„Skrýtni gaurinn með tunglið á heilanum“ á forsíðu erlends ferðatímarits Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2015 16:17 Örlygur Hnefill í fullum skrúða. Samsett/Arnar Ómarsson/Air Berlin „Manni fannst maður svolítið vera kominn í annan heim,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson, hótelstjóri og bæjarfulltrúi á Húsavík en hann birtist á forsíðu nýjasta tímarits flugfélagsins Air Berlin fullklæddur í geimfarabúning hoppandi um Námaskarð. Örlygur Hnefill er mikill áhugamaður um geimferðir og starfrækir Könnunarsögusafnið á Húsavík sem er tileinkað sögu land- og geimkönnunar. Aðalrými safnsins er helgað geimferðum en Örlygur Hnefill segir að Air Berlin hafi aðallega verið að fjalla um ferð sem hann mun standa fyrir næsta sumar. „Ég hef verið skrýtni gaurinn með tunglið á heilanum í mörg ár. Það hefur opnað alveg ótrúlega margar dyr fyrir mig,“ segir Örlygur en hann hefur fengið vísindamenn frá NASA og geimfara í heimsókn til sín. Síðastliðið sumar kom til að mynda Jim Reeves, yfirmaður Marsbílarannsókna NASA og brölluðu hann og Örlygur ýmislegt saman. Á næsta ári mun vísindamaður frá NASA koma til landsins og kenna ferðamönnum um jarðsögu pláneta sólkerfisins. „Við gerðum það að gamni okkar að taka jarðsýnisprufu í Námaskarði og hann ætlar að bera það saman við jarðvegssýni af Mars sem Curiosity hefur safnað saman. Hann er á því að það ætti að senda þá geimfara sem fara til Mars til æfinga hingað á Íslandi.“Forsíðan í heild sinni.Air BerlinAllir vildu fá mynd af sér með geimfaranum Myndatakan fór fram í Námaskarði sem er fjölsóttur ferðamannastaður. Á myndinni má sjá að Örlygur lítur út fyrir að vera einn í sínum eigin heimi en í raun og veru hafi verið fjölmargir ferðamenn á staðnum, það hafi þó ekki verið mikið mál að fá þá til þess að færa sig. „Ferðamennirnir vildu allir standa við hliðina á ljósmyndaranum til þess að taka myndir af mér og svo vildu margir fá mynd af sér og mér í geimfarabúningnum.“ Örlygur segir að það hafi verið mjög sérstök upplifun að ganga um Námaskarðið í geimfarabúning en eitt hafi þó haldið honum niðri á jörðini. „Manni fannst maður vera kominn í annan heim, ég get alveg viðurkennt það. Þyngdaraflið togaði reyndar alveg jafn mikið í mig og venjulega, meira ef eitthvað er þar sem búningurinn er frekar þungur.“En hvernig vitum við að þetta sért þú á myndinni?„Þetta er ég. Það er reyndar engin leið til þess að sannreyna það en þetta er ég.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Heimildarmynd um Apollo-æfingarnar í bígerð Síðasti tunglfarinn og aðrir sem voru hér við æfingar fyrir sléttri hálfri öld hafa verið teknir tali fyrir nýja heimildarmynd sem vonir standa til að frumsýna í vetur. 17. júlí 2015 11:35 Húsvíkingar leita að hressum geimfara Örlygur Hnefill Örlygsson opnar The Exploration Museum á Húsavík. Um er að ræða safn um sögu land- og geimkönnunar. Örlygur leitar að geimfara í sumarstarf. 21. maí 2014 09:30 Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira
„Manni fannst maður svolítið vera kominn í annan heim,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson, hótelstjóri og bæjarfulltrúi á Húsavík en hann birtist á forsíðu nýjasta tímarits flugfélagsins Air Berlin fullklæddur í geimfarabúning hoppandi um Námaskarð. Örlygur Hnefill er mikill áhugamaður um geimferðir og starfrækir Könnunarsögusafnið á Húsavík sem er tileinkað sögu land- og geimkönnunar. Aðalrými safnsins er helgað geimferðum en Örlygur Hnefill segir að Air Berlin hafi aðallega verið að fjalla um ferð sem hann mun standa fyrir næsta sumar. „Ég hef verið skrýtni gaurinn með tunglið á heilanum í mörg ár. Það hefur opnað alveg ótrúlega margar dyr fyrir mig,“ segir Örlygur en hann hefur fengið vísindamenn frá NASA og geimfara í heimsókn til sín. Síðastliðið sumar kom til að mynda Jim Reeves, yfirmaður Marsbílarannsókna NASA og brölluðu hann og Örlygur ýmislegt saman. Á næsta ári mun vísindamaður frá NASA koma til landsins og kenna ferðamönnum um jarðsögu pláneta sólkerfisins. „Við gerðum það að gamni okkar að taka jarðsýnisprufu í Námaskarði og hann ætlar að bera það saman við jarðvegssýni af Mars sem Curiosity hefur safnað saman. Hann er á því að það ætti að senda þá geimfara sem fara til Mars til æfinga hingað á Íslandi.“Forsíðan í heild sinni.Air BerlinAllir vildu fá mynd af sér með geimfaranum Myndatakan fór fram í Námaskarði sem er fjölsóttur ferðamannastaður. Á myndinni má sjá að Örlygur lítur út fyrir að vera einn í sínum eigin heimi en í raun og veru hafi verið fjölmargir ferðamenn á staðnum, það hafi þó ekki verið mikið mál að fá þá til þess að færa sig. „Ferðamennirnir vildu allir standa við hliðina á ljósmyndaranum til þess að taka myndir af mér og svo vildu margir fá mynd af sér og mér í geimfarabúningnum.“ Örlygur segir að það hafi verið mjög sérstök upplifun að ganga um Námaskarðið í geimfarabúning en eitt hafi þó haldið honum niðri á jörðini. „Manni fannst maður vera kominn í annan heim, ég get alveg viðurkennt það. Þyngdaraflið togaði reyndar alveg jafn mikið í mig og venjulega, meira ef eitthvað er þar sem búningurinn er frekar þungur.“En hvernig vitum við að þetta sért þú á myndinni?„Þetta er ég. Það er reyndar engin leið til þess að sannreyna það en þetta er ég.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Heimildarmynd um Apollo-æfingarnar í bígerð Síðasti tunglfarinn og aðrir sem voru hér við æfingar fyrir sléttri hálfri öld hafa verið teknir tali fyrir nýja heimildarmynd sem vonir standa til að frumsýna í vetur. 17. júlí 2015 11:35 Húsvíkingar leita að hressum geimfara Örlygur Hnefill Örlygsson opnar The Exploration Museum á Húsavík. Um er að ræða safn um sögu land- og geimkönnunar. Örlygur leitar að geimfara í sumarstarf. 21. maí 2014 09:30 Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira
Heimildarmynd um Apollo-æfingarnar í bígerð Síðasti tunglfarinn og aðrir sem voru hér við æfingar fyrir sléttri hálfri öld hafa verið teknir tali fyrir nýja heimildarmynd sem vonir standa til að frumsýna í vetur. 17. júlí 2015 11:35
Húsvíkingar leita að hressum geimfara Örlygur Hnefill Örlygsson opnar The Exploration Museum á Húsavík. Um er að ræða safn um sögu land- og geimkönnunar. Örlygur leitar að geimfara í sumarstarf. 21. maí 2014 09:30