Fyrirlestur Ingólfs: Ég er með geðsjúkdóm | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. október 2015 20:55 Ingólfur þótti gríðarlega efnilegur leikmaður á sínum tíma. skjáskot Ingólfur Sigurðsson, leikmaður Víkings Ólafsvíkur, var meðal fyrirlesara á málþingi um andlega líðan íþróttamanna sem var haldið í Háskólanum í Reykjavík í síðasta mánuði. Þar ræddi Ingólfur um baráttu sína við geðsjúkdóma en hann steig fram og greindi upphaflega frá henni í viðtali í Morgunblaðinu vorið 2014. Síðan þá hafa aðrir íþróttamenn fylgt fordæmi Ingólfs og vitundarvakningin um andleg veikindi íþróttamanna hefur aukist til mikilla muna.Sjá einnig: Kvíði og þunglyndi algengari hjá knattspyrnumönnum en almenningi Í fyrirlestrinum ræðir Ingólfur um upphaf veikindanna en þá var hann 14 ára og nýbúinn að semja við hollenska liðið Heerenveen.Gerði lítið annað en að sofa „Þegar geðlæknirinn sagði þetta við mig á sínum tíma átti ég bágt með að trúa þessu,“ segir Ingólfur í upphafi fyrirlestrarins. „Hvernig gat ég, svona flottur gaur, íþróttastrákur, verið með geðsjúkdóm?“ Ingólfur segist að fundið fyrir mikilli breytingu á sér, hann hafi verið þreyttari og orkuminni á æfingum. „Ég verð rosalega hræddur við þessa breytingu og ég veit innst inni að það er eitthvað að mér,“ segir Ingólfur sem ræðir um þær breytingar sem urðu á hans líðan og hegðan. „Ég hætti að fara út úr húsi og get ekki staðið uppréttur heima hjá mér án þess að halda mér í eitthvað, því ég er fastur á því að jafnvægisskynið mitt sé í lamasessi og ég geti ekki staðið uppréttur. Ég hef enga matarlyst og verður allt í einu óglatt. „Það sem ég geri allan daginn er liggja uppi í rúmi og þótt ég liggi þar er heimurinn allur að snúast í kringum mig. Ég sé óskýrt og fæ óraunveruleikatilfinningu sem er viðbjóðsleg tilfinnig. Ég er það illa haldinn að ég vil gera lítið annað en að sofa. Ég sef sennilega meira en ég vaki,“ segir Ingólfur um þennan erfiða tíma.Sagði þjálfaranum að éta skít Ingólfur ræðir einnig um viðbrögðin sem hann fékk frá þjálfurum Heerenveen. „Þjálfarinn minn kemur í heimsókn ásamt yfirþjálfara félagsins og þeir ræða við mig og foreldra mína. Og þar segja þeir, eftir u.þ.b. hálft ár af þessu ástandi, að það sé samdóma álit allra hjá félaginu að ég sé ekki með rétt hugarfar,“ segir Ingólfur um viðbrögð Hollendinganna sem fóru ekki vel í hann. „Ég verð gjörsamlega trylltur og segi þeim að éta skít,“ segir Ingólfur en skömmu eftir þessa uppákomu fékk hann niðurstöðu frá læknum í Hollandi sem fundu ekkert að honum. Hann fór í kjölfarið aftur heim til Íslands. Eftir heimkomuna fór Ingólfur á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landsspítalans, þar sem hann fékk loks greiningu - að hann væri með kvíðaröskun.Fyrirlestur Ingólfs í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Málþing um andlega líðan íþróttamanna - Ingólfur Sigurðsson from ISI on Vimeo. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira
Ingólfur Sigurðsson, leikmaður Víkings Ólafsvíkur, var meðal fyrirlesara á málþingi um andlega líðan íþróttamanna sem var haldið í Háskólanum í Reykjavík í síðasta mánuði. Þar ræddi Ingólfur um baráttu sína við geðsjúkdóma en hann steig fram og greindi upphaflega frá henni í viðtali í Morgunblaðinu vorið 2014. Síðan þá hafa aðrir íþróttamenn fylgt fordæmi Ingólfs og vitundarvakningin um andleg veikindi íþróttamanna hefur aukist til mikilla muna.Sjá einnig: Kvíði og þunglyndi algengari hjá knattspyrnumönnum en almenningi Í fyrirlestrinum ræðir Ingólfur um upphaf veikindanna en þá var hann 14 ára og nýbúinn að semja við hollenska liðið Heerenveen.Gerði lítið annað en að sofa „Þegar geðlæknirinn sagði þetta við mig á sínum tíma átti ég bágt með að trúa þessu,“ segir Ingólfur í upphafi fyrirlestrarins. „Hvernig gat ég, svona flottur gaur, íþróttastrákur, verið með geðsjúkdóm?“ Ingólfur segist að fundið fyrir mikilli breytingu á sér, hann hafi verið þreyttari og orkuminni á æfingum. „Ég verð rosalega hræddur við þessa breytingu og ég veit innst inni að það er eitthvað að mér,“ segir Ingólfur sem ræðir um þær breytingar sem urðu á hans líðan og hegðan. „Ég hætti að fara út úr húsi og get ekki staðið uppréttur heima hjá mér án þess að halda mér í eitthvað, því ég er fastur á því að jafnvægisskynið mitt sé í lamasessi og ég geti ekki staðið uppréttur. Ég hef enga matarlyst og verður allt í einu óglatt. „Það sem ég geri allan daginn er liggja uppi í rúmi og þótt ég liggi þar er heimurinn allur að snúast í kringum mig. Ég sé óskýrt og fæ óraunveruleikatilfinningu sem er viðbjóðsleg tilfinnig. Ég er það illa haldinn að ég vil gera lítið annað en að sofa. Ég sef sennilega meira en ég vaki,“ segir Ingólfur um þennan erfiða tíma.Sagði þjálfaranum að éta skít Ingólfur ræðir einnig um viðbrögðin sem hann fékk frá þjálfurum Heerenveen. „Þjálfarinn minn kemur í heimsókn ásamt yfirþjálfara félagsins og þeir ræða við mig og foreldra mína. Og þar segja þeir, eftir u.þ.b. hálft ár af þessu ástandi, að það sé samdóma álit allra hjá félaginu að ég sé ekki með rétt hugarfar,“ segir Ingólfur um viðbrögð Hollendinganna sem fóru ekki vel í hann. „Ég verð gjörsamlega trylltur og segi þeim að éta skít,“ segir Ingólfur en skömmu eftir þessa uppákomu fékk hann niðurstöðu frá læknum í Hollandi sem fundu ekkert að honum. Hann fór í kjölfarið aftur heim til Íslands. Eftir heimkomuna fór Ingólfur á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landsspítalans, þar sem hann fékk loks greiningu - að hann væri með kvíðaröskun.Fyrirlestur Ingólfs í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Málþing um andlega líðan íþróttamanna - Ingólfur Sigurðsson from ISI on Vimeo.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira