lýst yfir áhyggjum sínum um öryggi barna sinna og að maðurinn hafi ögrað umhverfinu með hátterni sínu. Í úrskurðinum segir einnig að lögreglunni þyki ljóst að Kamilu stafi ógn af fyrrverandi eiginmanni sínum og að hún telji „ekki sennilegt að friðhelgi hennar og barna hennar verði vernduð með öðrum og vægari hætti eins og sakir standa.“ Tengdar fréttir Hefur búið við stanslausar hótanir frá fyrrverandi eiginmanni í þrjú ár Fyrrverandi eiginmaður Kamilu Modzelewska gekk ítrekað í skrokk á henni, hótaði að afhöfða hana og bar eld að bíl hennar en þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um nálgunarbann getur Kamila enn ekki um frjálst höfuð strokið. 31. ágúst 2015 20:19 Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fyrrverandi eiginmaður Kamilu Modzelewska var gert að sæta nálgunarbanni í sex mánuði. Honum er meinað að koma á eða í námunda við heimili Kamilu og barna þeirra á svæði sem afmarkast af 50 metrum. Jafnframt er lagt bann við því að maðurinn veiti Kamilu og börnum þeirra eftirför, nálgist þau á almannafæri eða setji sig í samband við þau með öðrum hætti. Kastljós hafði mál Kamilu til umfjöllunar í þætti sínum þann 31. ágúst síðastliðinn og vakti það mikla athygli. Þar var áreiti fyrrverandi eiginmanns hennar reifað en hann hefur margoft brotið á þeim þremur nálgunarbönnum sem Kamila hefur fengið gegn honum.Þegar þau bjuggu saman veittist maðurinn oft harkalega að Kamilu, til að mynda hafi hún verið svo bólgin og marin í andliti að hún var frá vinnu í heila viku. Það var þegar hún gekk með eldra barn þeirra. Þá hefur hann valdið margskonar spjöllum á eigum Kamilu. Til að mynda kveikti hann í bíl hennar fyrir utan heimili Kamilu í Mosfellsbæ þann 1. apríl síðastliðinn. Atvikið náðist á öryggismyndavél sem Kamila hafði komið upp vegna ótta við fyrrverandi eiginmann sinn. Sjá einnig:Hefur búið við stanslausar hótanir frá fyrrverandi eiginmanni í þrjú ár Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að síðan mál Kamilu komst í kastljós fjölmiðlanna hafi maðurinn í tvígang áreitt hana á vinnustað hennar en Kamila starfar á leikskóla. Þangað kom maðurinn og var með „truflandi hegðun“ eins og það er orðað. Tók hann meðal annars myndir á lóðinni af börnum og starfsfólki, Kamilu þar með talinni. Samkvæmt upplýsingum lögreglu hafi starfsfólk og nokkrir foreldrar lýst yfir áhyggjum sínum um öryggi barna sinna og að maðurinn hafi ögrað umhverfinu með hátterni sínu. Í úrskurðinum segir einnig að lögreglunni þyki ljóst að Kamilu stafi ógn af fyrrverandi eiginmanni sínum og að hún telji „ekki sennilegt að friðhelgi hennar og barna hennar verði vernduð með öðrum og vægari hætti eins og sakir standa.“
Tengdar fréttir Hefur búið við stanslausar hótanir frá fyrrverandi eiginmanni í þrjú ár Fyrrverandi eiginmaður Kamilu Modzelewska gekk ítrekað í skrokk á henni, hótaði að afhöfða hana og bar eld að bíl hennar en þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um nálgunarbann getur Kamila enn ekki um frjálst höfuð strokið. 31. ágúst 2015 20:19 Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Sjá meira
Hefur búið við stanslausar hótanir frá fyrrverandi eiginmanni í þrjú ár Fyrrverandi eiginmaður Kamilu Modzelewska gekk ítrekað í skrokk á henni, hótaði að afhöfða hana og bar eld að bíl hennar en þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um nálgunarbann getur Kamila enn ekki um frjálst höfuð strokið. 31. ágúst 2015 20:19
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent