Sú fagra kemur Illugi Jökulsson skrifar 4. október 2015 12:00 Nefertítí. Í þessari viku bárust fregnir af því að kannski væri búið að finna gröf Nefertítíar drottningar í Egiftalandi. Og ég hygg að flestir sem heyrðu fréttirnar hafi kinkað svolítið kolli í huganum, já, Nefertítí, það nafn kannast ég við, já, er búið að finna hana blessunina? En svo þykist ég vita að flestir hafi svo sem ekki verið öllu nær um Nefertítí, af hverju menn könnuðust við hana og hvað hafði hún hafði sér til frægðar gert. Því er hér komin upprifjun á ævi Nefertítíar drottningar, það sem vitað er, og svo er óskandi að gröf hennar sé vissulega fundin, því það væri ómetanlegur fengur og gæti vafalaust sagt okkur margt um hennar tíma í Egiftalandi. Það fyrsta sem menn þurfa að átta sig á þegar þeir fara að skoða egifska sögu, það er hversu löng hún er. Fyrsta konungsættin, sem svo er kölluð, mun hafa sameinað efri og neðri hluta Egiftalands um það bil árið 3150 fyrir Krist. Það eru sem sé meira en 5.000 ár síðan! Við nútímafólk megum líklega þakka fyrir ef menning okkar þraukar í einhverri skiljanlegri og samfelldri mynd í 500 ár en getum engar vonir gert okkur um 5.000 ár. Og Khufu, faraóinn sem lét byggja stóra píramídann í Gísa, þann sem enn er mest undur í heimi, hann ríkti kringum árið 2570 f.Kr. eða fyrir tæplega 4.600 árum. Nefertítí var uppi löngu síðar. Hún er talin hafa orðið drottning árið 1353 f.Kr. Og svo áttu eftir að líða 1.300 ár frá Nefertítí til Kleópötru – sem er sú eina Egiftalandsdrottning sem telja má enn frægari en Nefertítí. Þessari talnaþulu var ætlað að gefa lesendum einhverja hugmynd um hve gríðarlega löng saga Egifta er. Og það má líka nefna að sé eitthvað hæft í frásögnum Biblíunnar um herleiðingu Gyðinga til Egiftalands (sem er mjög vafasamt) þá hefur það gerst um svipað leyti og Nefertítí var á dögum. Því er til dæmis fáránleg sú hugmynd að Gyðingar hafi verið þrælkaðir til að vinna við stóra píramídann hans Khufus. Þá voru sem sé rúm 1.200 ár liðin frá smíði hans, jafn langur tími og skilur okkur frá landnámi Íslands eða dögum Karlamagnúsar.Stórbokkar Á tímum Nefertítíar voru Egiftar helstu stórbokkar í Miðausturlöndum eins og yfirleitt bæði fyrr og síðar. Þeir réðu um þessar mundir Palestínu og langt norður í Sýrland. Í Mesópótamíu hafði stórveldið Babýlon, sem löggjafinn Hammúrabí tilheyrði, fallið rúmum 200 árum fyrr og þar var nú millibilsástand, svonefndir Kassítar réðu þar ríkjum og dýrkuðu hesta sína sem guði. Í uppsveitum voru Assyríumenn líka í biðstöðu eftir mikil veltiár en farnir að bíta járn og brýna kuta sína fyrir næstu útrás. Í Litlu-Asíu var hið dularfulla stórveldi Hittíta sem enn er sorglega fátt vitað um en ógnaði altént ekki yfirburðastöðu Egiftalands um þær mundir. Í Grikklandi var Krítarmenningin fallin og tómir villimenn þar um slóðir. Svo allt var með kyrrum kjörum í Egiftalandi. Faraóar komu og fóru í mestanpart friðsælli halarófu og allt virtist vera eins og best varð á kosið í hinum besta heimi allra heima. En þá skall allt í einu á fyrirvaralaust stormur. Faraóinn Amenhótep IV fékk þá flugu í höfuðið að allir hinir endalausu guðir Egiftalands í líki katta, fálka, tordýfla og fleiri kykvenda, þeir væru einskis virði, og líklega væri guð bara einn: Aten héti hann og tákn hans væri hin volduga sól. Þetta var væntanlega sama hugmynd og hjá Þorkatli mána sem lét bera sig í sólargeisla í banasótt sinni og fól sig á hendur þeim guði er sólina hafði skapað, líkt og Landnáma segir. Þessi eini sólarguð faraós var vel að merkja allt annað fyrirbæri en gamli sólarguðinn Ra sem allir þekkja úr krossgátum. Því miður voru Forn-Egiftar litlir sem engir sagnaritarar þótt þeir kynnu að reisa glæsilegar byggingar og einkum grafhýsi. Því er í rauninni fátt vitað um ástæður þess að Amenhótep IV hóf þessa trúarbragðabyltingu en Aten-trú hans má jafnvel kalla fyrstu eingyðistrú sem við höfum heimildir um. Á þeim tíma er til dæmis næsta öruggt að Gyðingar (að því marki sem sú þjóð var til orðin) trúðu enn á marga guði. Til marks um trúskiptin tók faraó sér nýtt nafn og kallaðist síðan Akhenaten.Aðkomukona? Og Nefertítí var sem sé drottning hans, sú æðsta af nokkrum eiginkonum. Ýmsar kenningar eru um hvaðan hún var upprunnin, líklega var hún af egifskum aðalsættum, en kannski af ættum Mítanna sem bjuggu í norðurhluta Sýrlands. Nafnið þýðir alla vega „Fegurðin kemur“ og það er greinilegt af þeim fátæklegu heimildum sem til eru að Nefertítí var alla tíð kunn fyrir fegurð. En þó ekki bara fyrir fegurðina. Það er til dæmis ljóst að hún tók fullan þátt í trúarbyltingu eiginmannsins. Það má jafnvel hugsa sér að hafi Nefertítí verið aðkomukona, eins og nafn hennar og sögur um mítanskan uppruna gætu bent til, þá hafi það verið hún sem stóð á bak við eingyðistrú Akhenatens. Kannski hugdettan um einn guð hafi fæðst einhvers staðar í Sýrlandsfjöllum og borist þaðan með Nefertítí þegar henni var sett fyrir að giftast faraó Egiftalands. En fyrir þessari kenningu eru þó engar heimildir frekar en flestu öðru sem að Nefertítí lýtur. Óbeint má hins vegar lesa út úr veggmyndum á ýmsum byggingum að hún hefur verið mikil áhrifakona við hirð Akhenatens. Hún stendur ýmist við hlið eiginmannsins eða rétt fyrir aftan hann á ýmsum lágmyndum þar sem þau eru við opinberar athafnir, einkum trúarlegar til dýrðar Aten, en hún sést líka iðulega ein á ferð og þá oft við athafnir sem yfirleitt kröfðust nærveru kóngsins. Til eru lágmyndir þar sem hún refsar óvinum hörkulega og ein mynd virðist sýna hana umkringda stríðsföngum. Þó verður að teljast ólíklegt að hún hafi tekið þátt í bardögum eða styrjöldum, því sennilega væru þá til mun skýrari heimildir um það.Vel lukkuð bylting en skammlíf Ekki er vitað annað en trúarbylting þeirra Akhenatens og Nefertítí hafi gengið nokkuð vel. Að minnsta kosti eru ekki til sjáanleg dæmi um mótspyrnu gegn Atens-dýrkun þeirra hjóna meðan þau lifðu. Þau eignuðust sex dætur og til er falleg lágmynd þar sem hjónin og dæturnar eru viðstödd athöfn þar sem viðurkenning er veitt óþekktum manni fyrir dygga þjónustu við hinn eina guð Aten. Sýnir myndin, þó ekki sé annað, hve mikla áherslu hjónin lögðu á hina nýju trú. Öll fjölskyldan var greinilega virkjuð í því skyni. Akhenaten ríkti í sautján ár en hvað þá gerðist er ekki að fullu ljóst. Svo virðist sem kona nokkur hafi tekið við um skeið eftir að Akhenaten dó og sumir fræðimenn telja að það hafi einfaldlega verið Nefertítí undir nýju nafni. Hafi svo verið, þá ríkti hún alla vega ekki lengi sem faraó því tveimur árum eftir andlát Akhenatens tók nýr faraó við. Það var níu ára sonur Akhenatens, sem þá hét Tutankhaten. Móðir hans var ekki Nefertítí heldur önnur af konum Akhenatens, kannski systir faraós eða frænka. Þegar ungpilturinn hafði ríkt í fáein ár stýrðu ráðgjafar hans nýrri trúarbyltingu og var nú guðinum Aten steypt af sínum eingyðisstalli en gamla trúin leidd til virðingar á ný. Æðstur guða var þá nefndur Amun og faraó var látinn breyta nafni sínu í Tutankhamun af því tilefni.Stytta Nefertítíar Valdaseta hans varð stutt og ekki söguleg. Hann var nánast gleymdur þegar gröf hans fannst nærri ósnert árið 1922, en það er inn af henni sem menn vona að gröf Nefertítíar muni nú finnast. Ráðgjafar Tutankhamuns unnu að því öllum árum meðan á skammri stjórnartíð hans stóð, sem og í tíð arftaka hans, að bæla niður allar minningar um trúarbyltinguna sem faðir hans stóð fyrir, og með mjög góðum árangri – það var ekki fyrr en á 19. öld sem fræðimenn fóru að átta sig á hvílík stórtíðindi höfðu verið þarna á seyði í trúarlegum efnum. Þá hafði Akhenaten verið öllum gleymdur í 3.200 ár. Og kannski gleymist hann aftur. En stórkostleg stytta sem myndhöggvarinn Tútmósis gerði af drottningu faraós og fannst 1912 mun ugglaust valda því að Nefertítí gleymist aldrei. Flækjusaga Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Í þessari viku bárust fregnir af því að kannski væri búið að finna gröf Nefertítíar drottningar í Egiftalandi. Og ég hygg að flestir sem heyrðu fréttirnar hafi kinkað svolítið kolli í huganum, já, Nefertítí, það nafn kannast ég við, já, er búið að finna hana blessunina? En svo þykist ég vita að flestir hafi svo sem ekki verið öllu nær um Nefertítí, af hverju menn könnuðust við hana og hvað hafði hún hafði sér til frægðar gert. Því er hér komin upprifjun á ævi Nefertítíar drottningar, það sem vitað er, og svo er óskandi að gröf hennar sé vissulega fundin, því það væri ómetanlegur fengur og gæti vafalaust sagt okkur margt um hennar tíma í Egiftalandi. Það fyrsta sem menn þurfa að átta sig á þegar þeir fara að skoða egifska sögu, það er hversu löng hún er. Fyrsta konungsættin, sem svo er kölluð, mun hafa sameinað efri og neðri hluta Egiftalands um það bil árið 3150 fyrir Krist. Það eru sem sé meira en 5.000 ár síðan! Við nútímafólk megum líklega þakka fyrir ef menning okkar þraukar í einhverri skiljanlegri og samfelldri mynd í 500 ár en getum engar vonir gert okkur um 5.000 ár. Og Khufu, faraóinn sem lét byggja stóra píramídann í Gísa, þann sem enn er mest undur í heimi, hann ríkti kringum árið 2570 f.Kr. eða fyrir tæplega 4.600 árum. Nefertítí var uppi löngu síðar. Hún er talin hafa orðið drottning árið 1353 f.Kr. Og svo áttu eftir að líða 1.300 ár frá Nefertítí til Kleópötru – sem er sú eina Egiftalandsdrottning sem telja má enn frægari en Nefertítí. Þessari talnaþulu var ætlað að gefa lesendum einhverja hugmynd um hve gríðarlega löng saga Egifta er. Og það má líka nefna að sé eitthvað hæft í frásögnum Biblíunnar um herleiðingu Gyðinga til Egiftalands (sem er mjög vafasamt) þá hefur það gerst um svipað leyti og Nefertítí var á dögum. Því er til dæmis fáránleg sú hugmynd að Gyðingar hafi verið þrælkaðir til að vinna við stóra píramídann hans Khufus. Þá voru sem sé rúm 1.200 ár liðin frá smíði hans, jafn langur tími og skilur okkur frá landnámi Íslands eða dögum Karlamagnúsar.Stórbokkar Á tímum Nefertítíar voru Egiftar helstu stórbokkar í Miðausturlöndum eins og yfirleitt bæði fyrr og síðar. Þeir réðu um þessar mundir Palestínu og langt norður í Sýrland. Í Mesópótamíu hafði stórveldið Babýlon, sem löggjafinn Hammúrabí tilheyrði, fallið rúmum 200 árum fyrr og þar var nú millibilsástand, svonefndir Kassítar réðu þar ríkjum og dýrkuðu hesta sína sem guði. Í uppsveitum voru Assyríumenn líka í biðstöðu eftir mikil veltiár en farnir að bíta járn og brýna kuta sína fyrir næstu útrás. Í Litlu-Asíu var hið dularfulla stórveldi Hittíta sem enn er sorglega fátt vitað um en ógnaði altént ekki yfirburðastöðu Egiftalands um þær mundir. Í Grikklandi var Krítarmenningin fallin og tómir villimenn þar um slóðir. Svo allt var með kyrrum kjörum í Egiftalandi. Faraóar komu og fóru í mestanpart friðsælli halarófu og allt virtist vera eins og best varð á kosið í hinum besta heimi allra heima. En þá skall allt í einu á fyrirvaralaust stormur. Faraóinn Amenhótep IV fékk þá flugu í höfuðið að allir hinir endalausu guðir Egiftalands í líki katta, fálka, tordýfla og fleiri kykvenda, þeir væru einskis virði, og líklega væri guð bara einn: Aten héti hann og tákn hans væri hin volduga sól. Þetta var væntanlega sama hugmynd og hjá Þorkatli mána sem lét bera sig í sólargeisla í banasótt sinni og fól sig á hendur þeim guði er sólina hafði skapað, líkt og Landnáma segir. Þessi eini sólarguð faraós var vel að merkja allt annað fyrirbæri en gamli sólarguðinn Ra sem allir þekkja úr krossgátum. Því miður voru Forn-Egiftar litlir sem engir sagnaritarar þótt þeir kynnu að reisa glæsilegar byggingar og einkum grafhýsi. Því er í rauninni fátt vitað um ástæður þess að Amenhótep IV hóf þessa trúarbragðabyltingu en Aten-trú hans má jafnvel kalla fyrstu eingyðistrú sem við höfum heimildir um. Á þeim tíma er til dæmis næsta öruggt að Gyðingar (að því marki sem sú þjóð var til orðin) trúðu enn á marga guði. Til marks um trúskiptin tók faraó sér nýtt nafn og kallaðist síðan Akhenaten.Aðkomukona? Og Nefertítí var sem sé drottning hans, sú æðsta af nokkrum eiginkonum. Ýmsar kenningar eru um hvaðan hún var upprunnin, líklega var hún af egifskum aðalsættum, en kannski af ættum Mítanna sem bjuggu í norðurhluta Sýrlands. Nafnið þýðir alla vega „Fegurðin kemur“ og það er greinilegt af þeim fátæklegu heimildum sem til eru að Nefertítí var alla tíð kunn fyrir fegurð. En þó ekki bara fyrir fegurðina. Það er til dæmis ljóst að hún tók fullan þátt í trúarbyltingu eiginmannsins. Það má jafnvel hugsa sér að hafi Nefertítí verið aðkomukona, eins og nafn hennar og sögur um mítanskan uppruna gætu bent til, þá hafi það verið hún sem stóð á bak við eingyðistrú Akhenatens. Kannski hugdettan um einn guð hafi fæðst einhvers staðar í Sýrlandsfjöllum og borist þaðan með Nefertítí þegar henni var sett fyrir að giftast faraó Egiftalands. En fyrir þessari kenningu eru þó engar heimildir frekar en flestu öðru sem að Nefertítí lýtur. Óbeint má hins vegar lesa út úr veggmyndum á ýmsum byggingum að hún hefur verið mikil áhrifakona við hirð Akhenatens. Hún stendur ýmist við hlið eiginmannsins eða rétt fyrir aftan hann á ýmsum lágmyndum þar sem þau eru við opinberar athafnir, einkum trúarlegar til dýrðar Aten, en hún sést líka iðulega ein á ferð og þá oft við athafnir sem yfirleitt kröfðust nærveru kóngsins. Til eru lágmyndir þar sem hún refsar óvinum hörkulega og ein mynd virðist sýna hana umkringda stríðsföngum. Þó verður að teljast ólíklegt að hún hafi tekið þátt í bardögum eða styrjöldum, því sennilega væru þá til mun skýrari heimildir um það.Vel lukkuð bylting en skammlíf Ekki er vitað annað en trúarbylting þeirra Akhenatens og Nefertítí hafi gengið nokkuð vel. Að minnsta kosti eru ekki til sjáanleg dæmi um mótspyrnu gegn Atens-dýrkun þeirra hjóna meðan þau lifðu. Þau eignuðust sex dætur og til er falleg lágmynd þar sem hjónin og dæturnar eru viðstödd athöfn þar sem viðurkenning er veitt óþekktum manni fyrir dygga þjónustu við hinn eina guð Aten. Sýnir myndin, þó ekki sé annað, hve mikla áherslu hjónin lögðu á hina nýju trú. Öll fjölskyldan var greinilega virkjuð í því skyni. Akhenaten ríkti í sautján ár en hvað þá gerðist er ekki að fullu ljóst. Svo virðist sem kona nokkur hafi tekið við um skeið eftir að Akhenaten dó og sumir fræðimenn telja að það hafi einfaldlega verið Nefertítí undir nýju nafni. Hafi svo verið, þá ríkti hún alla vega ekki lengi sem faraó því tveimur árum eftir andlát Akhenatens tók nýr faraó við. Það var níu ára sonur Akhenatens, sem þá hét Tutankhaten. Móðir hans var ekki Nefertítí heldur önnur af konum Akhenatens, kannski systir faraós eða frænka. Þegar ungpilturinn hafði ríkt í fáein ár stýrðu ráðgjafar hans nýrri trúarbyltingu og var nú guðinum Aten steypt af sínum eingyðisstalli en gamla trúin leidd til virðingar á ný. Æðstur guða var þá nefndur Amun og faraó var látinn breyta nafni sínu í Tutankhamun af því tilefni.Stytta Nefertítíar Valdaseta hans varð stutt og ekki söguleg. Hann var nánast gleymdur þegar gröf hans fannst nærri ósnert árið 1922, en það er inn af henni sem menn vona að gröf Nefertítíar muni nú finnast. Ráðgjafar Tutankhamuns unnu að því öllum árum meðan á skammri stjórnartíð hans stóð, sem og í tíð arftaka hans, að bæla niður allar minningar um trúarbyltinguna sem faðir hans stóð fyrir, og með mjög góðum árangri – það var ekki fyrr en á 19. öld sem fræðimenn fóru að átta sig á hvílík stórtíðindi höfðu verið þarna á seyði í trúarlegum efnum. Þá hafði Akhenaten verið öllum gleymdur í 3.200 ár. Og kannski gleymist hann aftur. En stórkostleg stytta sem myndhöggvarinn Tútmósis gerði af drottningu faraós og fannst 1912 mun ugglaust valda því að Nefertítí gleymist aldrei.
Flækjusaga Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira