Miðbær Reykjavíkur er bara fyrir suma Ragnheiður Harpa Haraldsdóttir skrifar 5. október 2015 10:11 Þessi grein er í raun ákall. Ákall eftir réttlæti. Réttlætið snýst um að allir eigi sama rétt á að njóta skemmtanalífs. Að þeir sem það vilji, fái að upplifa djammið, djúsið og allt sem því fylgir. Auðvitað eru einstaklingar sem kjósa sér sófann eða útivist fram yfir langar nætur í miðbænum en við hin, við viljum bara fá að djamma. Flest erum við nú einu sinni þannig gerð að við viljum fá að gera það sem okkur langar til og ættum auðvitað að fá að gera það. Sérstaklega þegar málið er ekki flóknara en það að fá að fara út með vinum, dansa, spjalla og skemmta sér. Jafnréttisdagar 2015 verða haldnir dagana 5.-16 október og í tilefni þeirra verður slegið til veislu 16. október. Þar sem Jafnréttisdagarnir eru að þessu sinni samstarfsverkefni LHÍ og HÍ fannst okkur viðeigandi að finna stað einhvers staðar mitt á milli og varð því miðbærinn fyrir valinu. Undirbúningur fór af stað en þegar svo kom að því að finna stað í miðbænum, sem væri aðgengilegur öllum, var eins og við hefðum hlaupið á vegg. Leitin að aðgengilegum skemmtistað hefur nefnilega svipt hulunni af ljóta leyndarmáli miðbæjarins: Miðbær Reykjavíkur er bara fyrir suma. Förum nú saman í huganum í ferð um miðbæinn. Hugsum okkur ferðina í hjólastól. Sumir skemmtistaðir hindra aðgengi okkar strax við innkomu. Inn á staðina er gengið upp eða niður tröppur og engin önnur leið í boði. Þessa staði getur okkur því ekki einu sinni dreymt um að komast inn á . Við höldum áfram ferðinni. Viti menn við finnum stað þar sem auðvelt er að komast inn. Þessi leit tók þó frekar langan tíma og við þurfum að fara á salernið. Það reynist hins vegar vera á annarri hæð og engin leið þangað nema upp eða niður þröngan stiga. Þarna verða fleiri staðir strax ómögulegir fyrir okkur og aftur færum við okkur. Margir skemmtistaðir eru byggðir upp á pöllum og því einungis ákveðin svæði í boði fyrir okkur sem ekki geta gengið. Það þykir okkur auðvitað ekki ásættanlegt og enn styttist listinn yfir mögulega staði. Í raun eru eftir skammarlega fáir staðir til að kanna. Þeir staðir eru litlu skárri en hinir; við þurfum enn að fara inn bakdyramegin, reykingarsvæðin eru okkur ekki aðgengileg og barborðin of há til að við getum pantað sjálf. En ljóti sannleikurinn er sá að ekkert annað er í boði. Nú hefur okkur, skipuleggjendum Jafnréttisdaga 2015 tekist að finna stað, sem er skárri en margir aðrir. Loft Hostel varð fyrir valinu og hafa starfsmenn Loft Hostels meira segja lagt sig svo fram að ramp hefur verið komið fyrir yfir þröskulda og þrep svo aðgengi sé gott fyrir alla. En jafnvel þó einn skemmtistaður bjóði upp á ágætis aðgengi þýðir það ekki að stríðið sé unnið. Miðbærinn er enn óaðgengilegur og það er óásættanlegt. Skemmtistaðir miðbæjarins, girðið ykkur í brók og lagið þetta. Ég hvet ykkur til að sýna metnað í starfi og frumkvæði. Að lokum vitna ég í Emmu Watson: „If not now, when?“ Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinarskriftarátaki Jafnréttisnefndar SHÍ fyrir Jafnréttisdaga 2015. Dagskrá má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Þessi grein er í raun ákall. Ákall eftir réttlæti. Réttlætið snýst um að allir eigi sama rétt á að njóta skemmtanalífs. Að þeir sem það vilji, fái að upplifa djammið, djúsið og allt sem því fylgir. Auðvitað eru einstaklingar sem kjósa sér sófann eða útivist fram yfir langar nætur í miðbænum en við hin, við viljum bara fá að djamma. Flest erum við nú einu sinni þannig gerð að við viljum fá að gera það sem okkur langar til og ættum auðvitað að fá að gera það. Sérstaklega þegar málið er ekki flóknara en það að fá að fara út með vinum, dansa, spjalla og skemmta sér. Jafnréttisdagar 2015 verða haldnir dagana 5.-16 október og í tilefni þeirra verður slegið til veislu 16. október. Þar sem Jafnréttisdagarnir eru að þessu sinni samstarfsverkefni LHÍ og HÍ fannst okkur viðeigandi að finna stað einhvers staðar mitt á milli og varð því miðbærinn fyrir valinu. Undirbúningur fór af stað en þegar svo kom að því að finna stað í miðbænum, sem væri aðgengilegur öllum, var eins og við hefðum hlaupið á vegg. Leitin að aðgengilegum skemmtistað hefur nefnilega svipt hulunni af ljóta leyndarmáli miðbæjarins: Miðbær Reykjavíkur er bara fyrir suma. Förum nú saman í huganum í ferð um miðbæinn. Hugsum okkur ferðina í hjólastól. Sumir skemmtistaðir hindra aðgengi okkar strax við innkomu. Inn á staðina er gengið upp eða niður tröppur og engin önnur leið í boði. Þessa staði getur okkur því ekki einu sinni dreymt um að komast inn á . Við höldum áfram ferðinni. Viti menn við finnum stað þar sem auðvelt er að komast inn. Þessi leit tók þó frekar langan tíma og við þurfum að fara á salernið. Það reynist hins vegar vera á annarri hæð og engin leið þangað nema upp eða niður þröngan stiga. Þarna verða fleiri staðir strax ómögulegir fyrir okkur og aftur færum við okkur. Margir skemmtistaðir eru byggðir upp á pöllum og því einungis ákveðin svæði í boði fyrir okkur sem ekki geta gengið. Það þykir okkur auðvitað ekki ásættanlegt og enn styttist listinn yfir mögulega staði. Í raun eru eftir skammarlega fáir staðir til að kanna. Þeir staðir eru litlu skárri en hinir; við þurfum enn að fara inn bakdyramegin, reykingarsvæðin eru okkur ekki aðgengileg og barborðin of há til að við getum pantað sjálf. En ljóti sannleikurinn er sá að ekkert annað er í boði. Nú hefur okkur, skipuleggjendum Jafnréttisdaga 2015 tekist að finna stað, sem er skárri en margir aðrir. Loft Hostel varð fyrir valinu og hafa starfsmenn Loft Hostels meira segja lagt sig svo fram að ramp hefur verið komið fyrir yfir þröskulda og þrep svo aðgengi sé gott fyrir alla. En jafnvel þó einn skemmtistaður bjóði upp á ágætis aðgengi þýðir það ekki að stríðið sé unnið. Miðbærinn er enn óaðgengilegur og það er óásættanlegt. Skemmtistaðir miðbæjarins, girðið ykkur í brók og lagið þetta. Ég hvet ykkur til að sýna metnað í starfi og frumkvæði. Að lokum vitna ég í Emmu Watson: „If not now, when?“ Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinarskriftarátaki Jafnréttisnefndar SHÍ fyrir Jafnréttisdaga 2015. Dagskrá má finna hér.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar