Lífið

Páll Óskar: „Sjaldan verið jafn stoltur af þátttöku minni í sjónvarpsþætti"

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Nína Dögg og Páll Óskar í þætti kvöldsins
Nína Dögg og Páll Óskar í þætti kvöldsins Skjáskot
„Þú ræður því ekki hvernig hjartað í þér slær. Það bara slær.“ Þetta voru skilaboð Páls Óskars sem var gestur Stundarinnar okkar í kvöld.

Þar ræddi hann við Nínu Dögg Filippusdóttur um fjölbreytileika ástarinnar og útskýrði fyrir henni af hverju hann ætti nú ekki kærustu. Hann væri samkynhneigður og yrði því ekki skotinn í stelpum.

„Maður fæðist svona. Sumir strákar eru skotnir í öðrum strákum, sumir strákar eru skotnir í öðrum stelpum. Sumar stelpur eru skotnar í öðrum strákum, sumar stelpur eru skotnar í öðrum stelpum,“ útskýrði hann fyrir Nínu.

„Þú ræður því ekki hvernig hjartað í þér slær. Það bara slær,“ bætti hann við og sagði mikilvægt að við byggðum heim þar sem það skipti engu máli hverjum maður væri skotinn í.

 Á Facebook-síðu sinni  deilir Páll Óskar innslagi sínum í þættinum og skrifar við að hann hafi sjaldan verið jafn stoltur af þátttöku sinni í sjónvarpsþætti. „
Hjartað hamaðist ì brjòstinu,“ segir hann. Það er þó ekki að sjá á honum en myndbandið má sjá hér að neðan.

Gestur kvöldsins í Stundinni okkar var Páll Óskar. Þátturinn er skemmtilegur og fræðandi. Er ótrúlega stoltur af þessari vinnu og allra þeirra sem tóku þátt. Það er mikilvægt að kenna ungum krökkum virðingu fyrir þeim sem kannski eru ekki alveg nákvæmlega eins og maður sjálfur:)

Posted by Bragi Þór Hinriksson on Sunday, 18 October 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×