Innlent

Dæmdur fyrir ærumeiðingar í garð Gunnars

Atli Ísleifsson skrifar
Gunnar Scheving Thorsteinsson lögreglumaður var sýknaður í LÖKE-málinu svokallaða í mars síðastliðinn.
Gunnar Scheving Thorsteinsson lögreglumaður var sýknaður í LÖKE-málinu svokallaða í mars síðastliðinn. Vísir/Valli
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri til greiðslu 250 þúsund króna miskabóta fyrir ærumeiðingar í garð Gunnars Scheving Thorsteinssonar lögreglumanns.

Maðurinn birti tvær færslur á Facebook-síðu sinni þar sem hann lét eftirfarandi orð falla um Gunnar sem sýknaður var í LÖKE-málinu svokallaða í mars síðastliðinn:

1)„Þessi fáviti hérna er spilltari en allt sem spillt er og er duglegur við að misnota vald sitt“.

2)
„Þessi „Lögga“ hérna er spilltari en allt sem spillt er og er duglegur að misnota vald sitt greinilega gamalt eineltisbarn“.

Ummæli hins dæmda eru dæmd dauð og ómerk.

Í dómnum kemur fram að hinn dæmdi hafi skýlaust játað brot sitt en hann á nokkurn sakaferil að baki. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brot mannsins séu hegningarauki við þrjá refsidóma vegna umferðarlagabrots, fjársvika og skjalafals.

Með hliðsjón af því að maðurinn játaði sök og málið dróst nokkuð í meðförum lögreglu var manninum ekki gerð refsing í málinu, en þó dæmdur til að greiða Gunnari miskabætur og 200 þúsund króna í málskostnað.

Gunnar krafðist þess að maðurinn myndi greiða rúmlega 1,5 milljón króna „eða fjárhæð að álitum í kostnað til að standa straum að birtingu dóms í þrem helstu dagblöðum landsins.“ Þeirri beiðni var hafnað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×