Glenn: Hann togaði í eyrað á mér Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. október 2015 16:17 Vísir Jonathan Glenn missti af gullskónum í dag en hann skoraði annað marka Breiðabliks í 2-0 sigri á Fjölni í Pepsi-deild karla í dag. Honum vantaði eitt mark upp á til að ná gullskónum af Valsmanninum Patrick Pedersen en var rekinn af velli um miðjan síðari hálfleik. „Ég er fyrst og fremst ánægður með sigurinn og hvernig við stóðum okkur í deildinni,“ sagði Glenn hógvær með silfurskóinn í hendi. „Þegar ég kom hingað var markmið okkar að komast í Evrópukeppni og berjast um titilinn. Það tókst og við vorum óheppnir að ná ekki titlinum líka.“ Hann segir að það hafi gengið virkilega vel að skipta um lið á miðju tímabili en hann kom frá ÍBV til Breiðabliks í júlíglugganum. „Það gekk virkilega vel fyrir sig. Breiðablik tók mjög vel á móti mér og er með frábæran hóp leikmanna og stuðningsmanna. Ég er mjög ánægður með hvernig það gekk allt saman.“ „Ég set alltaf pressu á mig að skora, enda er á inni á vellinum til að skora. Það er gott að vita að öll vinnan sem maður hefur lagt á sig er að borga sig,“ sagði hann. Glenn fékk að líta rauða spjaldið í dag fyrir að slá til Jonatan Neftali, varnarmann Fjölnis. Neftali hafði brotið á Glenn og beygði sig yfir hann áður en Glenn sveiflaði höndinni að honum. „Ég fór niður og hann kom að mér og togaði ítrekað í eyrað á mér. Ég sveiflaði höndinni til að koma honum í burtu frá mér en það var það eina sem dómarinn sá. Ég hefði ekki átt að bregðast svona við en þetta var afar pirrandi.“ Óvíst er hvort að Glenn verði áfram í Breiðabliki og á Íslandi. „Hver veit hvað framtíðin beri í skauti sér. Ég er opinn fyrir öllu - líka að spila á Íslandi.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Breiðablik 0-2 | Enn héldu Blikar hreinu Fjölnir jafnaði sinn besta árangur í efstu deild og Breiðablik bætti stigametið sitt. 3. október 2015 16:45 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Jonathan Glenn missti af gullskónum í dag en hann skoraði annað marka Breiðabliks í 2-0 sigri á Fjölni í Pepsi-deild karla í dag. Honum vantaði eitt mark upp á til að ná gullskónum af Valsmanninum Patrick Pedersen en var rekinn af velli um miðjan síðari hálfleik. „Ég er fyrst og fremst ánægður með sigurinn og hvernig við stóðum okkur í deildinni,“ sagði Glenn hógvær með silfurskóinn í hendi. „Þegar ég kom hingað var markmið okkar að komast í Evrópukeppni og berjast um titilinn. Það tókst og við vorum óheppnir að ná ekki titlinum líka.“ Hann segir að það hafi gengið virkilega vel að skipta um lið á miðju tímabili en hann kom frá ÍBV til Breiðabliks í júlíglugganum. „Það gekk virkilega vel fyrir sig. Breiðablik tók mjög vel á móti mér og er með frábæran hóp leikmanna og stuðningsmanna. Ég er mjög ánægður með hvernig það gekk allt saman.“ „Ég set alltaf pressu á mig að skora, enda er á inni á vellinum til að skora. Það er gott að vita að öll vinnan sem maður hefur lagt á sig er að borga sig,“ sagði hann. Glenn fékk að líta rauða spjaldið í dag fyrir að slá til Jonatan Neftali, varnarmann Fjölnis. Neftali hafði brotið á Glenn og beygði sig yfir hann áður en Glenn sveiflaði höndinni að honum. „Ég fór niður og hann kom að mér og togaði ítrekað í eyrað á mér. Ég sveiflaði höndinni til að koma honum í burtu frá mér en það var það eina sem dómarinn sá. Ég hefði ekki átt að bregðast svona við en þetta var afar pirrandi.“ Óvíst er hvort að Glenn verði áfram í Breiðabliki og á Íslandi. „Hver veit hvað framtíðin beri í skauti sér. Ég er opinn fyrir öllu - líka að spila á Íslandi.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Breiðablik 0-2 | Enn héldu Blikar hreinu Fjölnir jafnaði sinn besta árangur í efstu deild og Breiðablik bætti stigametið sitt. 3. október 2015 16:45 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Breiðablik 0-2 | Enn héldu Blikar hreinu Fjölnir jafnaði sinn besta árangur í efstu deild og Breiðablik bætti stigametið sitt. 3. október 2015 16:45