Segir ríkið hafa mætt tómhent á fund Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. október 2015 07:00 Árni Stefán Jónsson Samningafundi SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna með samninganefnd ríkisins lauk í gær án niðurstöðu. Að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, mætti ríkið tómhent til fundarins og því ekkert að semja um. Félagsmenn SFR og sjúkraliðafélagsins stefna að öllu óbreyttu í allsherjarverkfall þann 15. október. Þá slitnaði á mánudagskvöld upp úr viðræðum svokallaðs SALEK-hóps. Í hópnum eru fulltrúar viðsemjenda á almennum og opinberum vinnumarkaði sem hafa unnið að því undanfarin þrjú ár að innleiða bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga á Íslandi. Eitt markmiða hópsins var að freista þess að ná samkomulagi sem stuðlaði að varanlegri kaupmáttaraukningu án þess að verðbólga fari úr böndunum.Þorsteinn Víglundsson„Þetta eru mjög mikil vonbrigði að þetta skuli fara svona,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hópur hagfræðinga sem starfa hjá vinnumarkaðssamtökum segja í minnisblaði að ef ekki verði brugðist við muni verðbólga vaxa, vextir hækka og gengi krónunnar lækka. Þorsteinn segir að ef óbreytt ástand í kjaraviðræðum fái að viðgangast blasi við grafalvarleg staða í hagkerfinu. Þorsteinn segir ástæðu þess að upp úr slitnaði, að heildarsamtök opinberra starfsmanna gátu ekki unnið á þeim grundvelli sem lagt var upp með. Hann segir umframhækkanir launa halda áfram með niðurstöðu gerðardóms og kröfugerð opinberra starfsmanna en þær taki ekki mið af efnahagsástandi. „Þetta minnir óþægilega mikið á þegar uppi voru varnaðarorð fyrir um tíu árum síðan í síðustu uppsveiflu. Þá voru varnaðarorð hunsuð eins og frægt er orðið og innan þriggja ára var hagkerfið búið að taka á sig mikinn skell,“ segir Þorsteinn. Árni Stefán, formaður SFR, segir málflutning Þorsteins óheiðarlegan hvað SALEK-hópinn varðar. „Við lítum ekki svo á að verið sé að slíta einu né neinu,“ segir hann. Árni segir það réttlætismál að félagsmenn þeirra félaga sem nú eru að semja fái álíka launahækkanir og aðrir opinberir starfsmenn. „Við höfum sagt þeim að við erum tilbúnir til að taka upp viðræður aftur um leið og búið er að klára kjarasamninga.“ Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Samningafundi SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna með samninganefnd ríkisins lauk í gær án niðurstöðu. Að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, mætti ríkið tómhent til fundarins og því ekkert að semja um. Félagsmenn SFR og sjúkraliðafélagsins stefna að öllu óbreyttu í allsherjarverkfall þann 15. október. Þá slitnaði á mánudagskvöld upp úr viðræðum svokallaðs SALEK-hóps. Í hópnum eru fulltrúar viðsemjenda á almennum og opinberum vinnumarkaði sem hafa unnið að því undanfarin þrjú ár að innleiða bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga á Íslandi. Eitt markmiða hópsins var að freista þess að ná samkomulagi sem stuðlaði að varanlegri kaupmáttaraukningu án þess að verðbólga fari úr böndunum.Þorsteinn Víglundsson„Þetta eru mjög mikil vonbrigði að þetta skuli fara svona,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hópur hagfræðinga sem starfa hjá vinnumarkaðssamtökum segja í minnisblaði að ef ekki verði brugðist við muni verðbólga vaxa, vextir hækka og gengi krónunnar lækka. Þorsteinn segir að ef óbreytt ástand í kjaraviðræðum fái að viðgangast blasi við grafalvarleg staða í hagkerfinu. Þorsteinn segir ástæðu þess að upp úr slitnaði, að heildarsamtök opinberra starfsmanna gátu ekki unnið á þeim grundvelli sem lagt var upp með. Hann segir umframhækkanir launa halda áfram með niðurstöðu gerðardóms og kröfugerð opinberra starfsmanna en þær taki ekki mið af efnahagsástandi. „Þetta minnir óþægilega mikið á þegar uppi voru varnaðarorð fyrir um tíu árum síðan í síðustu uppsveiflu. Þá voru varnaðarorð hunsuð eins og frægt er orðið og innan þriggja ára var hagkerfið búið að taka á sig mikinn skell,“ segir Þorsteinn. Árni Stefán, formaður SFR, segir málflutning Þorsteins óheiðarlegan hvað SALEK-hópinn varðar. „Við lítum ekki svo á að verið sé að slíta einu né neinu,“ segir hann. Árni segir það réttlætismál að félagsmenn þeirra félaga sem nú eru að semja fái álíka launahækkanir og aðrir opinberir starfsmenn. „Við höfum sagt þeim að við erum tilbúnir til að taka upp viðræður aftur um leið og búið er að klára kjarasamninga.“
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira