„Flottustu fréttir sem ég hef fengið lengi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. október 2015 11:02 Fanney Björk er 65 prósent öryrki eftir að hafa smitast af lifrarbólgu C, þegar hún fékk blóðgjöf við fæðingu dóttur sinnar árið 1983. Vísir/Stefán Fanney Björk Ásbjörnsdóttir sem barist hefur ötullega fyrir því að fá lífsnauðsynleg lyf við lifrarbólgu C var klökk þegar Vísir náði tali af henni í morgun vegna frétta þess efnis að sjúklingar muni nú fá lyfin sem lækna sjúkdóminn í 95 til 100 prósent tilvika. „Ég bara skelf og nötra og trúi þessu varla,“ segir Fanney sem stefndi ríkinu þar sem það hafði áður neitað henni um lyfin. Báru yfirvöld fyrir sig fjárskorti en lyfið kostar um 10 milljónir króna. Aðspurð segir Fanney að hún hafi alltaf reiknað með því að botn fengist í málið og hún, sem og aðrir sjúklingar með lifrarbólgu C, fengu lyfin en hún átti ekki von á því strax. „Maður er eiginlega ekki búinn að átta sig á þessu enda er þetta búin að vera hellings barátta. Þetta er alveg stórkostlegt og flottustu fréttir sem ég hef fengið lengi,“ segir Fanney. Tanja Tómasdóttir, dóttir Fanneyjar, smitaðist af lifrarbólgu í fæðingu en hún gekk í gegnum erfiða lyfjameðferð á sínum tíma og læknaðist af sjúkdómnum. Hún fagnar fréttum dagsins á Twitter.Mamma mín er rokkstjarna! Hefði aldrei gerst án hennar baráttu! http://t.co/nRSYPlxn9a— Tanja Tomasdottir (@tanjatomm) October 7, 2015 Fer að brosa þegar Fanney verður heil heilsu „Þetta er mikið fagnaðarefni og sýnir vel hvað Landspítalinn er öflug og mikilvæg stofnun í samfélagi okkar og hvað sérfræðingar spítalans njóta mikillar alþjóðlegrar virðingar,“ segir Páll Rúnar M. Kristjánsson lögmaður sem sótti mál Fanneyjar gegn ríkinu. Héraðsdómur sýknaði ríkið af kröfum Fanneyjar en dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm. Páll segir fréttir dagsins sýna að hvað þrotlaus barátta hugrakkrar konu getur haft mikil og góð áhrif á samfélag okkar. „Allir þeir sérfræðingar sem að málinu hafa komið eru á einu máli um að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að lækna þennan sjúkdóm með þessu lyfi. Þetta er auk þess sú lækning sem að Fanney á rétt á. Þessi réttur hennar til lífs og lækningar telst til mannréttinda hennar og sú ákvörðun að neita henni um lækninguna stóðst enga skoðun. Næsta skref er því að Fanney fái þessi lyf í hendurnar,“ segir Páll og bætir við að þau hafi gefið allt í þetta mál. „Við höfum barist á hæl og hnakka til þess að fá lækningu fyrir hana Fanney. Þegar hún er læknuð þá er markmiðum okkar náð. Þegar hún er heil heilsu og laus við þjáningar sínar í fyrsta sinn í yfir 30 ár, þá fer ég að brosa.“ Tengdar fréttir Þingmaður vill breytingar í lyfjamálum VIlhjálmur Árnason vill hagræðingu í ríkisrekstri svo hægt sé að tryggja sjúklingum nýjustu lyfin. 6. ágúst 2015 11:15 Spurning um líf eða dauða: Skorar á ráðherra að leyfa kaup á lyfjum við lifrarbólgu C Einstæð móðir skrifar bréf til heilbrigðisráðherra. Hún er komin á örorku vegna lifrarbólgu c og svarar ekki meðferð með gömlu lyfjunum. 7. maí 2015 19:30 Sjúklingar með lifrarbólgu C fá lyfjameðferð sem læknað getur sjúkdóminn Einstaklingum sem smitaðir eru af lifrarbólgu C og njóta sjúkratrygginga á Íslandi mun bjóðast meðferð með nýjum lyfjum sem geta læknað sjúkdóminn í allt að 95 til 100 prósent tilvika. 7. október 2015 10:10 Fanney Björk um dóminn: „Dauðadómur yfir mér“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir á ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu C samkvæmt dómi héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 18. september 2015 18:52 Íslenska ríkið sýknað af stefnu Fanneyjar Bjarkar Fær ekki nauðsynlega læknismeðferð gegn lifrarbólgu. 18. september 2015 16:46 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Fanney Björk Ásbjörnsdóttir sem barist hefur ötullega fyrir því að fá lífsnauðsynleg lyf við lifrarbólgu C var klökk þegar Vísir náði tali af henni í morgun vegna frétta þess efnis að sjúklingar muni nú fá lyfin sem lækna sjúkdóminn í 95 til 100 prósent tilvika. „Ég bara skelf og nötra og trúi þessu varla,“ segir Fanney sem stefndi ríkinu þar sem það hafði áður neitað henni um lyfin. Báru yfirvöld fyrir sig fjárskorti en lyfið kostar um 10 milljónir króna. Aðspurð segir Fanney að hún hafi alltaf reiknað með því að botn fengist í málið og hún, sem og aðrir sjúklingar með lifrarbólgu C, fengu lyfin en hún átti ekki von á því strax. „Maður er eiginlega ekki búinn að átta sig á þessu enda er þetta búin að vera hellings barátta. Þetta er alveg stórkostlegt og flottustu fréttir sem ég hef fengið lengi,“ segir Fanney. Tanja Tómasdóttir, dóttir Fanneyjar, smitaðist af lifrarbólgu í fæðingu en hún gekk í gegnum erfiða lyfjameðferð á sínum tíma og læknaðist af sjúkdómnum. Hún fagnar fréttum dagsins á Twitter.Mamma mín er rokkstjarna! Hefði aldrei gerst án hennar baráttu! http://t.co/nRSYPlxn9a— Tanja Tomasdottir (@tanjatomm) October 7, 2015 Fer að brosa þegar Fanney verður heil heilsu „Þetta er mikið fagnaðarefni og sýnir vel hvað Landspítalinn er öflug og mikilvæg stofnun í samfélagi okkar og hvað sérfræðingar spítalans njóta mikillar alþjóðlegrar virðingar,“ segir Páll Rúnar M. Kristjánsson lögmaður sem sótti mál Fanneyjar gegn ríkinu. Héraðsdómur sýknaði ríkið af kröfum Fanneyjar en dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm. Páll segir fréttir dagsins sýna að hvað þrotlaus barátta hugrakkrar konu getur haft mikil og góð áhrif á samfélag okkar. „Allir þeir sérfræðingar sem að málinu hafa komið eru á einu máli um að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að lækna þennan sjúkdóm með þessu lyfi. Þetta er auk þess sú lækning sem að Fanney á rétt á. Þessi réttur hennar til lífs og lækningar telst til mannréttinda hennar og sú ákvörðun að neita henni um lækninguna stóðst enga skoðun. Næsta skref er því að Fanney fái þessi lyf í hendurnar,“ segir Páll og bætir við að þau hafi gefið allt í þetta mál. „Við höfum barist á hæl og hnakka til þess að fá lækningu fyrir hana Fanney. Þegar hún er læknuð þá er markmiðum okkar náð. Þegar hún er heil heilsu og laus við þjáningar sínar í fyrsta sinn í yfir 30 ár, þá fer ég að brosa.“
Tengdar fréttir Þingmaður vill breytingar í lyfjamálum VIlhjálmur Árnason vill hagræðingu í ríkisrekstri svo hægt sé að tryggja sjúklingum nýjustu lyfin. 6. ágúst 2015 11:15 Spurning um líf eða dauða: Skorar á ráðherra að leyfa kaup á lyfjum við lifrarbólgu C Einstæð móðir skrifar bréf til heilbrigðisráðherra. Hún er komin á örorku vegna lifrarbólgu c og svarar ekki meðferð með gömlu lyfjunum. 7. maí 2015 19:30 Sjúklingar með lifrarbólgu C fá lyfjameðferð sem læknað getur sjúkdóminn Einstaklingum sem smitaðir eru af lifrarbólgu C og njóta sjúkratrygginga á Íslandi mun bjóðast meðferð með nýjum lyfjum sem geta læknað sjúkdóminn í allt að 95 til 100 prósent tilvika. 7. október 2015 10:10 Fanney Björk um dóminn: „Dauðadómur yfir mér“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir á ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu C samkvæmt dómi héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 18. september 2015 18:52 Íslenska ríkið sýknað af stefnu Fanneyjar Bjarkar Fær ekki nauðsynlega læknismeðferð gegn lifrarbólgu. 18. september 2015 16:46 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Þingmaður vill breytingar í lyfjamálum VIlhjálmur Árnason vill hagræðingu í ríkisrekstri svo hægt sé að tryggja sjúklingum nýjustu lyfin. 6. ágúst 2015 11:15
Spurning um líf eða dauða: Skorar á ráðherra að leyfa kaup á lyfjum við lifrarbólgu C Einstæð móðir skrifar bréf til heilbrigðisráðherra. Hún er komin á örorku vegna lifrarbólgu c og svarar ekki meðferð með gömlu lyfjunum. 7. maí 2015 19:30
Sjúklingar með lifrarbólgu C fá lyfjameðferð sem læknað getur sjúkdóminn Einstaklingum sem smitaðir eru af lifrarbólgu C og njóta sjúkratrygginga á Íslandi mun bjóðast meðferð með nýjum lyfjum sem geta læknað sjúkdóminn í allt að 95 til 100 prósent tilvika. 7. október 2015 10:10
Fanney Björk um dóminn: „Dauðadómur yfir mér“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir á ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu C samkvæmt dómi héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 18. september 2015 18:52
Íslenska ríkið sýknað af stefnu Fanneyjar Bjarkar Fær ekki nauðsynlega læknismeðferð gegn lifrarbólgu. 18. september 2015 16:46