Taylor Swift bölvunin í bandaríska hafnarboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2015 23:30 Vísir/EPA Þrjú bandarísk hafnarboltafélög í MLB-deildinni hafa verið í tómu tjóni eftir heimsókn frá einni vinsælustu tónlistakonu heimsins í dag og það þykir ekki boða gott að fá þessa stóru poppstjörnu í heimsókn til sín. Taylor Alison Swift hefur verið að fylgja eftir 1989-plötunni með tónleikaröð um öll Bandaríkin og þrír af tónleikunum hafa fram á heimavöllum bandarískra hafnarboltaliða. Sigurhlutfall þessa þriggja liða, Houston Astros, Washington Nationals og San Diego Padres, hefur hrunið eftir að Swift fyllti heimavöll þeirra. D'Arcy Maine á ESPN skrifaði um Taylor Swift bölvunina í bandaríska hafnarboltanum og naut þar hjálpar Mackenzie Kraemer og tölfræðinganna á ESPN. Í lok júlí færði Houston Astros tónleika Taylor Swift frá 13. október til 9. september ef svo skyldi fara að liðið kæmist í úrslitakeppnina. Þá leit þetta vel út en ekki lengur. Astros-liðið hefur aðeins unnið 7 af síðustu 18 leikjum sínum þar af tapaði liðið 7 af fyrstu 8 leikjum sínum eftir tónleikanna. Tveimur dögum eftir tónleika Swift á heimavelli Washington Nationals fór rafmagnið af Nationals Park leikvanginum og það varð að fresta leik liðsins. Nationals var efst í sínum riðli þegar Swift fyllti leikvanginn en hefur síðan varla unnið leik og á ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. San Diego Padres hafa ennfremur tapað 17 af 28 leikjum sínum síðan að Taylor Swift hélt tónleika á heimavelli þeirra Petco Park 29. ágúst síðastliðinn. Eitt lið enn getur farið að búa sig undir bölvunina því Taylor Swift heldur tónleika á heimavelli Toronto Blue Jays um helgina. Blue Jays liðið er búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en menn þar á bæ geta farið að búa sig undir að fara snemma í frí. Aðrar íþróttir Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Sjá meira
Þrjú bandarísk hafnarboltafélög í MLB-deildinni hafa verið í tómu tjóni eftir heimsókn frá einni vinsælustu tónlistakonu heimsins í dag og það þykir ekki boða gott að fá þessa stóru poppstjörnu í heimsókn til sín. Taylor Alison Swift hefur verið að fylgja eftir 1989-plötunni með tónleikaröð um öll Bandaríkin og þrír af tónleikunum hafa fram á heimavöllum bandarískra hafnarboltaliða. Sigurhlutfall þessa þriggja liða, Houston Astros, Washington Nationals og San Diego Padres, hefur hrunið eftir að Swift fyllti heimavöll þeirra. D'Arcy Maine á ESPN skrifaði um Taylor Swift bölvunina í bandaríska hafnarboltanum og naut þar hjálpar Mackenzie Kraemer og tölfræðinganna á ESPN. Í lok júlí færði Houston Astros tónleika Taylor Swift frá 13. október til 9. september ef svo skyldi fara að liðið kæmist í úrslitakeppnina. Þá leit þetta vel út en ekki lengur. Astros-liðið hefur aðeins unnið 7 af síðustu 18 leikjum sínum þar af tapaði liðið 7 af fyrstu 8 leikjum sínum eftir tónleikanna. Tveimur dögum eftir tónleika Swift á heimavelli Washington Nationals fór rafmagnið af Nationals Park leikvanginum og það varð að fresta leik liðsins. Nationals var efst í sínum riðli þegar Swift fyllti leikvanginn en hefur síðan varla unnið leik og á ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. San Diego Padres hafa ennfremur tapað 17 af 28 leikjum sínum síðan að Taylor Swift hélt tónleika á heimavelli þeirra Petco Park 29. ágúst síðastliðinn. Eitt lið enn getur farið að búa sig undir bölvunina því Taylor Swift heldur tónleika á heimavelli Toronto Blue Jays um helgina. Blue Jays liðið er búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en menn þar á bæ geta farið að búa sig undir að fara snemma í frí.
Aðrar íþróttir Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Sjá meira