Innlent

Millinöfnunum Thor og Hólm hafnað

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson. vísir/vilhelm
Mannanafnanefnd hefur hafnað beiðnum um millinöfnin Thor og Hólm. Í úrskurði nefndarinnar varðandi fyrra nafnið segir að það hafi aðeins unnið sér hefð í íslensku máli sem eiginnafn og því sé ekki heimilt samkvæmt mannanafnalögum að bera það sem millinafn.

Beiðninni var því hafnað en flestir kannast þó við Björgólf Thor Björgólfsson, einn ríkasta mann landsins, sem ber nafnið Thor sem millinafn.

Þá var millinafninu Hólm hafnað þar sem það er nú þegar á til sem ættarnafn og karlkyns eiginnafn. Sú meginregla er við lýði að ekki má nota ættarnafn sem millinafn en þó má sá sem ber ættarnafn, eða á rétt á því, breyta því í millinafn. Ekki var þeim skilyrðum fullnægt og var beiðninni því hafnað.

Mannanafnanefnd hafnaði einnig því að taka aftur upp beiðni um eiginnafnið Lady en því var hafnað í júní árið 2013. Á meðal þeirra nafna sem voru hins vegar samþykkt voru Valkyrja, Sæla og Brandís.

Hér má nálgast úrskurði mannanafnanefndar.


Tengdar fréttir

Óheimilt að synja Harriet um vegabréf

Þjóðskrá var óheimilt að synja hinni ellefu ára gömlu Harriet Cardew um vegabréf, í júní árið 2014, á grundvelli þess að nafn hennar væri ekki samþykkt af mannanafnanefnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×