Segir ríkið hafa mætt tómhent á fund Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. október 2015 07:00 Árni Stefán Jónsson Samningafundi SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna með samninganefnd ríkisins lauk í gær án niðurstöðu. Að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, mætti ríkið tómhent til fundarins og því ekkert að semja um. Félagsmenn SFR og sjúkraliðafélagsins stefna að öllu óbreyttu í allsherjarverkfall þann 15. október. Þá slitnaði á mánudagskvöld upp úr viðræðum svokallaðs SALEK-hóps. Í hópnum eru fulltrúar viðsemjenda á almennum og opinberum vinnumarkaði sem hafa unnið að því undanfarin þrjú ár að innleiða bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga á Íslandi. Eitt markmiða hópsins var að freista þess að ná samkomulagi sem stuðlaði að varanlegri kaupmáttaraukningu án þess að verðbólga fari úr böndunum.Þorsteinn Víglundsson„Þetta eru mjög mikil vonbrigði að þetta skuli fara svona,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hópur hagfræðinga sem starfa hjá vinnumarkaðssamtökum segja í minnisblaði að ef ekki verði brugðist við muni verðbólga vaxa, vextir hækka og gengi krónunnar lækka. Þorsteinn segir að ef óbreytt ástand í kjaraviðræðum fái að viðgangast blasi við grafalvarleg staða í hagkerfinu. Þorsteinn segir ástæðu þess að upp úr slitnaði, að heildarsamtök opinberra starfsmanna gátu ekki unnið á þeim grundvelli sem lagt var upp með. Hann segir umframhækkanir launa halda áfram með niðurstöðu gerðardóms og kröfugerð opinberra starfsmanna en þær taki ekki mið af efnahagsástandi. „Þetta minnir óþægilega mikið á þegar uppi voru varnaðarorð fyrir um tíu árum síðan í síðustu uppsveiflu. Þá voru varnaðarorð hunsuð eins og frægt er orðið og innan þriggja ára var hagkerfið búið að taka á sig mikinn skell,“ segir Þorsteinn. Árni Stefán, formaður SFR, segir málflutning Þorsteins óheiðarlegan hvað SALEK-hópinn varðar. „Við lítum ekki svo á að verið sé að slíta einu né neinu,“ segir hann. Árni segir það réttlætismál að félagsmenn þeirra félaga sem nú eru að semja fái álíka launahækkanir og aðrir opinberir starfsmenn. „Við höfum sagt þeim að við erum tilbúnir til að taka upp viðræður aftur um leið og búið er að klára kjarasamninga.“ Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir sinn þátt í banaslysi en annar ökumaður hefur aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Sjá meira
Samningafundi SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna með samninganefnd ríkisins lauk í gær án niðurstöðu. Að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, mætti ríkið tómhent til fundarins og því ekkert að semja um. Félagsmenn SFR og sjúkraliðafélagsins stefna að öllu óbreyttu í allsherjarverkfall þann 15. október. Þá slitnaði á mánudagskvöld upp úr viðræðum svokallaðs SALEK-hóps. Í hópnum eru fulltrúar viðsemjenda á almennum og opinberum vinnumarkaði sem hafa unnið að því undanfarin þrjú ár að innleiða bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga á Íslandi. Eitt markmiða hópsins var að freista þess að ná samkomulagi sem stuðlaði að varanlegri kaupmáttaraukningu án þess að verðbólga fari úr böndunum.Þorsteinn Víglundsson„Þetta eru mjög mikil vonbrigði að þetta skuli fara svona,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hópur hagfræðinga sem starfa hjá vinnumarkaðssamtökum segja í minnisblaði að ef ekki verði brugðist við muni verðbólga vaxa, vextir hækka og gengi krónunnar lækka. Þorsteinn segir að ef óbreytt ástand í kjaraviðræðum fái að viðgangast blasi við grafalvarleg staða í hagkerfinu. Þorsteinn segir ástæðu þess að upp úr slitnaði, að heildarsamtök opinberra starfsmanna gátu ekki unnið á þeim grundvelli sem lagt var upp með. Hann segir umframhækkanir launa halda áfram með niðurstöðu gerðardóms og kröfugerð opinberra starfsmanna en þær taki ekki mið af efnahagsástandi. „Þetta minnir óþægilega mikið á þegar uppi voru varnaðarorð fyrir um tíu árum síðan í síðustu uppsveiflu. Þá voru varnaðarorð hunsuð eins og frægt er orðið og innan þriggja ára var hagkerfið búið að taka á sig mikinn skell,“ segir Þorsteinn. Árni Stefán, formaður SFR, segir málflutning Þorsteins óheiðarlegan hvað SALEK-hópinn varðar. „Við lítum ekki svo á að verið sé að slíta einu né neinu,“ segir hann. Árni segir það réttlætismál að félagsmenn þeirra félaga sem nú eru að semja fái álíka launahækkanir og aðrir opinberir starfsmenn. „Við höfum sagt þeim að við erum tilbúnir til að taka upp viðræður aftur um leið og búið er að klára kjarasamninga.“
Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir sinn þátt í banaslysi en annar ökumaður hefur aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Sjá meira