Íslensk kona ákærð í Ungverjalandi: Segir fórnarlambið ekki hafa mætt fyrir dómstóla Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 5. október 2015 19:15 Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir er lögmaður íslensku konunnar. VÍSIR/SKJÁSKOT Íslensk kona, sem bíður dóms í Ungverjalandi fyrir tilraun til manndráps sumarið 2012, segist vera saklaus í málinu og að meint fórnarlamb hennar hafi sviðsett það, en hún er sökuð um að hafa byrlað vinkonu sinni svefnlyf og barið hana tvívegis í höfuðið með hamri. Konan starfar sem læknir við Heilbrigðisstofnun Suðurlands, en henni hefur verið veitt leyfi frá störfum vegna málsins. Konan var búsett í Debrecen í Ungverjalandi, þar sem hún stundaði nám í læknisfræði en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er konan sem sakar hana um verknaðinn nígerísk skólasystir hennar. Greint var frá málinu í kvöldfréttum RÚV í gær en atvikið átti sér stað sumarið 2012. Ákæra var gefin út síðasta vetur en dómur verður kveðinn upp í nóvember. Fréttastofa náði tali af íslensku konunni í dag en hún er á fertugsaldri, búsett hér á landi og starfar sem læknir. Hún segir hún málið vera tilbúning og að meint fórnarlamb hennar hafi sviðsett verknaðinn. Undanfarin þrjú ár hafi reynst henni afar erfið en hún hefur þrisvar sinnum farið til Ungverjalands til þess að gefa skýrslur og sitja réttarhöldin. Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, lögmaður konunnar, segir að meðferð málsins hafi verið undarleg. Til að mynda hafi ungversk yfirvöld frestað því að kveða upp dóm þegar þau komust að því að íslensk yfirvöldu vissu af málinu.„Skjólstæðingur minn heldur fram sakleysi sínu. Það má segja að málsatvik eins og hún lýsir þeim beri engan veginn saman við þau málsatvik sem lýst er í ákærunni. Maður verður bara að vona að réttarkerfið í Ungverjalandi finni réttláta lausn í málinu og túlki allan vafa sakborningi í vil. Það virðist vera töluverður vafi í málinu ef maður horfir á málsgögnin og rannsóknina í heild sinni,“ segir hún. Ingibjörg segir málið afar óvenjulegt og þungbært fyrir alla sem að því koma. Þá segir hún að meint fórnarlamb hafi ekki mætt fyrir dómstóla þegar ungversk yfirvöld óskuðu eftir því. „Hún mætti allavega ekki í síðustu fyrirtöku og við kunnum engar skýringar á því. Nú þori ég ekki, því ég hef ekki fengið þau gögn í hendurnar, en það er sagt að hún hafi viljað draga málið til baka, en að saksóknari í Ungverjalandi hafi viljað halda málinu áfram til streitu,“ segir Ingibjörg Ólöf. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Íslensk kona, sem bíður dóms í Ungverjalandi fyrir tilraun til manndráps sumarið 2012, segist vera saklaus í málinu og að meint fórnarlamb hennar hafi sviðsett það, en hún er sökuð um að hafa byrlað vinkonu sinni svefnlyf og barið hana tvívegis í höfuðið með hamri. Konan starfar sem læknir við Heilbrigðisstofnun Suðurlands, en henni hefur verið veitt leyfi frá störfum vegna málsins. Konan var búsett í Debrecen í Ungverjalandi, þar sem hún stundaði nám í læknisfræði en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er konan sem sakar hana um verknaðinn nígerísk skólasystir hennar. Greint var frá málinu í kvöldfréttum RÚV í gær en atvikið átti sér stað sumarið 2012. Ákæra var gefin út síðasta vetur en dómur verður kveðinn upp í nóvember. Fréttastofa náði tali af íslensku konunni í dag en hún er á fertugsaldri, búsett hér á landi og starfar sem læknir. Hún segir hún málið vera tilbúning og að meint fórnarlamb hennar hafi sviðsett verknaðinn. Undanfarin þrjú ár hafi reynst henni afar erfið en hún hefur þrisvar sinnum farið til Ungverjalands til þess að gefa skýrslur og sitja réttarhöldin. Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, lögmaður konunnar, segir að meðferð málsins hafi verið undarleg. Til að mynda hafi ungversk yfirvöld frestað því að kveða upp dóm þegar þau komust að því að íslensk yfirvöldu vissu af málinu.„Skjólstæðingur minn heldur fram sakleysi sínu. Það má segja að málsatvik eins og hún lýsir þeim beri engan veginn saman við þau málsatvik sem lýst er í ákærunni. Maður verður bara að vona að réttarkerfið í Ungverjalandi finni réttláta lausn í málinu og túlki allan vafa sakborningi í vil. Það virðist vera töluverður vafi í málinu ef maður horfir á málsgögnin og rannsóknina í heild sinni,“ segir hún. Ingibjörg segir málið afar óvenjulegt og þungbært fyrir alla sem að því koma. Þá segir hún að meint fórnarlamb hafi ekki mætt fyrir dómstóla þegar ungversk yfirvöld óskuðu eftir því. „Hún mætti allavega ekki í síðustu fyrirtöku og við kunnum engar skýringar á því. Nú þori ég ekki, því ég hef ekki fengið þau gögn í hendurnar, en það er sagt að hún hafi viljað draga málið til baka, en að saksóknari í Ungverjalandi hafi viljað halda málinu áfram til streitu,“ segir Ingibjörg Ólöf.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira