Kröfuhafar samþykkja að greiða ríkinu 330 milljarða 1. október 2015 00:00 Málin voru rædd í fundarhléi á kröfuhafafundi Kaupþings í gær. fréttablaðið/pjetur Kröfuhafar Kaupþings og Glitnis hafa samþykkt að greiða stöðugleikaframlag til ríkissjóðs sem áætlað er að muni að lágmarki nema 330 milljörðum króna. Á kröfuhafafundi Kaupþings í gær var greiðsla stöðugleikaframlags samþykkt með 99,9 prósentum greiddra atkvæða. Slitastjórnin áætlar að greiðslan nemi um 120 milljörðum króna, sem samsvarar 14,2 prósentum af eignum Kaupþings. Hve há upphæðin verður að lokum mun þó m.a. velta á því hve mikið fæst fyrir sölu Arion banka sem slitabú Kaupþings á 87 prósenta hlut í. Kröfuhafar Glitnis hafa þegar samþykkt að greiða stöðugleikaframlag sem búist er við að nemi á milli 210 og 260 milljörðum króna. Lægri talan miðast við að takist að selja Íslandsbanka fyrir erlendan gjaldeyri en sú hærri að greitt verði fyrir bankann með íslenskum krónum. Samtals er því ráðgert að stöðugleikframlag Glitnis og Kaupþings muni nemi á milli 330 og 380 milljörðum króna. Greiðsla stöðugleikaframlags veltur þó á því að undanþága frá gjaldeyrishöftum fáist og nauðasamningar verði samþykktir fyrir héraðsdómi fyrir áramót. Bæði Kaupþing og Glitnir hafa sótt um undanþágu frá gjaldeyrishöftum til Seðlabanka Íslands. Gangi það ekki eftir verður 39 prósenta stöðugleikaskattur lagður á slitabúin. Í tilfelli Glitnis eru 39 prósent af eignum 379 milljarðar króna en 327 milljarðar króna í tilfelli Kaupþings, samtals um 705 milljarðar króna. Slitabúin hafa þó tækifæri til að lækka greiðslu stöðugleikaskatts með ákveðnum fjárfestingum. Því munu slitabú Glitnis og Kaupþings að hámarki spara sér um 375 milljarða króna með greiðslu stöðugleikaframlags. Þá hafa kröfuhafar bæði Kaupþings og Glitnis samþykkt að leggja til hliðar jafnvirði um 10 milljarða króna í skaðleysissjóði vegna hugsanlegra lögsókna á hendur meðlimum slitastjórna vegna uppgjöra búanna. Á kröfuhafafundi Gamla Landsbankans (LBI), sem fer fram á morgun, verða greidd atkvæði um greiðslu stöðugleikaframlags. Þá verður einnig greitt atkvæði um að leggja til fé í skaðleysissjóð fyrir meðlimi slitastjórnarinnar til að standa straum af hugsanlegum lögsóknum á hendur henni. Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Kröfuhafar Kaupþings og Glitnis hafa samþykkt að greiða stöðugleikaframlag til ríkissjóðs sem áætlað er að muni að lágmarki nema 330 milljörðum króna. Á kröfuhafafundi Kaupþings í gær var greiðsla stöðugleikaframlags samþykkt með 99,9 prósentum greiddra atkvæða. Slitastjórnin áætlar að greiðslan nemi um 120 milljörðum króna, sem samsvarar 14,2 prósentum af eignum Kaupþings. Hve há upphæðin verður að lokum mun þó m.a. velta á því hve mikið fæst fyrir sölu Arion banka sem slitabú Kaupþings á 87 prósenta hlut í. Kröfuhafar Glitnis hafa þegar samþykkt að greiða stöðugleikaframlag sem búist er við að nemi á milli 210 og 260 milljörðum króna. Lægri talan miðast við að takist að selja Íslandsbanka fyrir erlendan gjaldeyri en sú hærri að greitt verði fyrir bankann með íslenskum krónum. Samtals er því ráðgert að stöðugleikframlag Glitnis og Kaupþings muni nemi á milli 330 og 380 milljörðum króna. Greiðsla stöðugleikaframlags veltur þó á því að undanþága frá gjaldeyrishöftum fáist og nauðasamningar verði samþykktir fyrir héraðsdómi fyrir áramót. Bæði Kaupþing og Glitnir hafa sótt um undanþágu frá gjaldeyrishöftum til Seðlabanka Íslands. Gangi það ekki eftir verður 39 prósenta stöðugleikaskattur lagður á slitabúin. Í tilfelli Glitnis eru 39 prósent af eignum 379 milljarðar króna en 327 milljarðar króna í tilfelli Kaupþings, samtals um 705 milljarðar króna. Slitabúin hafa þó tækifæri til að lækka greiðslu stöðugleikaskatts með ákveðnum fjárfestingum. Því munu slitabú Glitnis og Kaupþings að hámarki spara sér um 375 milljarða króna með greiðslu stöðugleikaframlags. Þá hafa kröfuhafar bæði Kaupþings og Glitnis samþykkt að leggja til hliðar jafnvirði um 10 milljarða króna í skaðleysissjóði vegna hugsanlegra lögsókna á hendur meðlimum slitastjórna vegna uppgjöra búanna. Á kröfuhafafundi Gamla Landsbankans (LBI), sem fer fram á morgun, verða greidd atkvæði um greiðslu stöðugleikaframlags. Þá verður einnig greitt atkvæði um að leggja til fé í skaðleysissjóð fyrir meðlimi slitastjórnarinnar til að standa straum af hugsanlegum lögsóknum á hendur henni.
Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira