Tíu létust í skotárás háskóla í Oregon í Bandaríkjunum í fyrradag. Um er að ræða 45. skipti sem hleypt er af byssu á skólalóð í Bandaríkjunum þá 275 daga sem liðnir eru af árinu.
Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur tvisvar undanfarna tæpa tvo sólarhringa stigið fram og minnt á mikilvægi þess að Bandaríkin sameinist um lög og reglur er varði skotvopn þar í landi.
,Ræðu Obama eftir árásina í Oregon má sjá hér að neðan.
„Þetta mun ekki breytast fyrr en pólitíkin breysti og hegðun þjóðkjörinna embættismanna,“ sagði Obama.
Hann segist ætla að halda áfram að minna á mikilvægið og telur mótstöðuna í þinginu ekki lýsandi fyrir skoðun meirihluta fólks í landinu. Reynt hafi verið að koma á reglum síðan í skotárásinni í Sandy Hook í desember 2012 en án árangurs.
Þá hvatti Obama fjölmiðla til að bera saman fjölda Bandaríkjamanna sem hafa látið lífið í hryðjuverkaárásum undanfarin ár og fjölda þeirra sem fallið hafa í skotárás. Vox tók Obama á orðinu og má sjá samanburðinn hér að neðan.
35 myrtir í Ástralíu 1996
Margir kannast við John Oliver sem stýrir sjónvarpsþættinum Last Week Tonight á NBC. Áður vann hann innslög í skemmtiþáttinn Comedy Central. Eitt af eftirminnilegri innslögum hans er frá árinu 2012 þegar hann kynnti sér hvernig Ástralir breyttu skotvopnalöggjöfinni árið 1996.
28 ára gamall karlmaður myrti þá 35 og særði 28 dagana 28. og 29. apríl. Á tólf vikum tóku Ástralir sig til, þrátt fyrir mikla andstöðu sumra þjóðfélagshópa, og hertu skotvopnalöggjöfina til muna.
John Oliver hefur einstakt lag á að matreiða grafalvarleg málefni á léttan og fræðandi hátt. Innslagið hans frá 2012 hefur enn á ný farið í dreifingu eftir skotárásina í Oregon og má sjá í heild hér að neðan.