Keypti lyf á svörtum markaði til að berjast gegn sveppaveikindum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. október 2015 06:00 Guðmundur Ómarsson Guðmundur Ómarsson keypti sér HGH, vaxtarhormón, á götunni til að vinna bug á veikindum og verkjum sem hann fékk vegna myglusveppaeitrunar. Mánaðarskammtur kostaði 150 þúsund krónur en hann gat ekki fengið lyfið uppáskrifað hjá lækni. „Hormónakerfið var ónýtt vegna myglu. Testósterónskorturinn var gífurlegur, mér var alltaf kalt og alltaf slappur. Ég fékk testósterón í sprautuformi en líkaminn var svo veikur að hann tók ekki við sér. Læknar gátu ekki útskýrt þennan skort eða önnur einkenni hjá mér, ég fékk það viðmót að ég væri geðveikur.“ Guðmundur fór í blóðprufur reglulega og engin breyting varð þar til hann byrjaði að taka HGH. „Ég tók lyfið í mánuð og allt varð innan eðlilegra marka næstu mánuði á eftir. Innkirtlasérfræðingur sá muninn svart á hvítu í blóðprufu fáeinum vikum eftir inntökuna. Ég get samt ekki fengið lyfseðil enda er það víst ógjörningur að fá þetta lyf. Nú er ég farinn að veikjast aftur og vil kaupa mér annan skammt. Þetta er dýrt en gerði kraftaverk fyrir mig og er hverrar krónu virði.“ Mikil frumuendurnýjun verður við inntöku á HGH sem getur aukið vöxt krabbameins til dæmis. „Það er fórnarkostnaður en ég var á þeim stað að ég hafði engu að tapa. Ég gat ekki unnið og fékk ekki skilning frá neinum í kringum mig. Hvorki læknum né aðstandendum. Ég held ég fái aldrei fulla heilsu en til að geta lifað nokkuð eðlilegu lífi þarf ég að fara þessa leið, enda ekki til neinar rannsóknir eða lyf handa sveppasjúku fólki. Og í raun lítill áhugi á því.“Hvað er HGH? Human growth hormone er vaxtarhormón manna og myndast í heiladingli okkar alla ævi. Hormónið örvar flutning amínósýra inn í frumur og myndun prótína úr þeim þar. Þannig veldur hormónið því að frumur vaxa og fjölga sér. Hormónið örvar einnig vöxt beina og vöðva. Notkun er vel þekkt meðal íþróttamanna, en hefur verið bönnuð síðustu tuttugu ár, og heiladingulsdverga. Einnig hefur verið haldið fram að vaxtarhormón megi nota sem yngingarlyf, það dragi úr líkamsfitu, bæti svefn, kynlíf, minni og sjón. Engar rannsóknir styðja þær staðhæfingar svo óyggjandi sé. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Guðmundur Ómarsson keypti sér HGH, vaxtarhormón, á götunni til að vinna bug á veikindum og verkjum sem hann fékk vegna myglusveppaeitrunar. Mánaðarskammtur kostaði 150 þúsund krónur en hann gat ekki fengið lyfið uppáskrifað hjá lækni. „Hormónakerfið var ónýtt vegna myglu. Testósterónskorturinn var gífurlegur, mér var alltaf kalt og alltaf slappur. Ég fékk testósterón í sprautuformi en líkaminn var svo veikur að hann tók ekki við sér. Læknar gátu ekki útskýrt þennan skort eða önnur einkenni hjá mér, ég fékk það viðmót að ég væri geðveikur.“ Guðmundur fór í blóðprufur reglulega og engin breyting varð þar til hann byrjaði að taka HGH. „Ég tók lyfið í mánuð og allt varð innan eðlilegra marka næstu mánuði á eftir. Innkirtlasérfræðingur sá muninn svart á hvítu í blóðprufu fáeinum vikum eftir inntökuna. Ég get samt ekki fengið lyfseðil enda er það víst ógjörningur að fá þetta lyf. Nú er ég farinn að veikjast aftur og vil kaupa mér annan skammt. Þetta er dýrt en gerði kraftaverk fyrir mig og er hverrar krónu virði.“ Mikil frumuendurnýjun verður við inntöku á HGH sem getur aukið vöxt krabbameins til dæmis. „Það er fórnarkostnaður en ég var á þeim stað að ég hafði engu að tapa. Ég gat ekki unnið og fékk ekki skilning frá neinum í kringum mig. Hvorki læknum né aðstandendum. Ég held ég fái aldrei fulla heilsu en til að geta lifað nokkuð eðlilegu lífi þarf ég að fara þessa leið, enda ekki til neinar rannsóknir eða lyf handa sveppasjúku fólki. Og í raun lítill áhugi á því.“Hvað er HGH? Human growth hormone er vaxtarhormón manna og myndast í heiladingli okkar alla ævi. Hormónið örvar flutning amínósýra inn í frumur og myndun prótína úr þeim þar. Þannig veldur hormónið því að frumur vaxa og fjölga sér. Hormónið örvar einnig vöxt beina og vöðva. Notkun er vel þekkt meðal íþróttamanna, en hefur verið bönnuð síðustu tuttugu ár, og heiladingulsdverga. Einnig hefur verið haldið fram að vaxtarhormón megi nota sem yngingarlyf, það dragi úr líkamsfitu, bæti svefn, kynlíf, minni og sjón. Engar rannsóknir styðja þær staðhæfingar svo óyggjandi sé.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira