Spiluðu saman upp alla yngri flokkana en eru mótherjar í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2015 15:30 Ægir Þór Steinarsson og Tómas Heiðar Tómasson í leik með Fjölni fyrir nokkrum árum. Vísir/Vilhelm Stjarnan fær KR í heimsókn í kvöld í stórleik fyrstu umferðar Domino´s deildar karla í körfubolta en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og er hluti af Körfuboltaveislunni sem verður alltaf á föstudögum í vetur. Tveir leikmenn liðanna munu spila sinn fyrsta úrvalsdeildarleik með sínum liðum í kvöld en það eru þeir Ægir Þór Steinarsson hjá KR og Tómas Heiðar Tómasson hjá Fjölni. Ægir kom til KR frá sænska liðinu Sundsvall Dragons en Tómas Heiðar hefur spilað með Þór úr Þorlákshöfn síðustu tímabil. Þetta eru jafnaldrar, fæddir 1991, og báðir uppaldir í Fjölni. Þeir spiluðu því saman í bakvarðarsveit Fjölnisliðsins upp alla yngri flokkana og voru líka saman hjá meistaraflokksliði félagins.Tvisvar Norðurlandameistarar saman 1991-árgangurinn í Fjölni vann fjölmarga Íslandsmeistaratitla með þá Ægir og Tómas innanborðs og strákarnir urðu einnig tvisvar sinnum Norðurlandameistarar saman, árið 2007 með 16 ára og árið 2009 með 18 ára landsliðinu. Ægir Þór Steinarsson og Tómas Heiðar Tómasson voru ekki bara samherjar hjá Fjölni og yngri landsliðum Íslands því þeir spiluðu líka saman hjá Newberry-háskólanum í Bandaríkjunum tímabilið 2011-12. Tómas Heiðar Tómasson kom heim eftir eitt tímabil með Newberry-háskólanum en Ægir Þór var þar í tvö tímabil. Tómas spilaði eitt ár með Fjölni eftir að hann kom heim en var síðan tvö tímabil í Þorlákshöfn. Ægir Þór Steinarsson var búinn að spila undanfarin tvö tímabil með sænska liðinu Sundsvall Dragons.Síðasta saman á velli í úrvalsdeildinni í mars 2011 Þeir Ægir og Tómas hafa ekki verið saman á vellinum í leik í úrvalsdeild karla síðan í leik Fjölnis og ÍR 10. mars 2011. Tómas var með 15 stig og 7 stoðsendingar í leiknum en Ægir skoraði 12 stig, tók 9 fráköst, gaf 7 stoðsendingar og stal 5 boltum. Þeir Ægir og Tómas voru þá samherjar eins og margoft áður á ferlinum en verða mótherjar í fyrsta sinn í kvöld.Leikur Stjörnunnar og KR fer fram í Ásgarði í Garðabænum og hefst klukkan 19.15 Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Tómas Heiðar: Geri mitt besta að fylla í skarð Dags Kár Stjarnan fann frábæran mann til að leysa Dag Kár Jónsson af, en liðið samdi við Tómas Heiðar Tómasson í dag. 14. apríl 2015 17:00 Ægir Þór líklega á leið til KR Kominn vel á veg með að skrifa undir samning við Íslandsmeistarana. 16. september 2015 14:00 Ægir: Glufur í varnarleik turnanna eins og annarra Ægir Þór Steinarsson kom ákveðinn inn í leikinn á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín í gær en hann skoraði fjögur stig á þeim rúmu fimm mínútum sem hann spilaði. 10. september 2015 14:00 Verða einhverjir búningar brenndir í Grafarvoginum? Tveir af bestu leikstjórnendum landsins í körfuboltanum munu spila hlið við hlið í Dominos-deildinni í vetur. Pavel Ermolinskij verður áfram í KR og í gær gekk Ægir Þór Steinarsson til liðs við Íslandsmeistara síðustu tveggja ára. 22. september 2015 07:00 Ægir með 24 stig í sigri KR Tveir leikir fóru fram í Lengjubikarnum í körfubolta í kvöld. 24. september 2015 22:26 Ægir Þór verður með KR-ingum í vetur KR-ingar fengu góðan liðstyrk í dag þegar landsliðsmaðurinn og Eurobasket-farinn Ægir Þór Steinarsson gekk frá samningi við liðið. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu KR-inga. 21. september 2015 15:25 Tómas Heiðar sá eini í 50-50-90 klúbbnum Þórsarinn Tómas Heiðar Tómasson hefur hitt frábærlega í byrjun tímabilsins 11. desember 2014 08:30 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Stjarnan fær KR í heimsókn í kvöld í stórleik fyrstu umferðar Domino´s deildar karla í körfubolta en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og er hluti af Körfuboltaveislunni sem verður alltaf á föstudögum í vetur. Tveir leikmenn liðanna munu spila sinn fyrsta úrvalsdeildarleik með sínum liðum í kvöld en það eru þeir Ægir Þór Steinarsson hjá KR og Tómas Heiðar Tómasson hjá Fjölni. Ægir kom til KR frá sænska liðinu Sundsvall Dragons en Tómas Heiðar hefur spilað með Þór úr Þorlákshöfn síðustu tímabil. Þetta eru jafnaldrar, fæddir 1991, og báðir uppaldir í Fjölni. Þeir spiluðu því saman í bakvarðarsveit Fjölnisliðsins upp alla yngri flokkana og voru líka saman hjá meistaraflokksliði félagins.Tvisvar Norðurlandameistarar saman 1991-árgangurinn í Fjölni vann fjölmarga Íslandsmeistaratitla með þá Ægir og Tómas innanborðs og strákarnir urðu einnig tvisvar sinnum Norðurlandameistarar saman, árið 2007 með 16 ára og árið 2009 með 18 ára landsliðinu. Ægir Þór Steinarsson og Tómas Heiðar Tómasson voru ekki bara samherjar hjá Fjölni og yngri landsliðum Íslands því þeir spiluðu líka saman hjá Newberry-háskólanum í Bandaríkjunum tímabilið 2011-12. Tómas Heiðar Tómasson kom heim eftir eitt tímabil með Newberry-háskólanum en Ægir Þór var þar í tvö tímabil. Tómas spilaði eitt ár með Fjölni eftir að hann kom heim en var síðan tvö tímabil í Þorlákshöfn. Ægir Þór Steinarsson var búinn að spila undanfarin tvö tímabil með sænska liðinu Sundsvall Dragons.Síðasta saman á velli í úrvalsdeildinni í mars 2011 Þeir Ægir og Tómas hafa ekki verið saman á vellinum í leik í úrvalsdeild karla síðan í leik Fjölnis og ÍR 10. mars 2011. Tómas var með 15 stig og 7 stoðsendingar í leiknum en Ægir skoraði 12 stig, tók 9 fráköst, gaf 7 stoðsendingar og stal 5 boltum. Þeir Ægir og Tómas voru þá samherjar eins og margoft áður á ferlinum en verða mótherjar í fyrsta sinn í kvöld.Leikur Stjörnunnar og KR fer fram í Ásgarði í Garðabænum og hefst klukkan 19.15 Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Tómas Heiðar: Geri mitt besta að fylla í skarð Dags Kár Stjarnan fann frábæran mann til að leysa Dag Kár Jónsson af, en liðið samdi við Tómas Heiðar Tómasson í dag. 14. apríl 2015 17:00 Ægir Þór líklega á leið til KR Kominn vel á veg með að skrifa undir samning við Íslandsmeistarana. 16. september 2015 14:00 Ægir: Glufur í varnarleik turnanna eins og annarra Ægir Þór Steinarsson kom ákveðinn inn í leikinn á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín í gær en hann skoraði fjögur stig á þeim rúmu fimm mínútum sem hann spilaði. 10. september 2015 14:00 Verða einhverjir búningar brenndir í Grafarvoginum? Tveir af bestu leikstjórnendum landsins í körfuboltanum munu spila hlið við hlið í Dominos-deildinni í vetur. Pavel Ermolinskij verður áfram í KR og í gær gekk Ægir Þór Steinarsson til liðs við Íslandsmeistara síðustu tveggja ára. 22. september 2015 07:00 Ægir með 24 stig í sigri KR Tveir leikir fóru fram í Lengjubikarnum í körfubolta í kvöld. 24. september 2015 22:26 Ægir Þór verður með KR-ingum í vetur KR-ingar fengu góðan liðstyrk í dag þegar landsliðsmaðurinn og Eurobasket-farinn Ægir Þór Steinarsson gekk frá samningi við liðið. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu KR-inga. 21. september 2015 15:25 Tómas Heiðar sá eini í 50-50-90 klúbbnum Þórsarinn Tómas Heiðar Tómasson hefur hitt frábærlega í byrjun tímabilsins 11. desember 2014 08:30 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Tómas Heiðar: Geri mitt besta að fylla í skarð Dags Kár Stjarnan fann frábæran mann til að leysa Dag Kár Jónsson af, en liðið samdi við Tómas Heiðar Tómasson í dag. 14. apríl 2015 17:00
Ægir Þór líklega á leið til KR Kominn vel á veg með að skrifa undir samning við Íslandsmeistarana. 16. september 2015 14:00
Ægir: Glufur í varnarleik turnanna eins og annarra Ægir Þór Steinarsson kom ákveðinn inn í leikinn á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín í gær en hann skoraði fjögur stig á þeim rúmu fimm mínútum sem hann spilaði. 10. september 2015 14:00
Verða einhverjir búningar brenndir í Grafarvoginum? Tveir af bestu leikstjórnendum landsins í körfuboltanum munu spila hlið við hlið í Dominos-deildinni í vetur. Pavel Ermolinskij verður áfram í KR og í gær gekk Ægir Þór Steinarsson til liðs við Íslandsmeistara síðustu tveggja ára. 22. september 2015 07:00
Ægir með 24 stig í sigri KR Tveir leikir fóru fram í Lengjubikarnum í körfubolta í kvöld. 24. september 2015 22:26
Ægir Þór verður með KR-ingum í vetur KR-ingar fengu góðan liðstyrk í dag þegar landsliðsmaðurinn og Eurobasket-farinn Ægir Þór Steinarsson gekk frá samningi við liðið. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu KR-inga. 21. september 2015 15:25
Tómas Heiðar sá eini í 50-50-90 klúbbnum Þórsarinn Tómas Heiðar Tómasson hefur hitt frábærlega í byrjun tímabilsins 11. desember 2014 08:30