Erlent

Náði myndbandi af hreyfilshlífinni hrynja af

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Þetta getur tæplega hafa verið þægileg sjón.
Þetta getur tæplega hafa verið þægileg sjón.
Flugvél Sky Airlines með 137 farþega á leið frá Santiago í Chile til Copiano þurfti að snúa við eftir að hlífar utan um annan hreyfil hennar féllu af í flugtaki. Farþegi sem sat við vænginn var með símann uppi og tók myndband af herlegheitunum en þau má sjá hér að neðan.

Flugmaðurinn sagði í samtali við Daily Mail að hlífin hefði dottið af líklegast sökum þess að hún var ekki nægilega vel fest í upphafi. „Hlífin er í raun ekki nauðsynleg og í raun sambærileg húddinu á bílnum. Við vorum í engum vandræðum með vélina en það var hætta á að meira myndi falla af og skadda skrokkinn eða vænginn,“ segir Patrick Smith en hann stýrði vélinni.

Atvikið átti sér stað á fimmtudag en sama dag lenti írönsk vél í klandri eftir að hreyfill hennar féll af. Þurfti að fljúga henni á öðrum hreyflinum og nauðlenda í höfuðborginni Tehran. Mynd af þeim hreyfli er hægt að sjá í fréttinni einnig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×