Tilbúin til að bjóða Albönunum vinnu á Gló Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. október 2015 14:33 Solla til vinstri og Hasan, Alketa og börnin til hægri. mynd/solla og vísir/gva „Ég veit að þetta er harðduglegt fólk og ég er tilbúin að gera ýmislegt til að aðstoða þau,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, yfirleitt kölluð Solla og kennd við Gló. Hún er tilbúin að bjóða albönsku hælisleitendunum, sem fjallað hefur verið um síðustu daga, vinnu á veitingastað sínum. Fjölskyldunni var tilkynnt fyrir skemmstu að hún fengi ekki hæli á Íslandi og yrði að öllum líkindum flutt úr landi til Albaníu á nýjan leik. Aðeins örfáum dögum áður höfðu börn þeirra hafið nám í íslenskum grunnskóla. „Þetta byrjaði eiginlega þannig að ég var að hjálpa mágkonu minni að taka til í geymslu hjá sér. Ég benti henni á að hún gæti sent dótið í Góða hirðinn,“ segir Solla. Mágkona hennar er ítölsk og hefur starfað sem ljósmyndari og hefur oft tekið myndir af fólki sem hefur farið halloka í samfélaginu. „Hún vildi endilega gefa það til flóttafólks hér á landi.“ Þær ræddu við prest innflytjenda, Toshiki Toma, sem vísaði þeim á fjölskyldu sem vantaði ýmsa hluti en það var einmitt þessi albanska fjölskylda. „Þegar ég ræddi við þau kom það upp að þau hefðu bæði starfað á veitingahúsi þannig ég sagði við þau að ég myndi aðstoða þau eftir fremsta megni.“Íslendingar geti gert miklu meira Í lok september var fjallað um mál fjölskyldunnar þar sem börn þeirra fengu ekki skólavist hér á landi. Málið vakti mikla athygli og fáum dögum síðar hófu þau nám við Laugalækjarskóla. „Fósturdóttir mín er einnig í þessum skóla og önnur dóttir Hasan og Alketu er með henni í árgangi. Um daginn var skemmtun í skólanum og þá kom hún í heimsókn til okkar og ég var svo hissa hvað þetta var lítið land. Þetta hlaut að vera teikn,“ segir Solla og hlær. „Þetta er alveg harðduglegt og fallegt fólk sem á ekki afturkvæmt til Albaníu. Þó það sé ekki stríð þar þá geta verið ýmsir aðrir hlutir sem gera það að verkum að þú verðir að yfirgefa heimili þitt,“ segir Solla. „Ég er tilbúinn að aðstoða þau með ýmislegt og ég hef klárlega vinnu fyrir þau hjá mér.“ Að mati Sollu geta Íslendingar gert talsvert meira í málefnum flóttamanna en þeir hafa gert. „Við getum einfaldlega ekki setið heima í stofu og fylgst með þessum hryllingi í beinni útsendingu og aðhafst ekkert. Við sjáum alveg hvernig er farið með fólk út í heimi.“ „Ég trúi ekki öðru en við viljum öll leggja okkar skerf til. Það er ekki hægt að bjarga öllum heiminum en margt smátt gerir eitt stórt,“ segir Solla. Á vefsíðunni change.org er farin af stað undirskrifasöfnun þar sem ákvörðun Útlendingastofnunar er mótmælt og skorað er á stjórnvöld að endurskoða afstöðu sína. Flóttamenn Tengdar fréttir Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00 Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar Mikill fjöldi fólks hefur tjáð sig á Facebook og sveiflast milli þess að vera sorgmætt vegna brottvikningar albönsku fjölskyldunnar og svo reitt Útlendingastofnun. 17. október 2015 13:22 Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. 5. október 2015 20:14 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Sjá meira
„Ég veit að þetta er harðduglegt fólk og ég er tilbúin að gera ýmislegt til að aðstoða þau,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, yfirleitt kölluð Solla og kennd við Gló. Hún er tilbúin að bjóða albönsku hælisleitendunum, sem fjallað hefur verið um síðustu daga, vinnu á veitingastað sínum. Fjölskyldunni var tilkynnt fyrir skemmstu að hún fengi ekki hæli á Íslandi og yrði að öllum líkindum flutt úr landi til Albaníu á nýjan leik. Aðeins örfáum dögum áður höfðu börn þeirra hafið nám í íslenskum grunnskóla. „Þetta byrjaði eiginlega þannig að ég var að hjálpa mágkonu minni að taka til í geymslu hjá sér. Ég benti henni á að hún gæti sent dótið í Góða hirðinn,“ segir Solla. Mágkona hennar er ítölsk og hefur starfað sem ljósmyndari og hefur oft tekið myndir af fólki sem hefur farið halloka í samfélaginu. „Hún vildi endilega gefa það til flóttafólks hér á landi.“ Þær ræddu við prest innflytjenda, Toshiki Toma, sem vísaði þeim á fjölskyldu sem vantaði ýmsa hluti en það var einmitt þessi albanska fjölskylda. „Þegar ég ræddi við þau kom það upp að þau hefðu bæði starfað á veitingahúsi þannig ég sagði við þau að ég myndi aðstoða þau eftir fremsta megni.“Íslendingar geti gert miklu meira Í lok september var fjallað um mál fjölskyldunnar þar sem börn þeirra fengu ekki skólavist hér á landi. Málið vakti mikla athygli og fáum dögum síðar hófu þau nám við Laugalækjarskóla. „Fósturdóttir mín er einnig í þessum skóla og önnur dóttir Hasan og Alketu er með henni í árgangi. Um daginn var skemmtun í skólanum og þá kom hún í heimsókn til okkar og ég var svo hissa hvað þetta var lítið land. Þetta hlaut að vera teikn,“ segir Solla og hlær. „Þetta er alveg harðduglegt og fallegt fólk sem á ekki afturkvæmt til Albaníu. Þó það sé ekki stríð þar þá geta verið ýmsir aðrir hlutir sem gera það að verkum að þú verðir að yfirgefa heimili þitt,“ segir Solla. „Ég er tilbúinn að aðstoða þau með ýmislegt og ég hef klárlega vinnu fyrir þau hjá mér.“ Að mati Sollu geta Íslendingar gert talsvert meira í málefnum flóttamanna en þeir hafa gert. „Við getum einfaldlega ekki setið heima í stofu og fylgst með þessum hryllingi í beinni útsendingu og aðhafst ekkert. Við sjáum alveg hvernig er farið með fólk út í heimi.“ „Ég trúi ekki öðru en við viljum öll leggja okkar skerf til. Það er ekki hægt að bjarga öllum heiminum en margt smátt gerir eitt stórt,“ segir Solla. Á vefsíðunni change.org er farin af stað undirskrifasöfnun þar sem ákvörðun Útlendingastofnunar er mótmælt og skorað er á stjórnvöld að endurskoða afstöðu sína.
Flóttamenn Tengdar fréttir Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00 Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar Mikill fjöldi fólks hefur tjáð sig á Facebook og sveiflast milli þess að vera sorgmætt vegna brottvikningar albönsku fjölskyldunnar og svo reitt Útlendingastofnun. 17. október 2015 13:22 Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. 5. október 2015 20:14 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Sjá meira
Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00
Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar Mikill fjöldi fólks hefur tjáð sig á Facebook og sveiflast milli þess að vera sorgmætt vegna brottvikningar albönsku fjölskyldunnar og svo reitt Útlendingastofnun. 17. október 2015 13:22
Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. 5. október 2015 20:14