Bandaríkjaher biðst afsökunar í Afganistan Guðsteinn Bjarnason skrifar 6. október 2015 07:00 Afganskir hermenn drógu á sunnudaginn afganska fánann að húni á ný í borginni Kunduz, tæpri viku eftir að talibanar náðu borginni á sitt vald. vísir/epa Bandaríski herinn segir afganska hermenn hafi óskað loftárásar á sjúkrahúsið í Kunduz um helgina. Áður var fullyrt að bandarískir hermenn hefðu óskað eftir árásinni. Loftárásin kostaði 23 manns lífið. Tíu þeirra voru sjúklingar á sjúkrahúsinu, sem rekið er af alþjóðlegu læknasamtökunum Læknar án landamæra, en 13 hinna látnu voru starfsmenn á sjúkrahúsinu. Tugir manna særðust og stór hluti sjúkrahússins er gjörónýtur. Læknasamtökin segja afgönsk og bandarísk yfirvöld í reynd hafa viðurkennt ábyrgð á stríðsglæp. Þau yfirgáfu Kunduz eftir árásina. „Læknum án landamæra býður við nýlegum yfirlýsingum frá sumum afgönskum embættismönnum þar sem þeir réttlæta árásina á sjúkrahús samtakanna í Kunduz,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum. „Þetta jafnast á við viðurkenningu á stríðsglæp.“ Samtökin segja ekkert geta réttlætt árásina og ítreka kröfur sínar um alþjóðlega rannsókn á henni. „Við höfum nú komist að því að þann 3. október hafi afganskir hermenn látið vita af því að skotið væri á þá frá óvinastöðum og óskað eftir aðstoð frá bandarískum herþotum,” sagði John Campbell, yfirmaður bandaríska herliðsins í Afganistan. „Þá var efnt til loftárásar til að útrýma hættunni, sem stafaði af talibönum, og nokkrir saklausir almennir borgarar urðu fyrir henni af slysni.“ Harðir bardagar hafa geisað í Kunduz undanfarna daga. Talibanar náðu borginni í síðustu viku en afganski stjórnarherinn hefur reynt að ná henni aftur, með aðstoð frá Bandríkjaher. Stjórnarherinn sagðist hafa náð borginn eftir nokkurra daga bardaga, en átökin héldu samt áfram og engan veginn ljóst hvort þeim er lokið. Kunduz er höfuðborg samnefnds héraðs í norðvesturhluta landsins. Íbúar eru flestir Pastúnar, sem búa þó einkum í suðvesturhluta landsins. Talibanar eiga mest ítök meðal Pastúna og var Kunduz höfuðvígi þeirra í norðvesturhluta landsins er þeir voru við völd. Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Bandaríski herinn segir afganska hermenn hafi óskað loftárásar á sjúkrahúsið í Kunduz um helgina. Áður var fullyrt að bandarískir hermenn hefðu óskað eftir árásinni. Loftárásin kostaði 23 manns lífið. Tíu þeirra voru sjúklingar á sjúkrahúsinu, sem rekið er af alþjóðlegu læknasamtökunum Læknar án landamæra, en 13 hinna látnu voru starfsmenn á sjúkrahúsinu. Tugir manna særðust og stór hluti sjúkrahússins er gjörónýtur. Læknasamtökin segja afgönsk og bandarísk yfirvöld í reynd hafa viðurkennt ábyrgð á stríðsglæp. Þau yfirgáfu Kunduz eftir árásina. „Læknum án landamæra býður við nýlegum yfirlýsingum frá sumum afgönskum embættismönnum þar sem þeir réttlæta árásina á sjúkrahús samtakanna í Kunduz,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum. „Þetta jafnast á við viðurkenningu á stríðsglæp.“ Samtökin segja ekkert geta réttlætt árásina og ítreka kröfur sínar um alþjóðlega rannsókn á henni. „Við höfum nú komist að því að þann 3. október hafi afganskir hermenn látið vita af því að skotið væri á þá frá óvinastöðum og óskað eftir aðstoð frá bandarískum herþotum,” sagði John Campbell, yfirmaður bandaríska herliðsins í Afganistan. „Þá var efnt til loftárásar til að útrýma hættunni, sem stafaði af talibönum, og nokkrir saklausir almennir borgarar urðu fyrir henni af slysni.“ Harðir bardagar hafa geisað í Kunduz undanfarna daga. Talibanar náðu borginni í síðustu viku en afganski stjórnarherinn hefur reynt að ná henni aftur, með aðstoð frá Bandríkjaher. Stjórnarherinn sagðist hafa náð borginn eftir nokkurra daga bardaga, en átökin héldu samt áfram og engan veginn ljóst hvort þeim er lokið. Kunduz er höfuðborg samnefnds héraðs í norðvesturhluta landsins. Íbúar eru flestir Pastúnar, sem búa þó einkum í suðvesturhluta landsins. Talibanar eiga mest ítök meðal Pastúna og var Kunduz höfuðvígi þeirra í norðvesturhluta landsins er þeir voru við völd.
Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira