Innlent

Félag yfirlögregluþjóna skorar á ríkið að semja við lögreglumenn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögreglumenn krefjast að laun þeirra verði leiðrétt til samræmis við skyldur þeirra og mikilvægi starfsins.
Lögreglumenn krefjast að laun þeirra verði leiðrétt til samræmis við skyldur þeirra og mikilvægi starfsins. vísir/pjetur
Félag yfirlögregluþjóna lýsir yfir áhyggjum á því að ekki hafi verið gengi til samninga við lögreglumenn. Félagið skorar á ríkið að ganga til samninga við lögreglumenn í samræmi við niðurstöðu gerðardóms í málum BHM og FÍH.

Samningar lögreglumanna hafa verið lausir frá 1. maí sl. og illa hefur gengið að semja þrátt fyrir að nokkrir samningafundir hafi verið haldnir. Segir í yfirlýsingunni að ástandið sé farið að koma verulega niður á löggæslu á Íslandi. Óskar Bjartmarz, formaður félagsins, segir að niðurskurður undanfarinnna ára hafi haft slæm áhrif á löggæslu í landinu og að ljóst sé að mörg lögreglulið í landinu séu mannfá.

Stjórn félagsins skorar á samninganefnd ríkisins að taka til hendinni og semja við lögreglumenn í samræmi við niðurstöðu gerðardóms í málum BHM og Félags hjúkrunarfræðinga.

Landssamband lögreglumanna tekur þátt í samningaviðræðum við ríkið í samfloti við Sjúkraliðafélag Íslands og SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu. Lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt en meirihluti félagsmanna í SFR og SLÍ hefur samþykkti að fara í verkfallsaðgerðir sem hefjast eiga 15. október.


Tengdar fréttir

Aukin harka hlaupin í kjaradeilu sjúkraliða og ríksins

Sjúkraliðar stefna á verkfall í október og hefja atkvæðagreiðslu um boðun verkfallsins eftir helgina. Á meðan funda lögreglumenn á nóttunni um sín kjaramál en þeir hafa áhyggjur af stöðu kjaraviðræðnanna.

SLFÍ og SFR samþykkja verkföll

„Fram undan eru verkföll,“ segir í frétt á vef SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, um niðurstöður atkvæðagreiðslu félagsins og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) um verkfallsaðgerðir.

„Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir“

Formaður Landssambands lögreglumanna segir að félagsmenn sínir væru að öllum líkindum á leið í verkfallsaðgerðir hefðu þeir verkfallsrétt. Boðað er til baráttufundar í Háskólabíói á morgun.

Árangurslaus samningafundur

Fundi SFR, SLFÍ OG LL með samninganefnd ríkisins lauk í dag og ekki var boðað til nýs fundar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×