Frelsi til að traðka á öðrum Magnús Guðmundsson skrifar 2. október 2015 10:00 Linda Vilhjálmsdóttir ljóðskáld. Vísir/Anton Brink Linda Vilhjálmsdóttir sendi nýverið frá sér ljóðabókina Frelsi, en það er hennar sjötta ljóðabók. Linda á einnig að baki sjálfsævisögulegu skáldsöguna Lygasaga en auk þess liggja eftir hana leikrit og ljóðverk. Fyrsta bók Lindu, Bláþráður, kom út árið 1990 en síðasta bók hennar var Frostfiðrildi sem kom út árið 2005 en Linda segir að fyrsti kafli bókarinnar, sem nú sé inngangur, hafi orðið til sumarið 2008. „Ég las hann upp á ljóðahátíð Nýhils það ár og strax þá vissi ég að þetta yrði eitthvað meira og að mig langaði til þess að taka þetta lengra. Þetta var rétt fyrir hrun, og ég hafði verið að velta mikið fyrir mér þessu orði frelsi og hvernig hugtakið var orðið afbakað í allri græðginni. Þetta snerist orðið um frelsi til að traðka á öðrum. Mér finnst áhugavert að skoða hvernig við notum tungumálið í þessu samhengi. Hvernig við erum alltaf að búa til nýjar merkingar sem henta okkur. Það var látið alveg óáreitt hvernig farið var með orðið frelsi í góðærinu og svo gekk líka allt út á lausnir. Þessi yrkisefni sem síðan urðu til eftir hrun stóðu meira í mér þar sem ég lenti í alvarlegu þunglyndi á þeim tíma. Það voru yrkisefni og hugsanir sem höfðu mikið verið að leita á mig í góðærinu um hvernig við værum orðin. Ég var sjálf mikið til búin að draga mig út úr öllu og hugsa að ef fólk vill hafa hlutina svona þá er það bara þannig. Mér fannst þessi þróun samfélagsins vera þrúgandi. Ég er komin yfir miðjan aldur og leit þannig á fyrir hrun að það væri ekki mitt mál ef unga fólkið vildi hafa samfélagið svona. En þegar þau fóru að mótmæla og sporna við fótum þá stóð ekki á mér.“ Trúarbrögð eru sterkur þráður í Frelsi Lindu og hún segir að það verði nú ekki komist hjá því þegar til Palestínu er komið þar sem trúin er allt um lykjandi. Linda lítur svo á að það sé mikill skyldleiki á milli þeirrar baráttu um landið og eignarréttinn sem gengur á í Ísrael og efnishyggjunnar. „Það er algjörlega náskylt. Trúarbrögðunum er svo beitt í þeim átökum. Þetta er í grunninn sama efnishyggja og er svo fyrirferðarmikil í íslensku samfélagi. Það kom ákveðið bakslag í hana við efnahagshrunið en hún reis hratt upp aftur og eiginlega á tvöföldum hraða. Þannig að ég vissi alltaf þegar ég var búin með góðæriskaflann í Frelsi að það kæmi annar. Það var óhjákvæmilegt,“ segir Linda og hlær við tilhugsunina. „En svo var eðlilegt að þessi mál sem tekið er á í bókinni mundu fléttast því þau eru afleiðing af þessu. Afleiðing af hugsunarhætti. En það sem enginn virðist ætla að tala um er að þessi bók er alveg rosalega feminísk. Stór ádeila á feðraveldið og þær brautir sem það hefur leitt okkur út á.“ Linda hefur skrifað fyrir leikhús en í dag er hugur hennar meira í kvikmyndaforminu. „Ég hef verið að skrifa tveggja þátta sjónvarpsseríu ásamt Veru Sölvadóttur, frænku minni og kvikmyndaleikstjóra. Var lengi búin að sitja á hugmynd en kunni ekki á miðilinn en það gerir Vera. Það hefur verið frábært að vera í samstarfi við hana og ég býst fastlega við að gera eitthvað meira í sambandi við kvikmyndir og jafnvel leikhús líka. Það er stutt á milli ljóðsins og leikhússins. Í ljóðunum er maður að tálga og mín stóra epíska saga er í þessari litlu ljóðabók. Í leikhúsinu er maður ekki endilega að tálga en það er samt svona ákveðinn óþarfi sem maður sleppur við eins og lýsingar á persónum, umhverfi og veðri. Í þessu er fólgið ákveðið frelsi þó svo ég sé reyndar núna að fást við samfelldan texta. En við Vera erum núna komnar með okkar verk á framleiðslustig og vonandi fer þetta í framleiðslu á næsta ári.“ Bókmenntir Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Linda Vilhjálmsdóttir sendi nýverið frá sér ljóðabókina Frelsi, en það er hennar sjötta ljóðabók. Linda á einnig að baki sjálfsævisögulegu skáldsöguna Lygasaga en auk þess liggja eftir hana leikrit og ljóðverk. Fyrsta bók Lindu, Bláþráður, kom út árið 1990 en síðasta bók hennar var Frostfiðrildi sem kom út árið 2005 en Linda segir að fyrsti kafli bókarinnar, sem nú sé inngangur, hafi orðið til sumarið 2008. „Ég las hann upp á ljóðahátíð Nýhils það ár og strax þá vissi ég að þetta yrði eitthvað meira og að mig langaði til þess að taka þetta lengra. Þetta var rétt fyrir hrun, og ég hafði verið að velta mikið fyrir mér þessu orði frelsi og hvernig hugtakið var orðið afbakað í allri græðginni. Þetta snerist orðið um frelsi til að traðka á öðrum. Mér finnst áhugavert að skoða hvernig við notum tungumálið í þessu samhengi. Hvernig við erum alltaf að búa til nýjar merkingar sem henta okkur. Það var látið alveg óáreitt hvernig farið var með orðið frelsi í góðærinu og svo gekk líka allt út á lausnir. Þessi yrkisefni sem síðan urðu til eftir hrun stóðu meira í mér þar sem ég lenti í alvarlegu þunglyndi á þeim tíma. Það voru yrkisefni og hugsanir sem höfðu mikið verið að leita á mig í góðærinu um hvernig við værum orðin. Ég var sjálf mikið til búin að draga mig út úr öllu og hugsa að ef fólk vill hafa hlutina svona þá er það bara þannig. Mér fannst þessi þróun samfélagsins vera þrúgandi. Ég er komin yfir miðjan aldur og leit þannig á fyrir hrun að það væri ekki mitt mál ef unga fólkið vildi hafa samfélagið svona. En þegar þau fóru að mótmæla og sporna við fótum þá stóð ekki á mér.“ Trúarbrögð eru sterkur þráður í Frelsi Lindu og hún segir að það verði nú ekki komist hjá því þegar til Palestínu er komið þar sem trúin er allt um lykjandi. Linda lítur svo á að það sé mikill skyldleiki á milli þeirrar baráttu um landið og eignarréttinn sem gengur á í Ísrael og efnishyggjunnar. „Það er algjörlega náskylt. Trúarbrögðunum er svo beitt í þeim átökum. Þetta er í grunninn sama efnishyggja og er svo fyrirferðarmikil í íslensku samfélagi. Það kom ákveðið bakslag í hana við efnahagshrunið en hún reis hratt upp aftur og eiginlega á tvöföldum hraða. Þannig að ég vissi alltaf þegar ég var búin með góðæriskaflann í Frelsi að það kæmi annar. Það var óhjákvæmilegt,“ segir Linda og hlær við tilhugsunina. „En svo var eðlilegt að þessi mál sem tekið er á í bókinni mundu fléttast því þau eru afleiðing af þessu. Afleiðing af hugsunarhætti. En það sem enginn virðist ætla að tala um er að þessi bók er alveg rosalega feminísk. Stór ádeila á feðraveldið og þær brautir sem það hefur leitt okkur út á.“ Linda hefur skrifað fyrir leikhús en í dag er hugur hennar meira í kvikmyndaforminu. „Ég hef verið að skrifa tveggja þátta sjónvarpsseríu ásamt Veru Sölvadóttur, frænku minni og kvikmyndaleikstjóra. Var lengi búin að sitja á hugmynd en kunni ekki á miðilinn en það gerir Vera. Það hefur verið frábært að vera í samstarfi við hana og ég býst fastlega við að gera eitthvað meira í sambandi við kvikmyndir og jafnvel leikhús líka. Það er stutt á milli ljóðsins og leikhússins. Í ljóðunum er maður að tálga og mín stóra epíska saga er í þessari litlu ljóðabók. Í leikhúsinu er maður ekki endilega að tálga en það er samt svona ákveðinn óþarfi sem maður sleppur við eins og lýsingar á persónum, umhverfi og veðri. Í þessu er fólgið ákveðið frelsi þó svo ég sé reyndar núna að fást við samfelldan texta. En við Vera erum núna komnar með okkar verk á framleiðslustig og vonandi fer þetta í framleiðslu á næsta ári.“
Bókmenntir Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira