Lamar Odom sagður hafa eytt 9,3 milljónum króna á vændishúsinu Birgir Olgeirsson skrifar 16. október 2015 11:47 Lamar Odom við læknisskoðun áður en hann gekk til liðs við spænska liðið Laboral Kutxa í fyrra. Vísir/EPA Fyrrverandi NBA-leikmaðurinn Lamar Odom liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi í Las Vegas eftir að hafa fundist meðvitundarlaus á vændishúsi í vikunni. Hann er sagður hafa tekið engum framförum síðastliðna daga og er talið nánast útilokað að hann muni nokkru sinni ná fullri heilsu.Lamar Odom átti sín bestu ár í NBA-deildinni með Los Angeles Lakers. Hér er hann ásamt góðvini sínum Kobe Bryant.Vísir/EPAOdom er 35 ára gamall og kom víða við á NBA ferli sínum. Hann var valinn fjórði í nýliðavalinu árið 1999 af Los Angeles Clippers þar sem hann dvaldi í fjögur ár. Þaðan lá leiðin til Miami Heat áður en hann gekk til liðs við Los Angeles Lakers. Hann átti sín bestu ár með því liði þar sem hann vann til tveggja NBA-titla og var valinn sjötti maður ársins árið 2011. En síðan fór að halla undan fæti og var honum skipt til Dallas Mavericks og spilaði sitt síðasta tímabil í NBA fyrir Clippers árið 2013 en hann gekk til liðs við spænska liðið Laboral Kutxa í fyrra. Hann gerði síðan samning við New York Knicks en kom þó aldrei við sögu í leikjum liðsins. Knicks riftu samningnum eftir þrjá mánuði. Ekki er vitað hvað olli því að hann missti meðvitund á vændishúsinu á þriðjudag. Hann hafði dvalið þar í þrjá daga og var því haldið fram að hann hefði neytt kókaíns og náttúrlegs stinningarlyfs til að halda sér gangandi. Eigandi vændishússins, Dennis Hof, segir Odom hafa eytt 75 þúsund dollurum, eða sem nemur 9,3 milljónum íslenskrar króna, þessa þrjá daga sem hann dvaldi þar.Lamar Odom ásamt eiginkonu sinni Khloe Kardashian. Þau gengu í hjónaband árið 2009 en hafa sótt um skilnað sem þó er ekki genginn í gegn. Khloe tekur því ákvarðanir fyrir Odom á meðan hann liggur meðvitundarlaus á sjúkrahúsi.Vísir/EPA„Þessi upphæð tryggði honum að tvær konur sinntu öllum hans þörfum“ er haft eftir Hof á vefsíðu bandarísku fréttastofunnar CNN. Odom á tvö börn með fyrrverandi kærustu sinni Liza Morales og hafa börnin heimsótt hann á sjúkrahúsið ásamt föður fyrrverandi NBA-leikmannsins. Kardashian-fjölskyldan hefur setið yfir honum og þá hefur fyrrverandi liðsfélagi hans Kobe Bryant einnig heimsótt hann. Odom gekk að eiga Khloe Kardashian árið 2009 eftir mánaðarlangt samband. Þar með var hann orðinn hluti af Kardashian-fjölskyldunni og reglulegur gestur í raunveruleikaþáttunum um hana, Keeping Up with the Kardashians. Odom og Khloe fengu síðan sinn eigin þátt árið 2011 sem entist í tvær seríur. Þau sóttu um skilnað fyrr í ár sem hefur þó ekki enn þá gengið í gegn að sögn CNN sem segist hafa heimildir fyrir því að að Khloe taki því ákvarðanir fyrir Odom á meðan hann liggur meðvitundarlaus á sjúkrahúsinu. CNN ræddi við 89 ára gamla ömmu hans, Florence Odom, sem sagðist eyðilögð yfir því að hafa ekki tök á að hitta hann á sjúkrahúsi vegna veikinda sinna. „Ég þekki Lamar og veit að hann gerði ekki það sem hann er sagður hafa gert. Hann er fallegur. Ef þú myndir hitta hann myndir þú segja það sama. Ég hlusta ekki á slúður,“ sagði Florence sem telur þó líklegt að stjörnulífið hafi tekið sinn toll á Odom.Uppfært klukkan 12:40:Því var ranglega haldið fram að Lamar Odom ætti tvö börn með Khloe Kardashian í fyrri útgáfu fréttarinnar. Hefur það nú verið leiðrétt og fréttin uppfærð í samræmi við það. Beðist er afsökunar á þessum leiðu mistökum. Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Fleiri fréttir Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Sjá meira
Fyrrverandi NBA-leikmaðurinn Lamar Odom liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi í Las Vegas eftir að hafa fundist meðvitundarlaus á vændishúsi í vikunni. Hann er sagður hafa tekið engum framförum síðastliðna daga og er talið nánast útilokað að hann muni nokkru sinni ná fullri heilsu.Lamar Odom átti sín bestu ár í NBA-deildinni með Los Angeles Lakers. Hér er hann ásamt góðvini sínum Kobe Bryant.Vísir/EPAOdom er 35 ára gamall og kom víða við á NBA ferli sínum. Hann var valinn fjórði í nýliðavalinu árið 1999 af Los Angeles Clippers þar sem hann dvaldi í fjögur ár. Þaðan lá leiðin til Miami Heat áður en hann gekk til liðs við Los Angeles Lakers. Hann átti sín bestu ár með því liði þar sem hann vann til tveggja NBA-titla og var valinn sjötti maður ársins árið 2011. En síðan fór að halla undan fæti og var honum skipt til Dallas Mavericks og spilaði sitt síðasta tímabil í NBA fyrir Clippers árið 2013 en hann gekk til liðs við spænska liðið Laboral Kutxa í fyrra. Hann gerði síðan samning við New York Knicks en kom þó aldrei við sögu í leikjum liðsins. Knicks riftu samningnum eftir þrjá mánuði. Ekki er vitað hvað olli því að hann missti meðvitund á vændishúsinu á þriðjudag. Hann hafði dvalið þar í þrjá daga og var því haldið fram að hann hefði neytt kókaíns og náttúrlegs stinningarlyfs til að halda sér gangandi. Eigandi vændishússins, Dennis Hof, segir Odom hafa eytt 75 þúsund dollurum, eða sem nemur 9,3 milljónum íslenskrar króna, þessa þrjá daga sem hann dvaldi þar.Lamar Odom ásamt eiginkonu sinni Khloe Kardashian. Þau gengu í hjónaband árið 2009 en hafa sótt um skilnað sem þó er ekki genginn í gegn. Khloe tekur því ákvarðanir fyrir Odom á meðan hann liggur meðvitundarlaus á sjúkrahúsi.Vísir/EPA„Þessi upphæð tryggði honum að tvær konur sinntu öllum hans þörfum“ er haft eftir Hof á vefsíðu bandarísku fréttastofunnar CNN. Odom á tvö börn með fyrrverandi kærustu sinni Liza Morales og hafa börnin heimsótt hann á sjúkrahúsið ásamt föður fyrrverandi NBA-leikmannsins. Kardashian-fjölskyldan hefur setið yfir honum og þá hefur fyrrverandi liðsfélagi hans Kobe Bryant einnig heimsótt hann. Odom gekk að eiga Khloe Kardashian árið 2009 eftir mánaðarlangt samband. Þar með var hann orðinn hluti af Kardashian-fjölskyldunni og reglulegur gestur í raunveruleikaþáttunum um hana, Keeping Up with the Kardashians. Odom og Khloe fengu síðan sinn eigin þátt árið 2011 sem entist í tvær seríur. Þau sóttu um skilnað fyrr í ár sem hefur þó ekki enn þá gengið í gegn að sögn CNN sem segist hafa heimildir fyrir því að að Khloe taki því ákvarðanir fyrir Odom á meðan hann liggur meðvitundarlaus á sjúkrahúsinu. CNN ræddi við 89 ára gamla ömmu hans, Florence Odom, sem sagðist eyðilögð yfir því að hafa ekki tök á að hitta hann á sjúkrahúsi vegna veikinda sinna. „Ég þekki Lamar og veit að hann gerði ekki það sem hann er sagður hafa gert. Hann er fallegur. Ef þú myndir hitta hann myndir þú segja það sama. Ég hlusta ekki á slúður,“ sagði Florence sem telur þó líklegt að stjörnulífið hafi tekið sinn toll á Odom.Uppfært klukkan 12:40:Því var ranglega haldið fram að Lamar Odom ætti tvö börn með Khloe Kardashian í fyrri útgáfu fréttarinnar. Hefur það nú verið leiðrétt og fréttin uppfærð í samræmi við það. Beðist er afsökunar á þessum leiðu mistökum.
Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Fleiri fréttir Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Sjá meira