Strokubörnin mætt til leiks á ný Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 15. október 2015 12:30 Bækur Leyniturninn á Skuggaskeri Höfundur: Sigrún Eldjárn Útgefandi: Mál og menning Í bókabúð mætti undirrituð ungri stúlku nýlega, sem þangað var mætt ásamt móður sinni á útgáfudegi til að fjárfesta eigin vasapeninga í nýjustu bók Sigrúnar Eldjárn um börnin í útlegðinni á Skuggaskeri. Bókin ber titilinn Leyniturninn á Skuggaskeri. Sú stutta beið ekki boðanna að hefja lestur og fréttist af henni á matsölustað seinna sama kvöld þar sem hún gleypti bókina í sig af áfergju. Enda ekki skrýtið, síðasta bók um hin friðelskandi útlegðarbörn, Draugagangur á Skuggaskeri, var æsispennandi og skildi lesendur eftir með öndina í hálsinum. Og biðin var þess virði. Sigrún hefur enn á ný skapað spennandi fléttu ólíkra sjónarhorna, en það er eitt aðaleinkenni bókanna; kaflarnir eru sagðir út frá sjónarhóli einnar persónu í senn og texti hvers kafla er auðkenndur með viðeigandi lit. Kaflarnir eru stuttir, aldrei lengri en fimm blaðsíður. Þannig ætti að vera auðvelt að leggja frá sér bókina þegar kallað er í kvöldmatinn, en sú er ekki raunin, því kaflalengdin veldur því að lesandinn hugsar „ég les bara einn í viðbót …“ í sífellu þar til bókin er búin. Bækurnar segja frá systkinunum Reyni og Björk frá Austurhlíð og þeim Hring, Línu, Önnu og Betu frá Vesturhlíð. Þau struku að heiman því Fagridalur var stríðshrjáð svæði og þar leið þeim ekki vel. Í síðustu bók kynntust þau Karra sem alla tíð hefur búið á Skuggaskeri sem og Soffíu sem faldi sig þar í lok síðustu bókar. Í þessari bók kynnumst við Soffíu betur, auk þess sem við komumst til botns í ráðgátu sem tengist lífi þeirra allra – og raunar allra jarðarbúa. Þau eru nefnilega alls ekki ein á Skuggaskeri. Krakkarnir eru slyngir og ráðagóðir og skáka oftar en ekki þeim fullorðnu, enda eru þeir gjarnan blindaðir af græðgi og ósætti. Persónusköpun er stórskemmtileg, undirrituð var sérstaklega ánægð með hve mikill töggur er í stelpunum, ekki síst yngstu tvíburasystrunum tveimur sem alltaf eru með eitthvað á prjónunum og deyja aldrei ráðalausar. Hin ljóshærða og fíngerða Soffía var einnig í miklu uppáhaldi, einkum og sér í lagi vegna munnsöfnuðar sem minnir á versta sjóara. Hressandi tungutak í barnabók. Boðskapur bókarinnar er afar skýr og talar gegn stríði. Höfundur laumar mikilvægum upplýsingum að lesendum sínum: Eftir því sem þið eldist mun græðgin reyna að ná tökum á ykkur og hún getur verið blindandi. Allir geta tekið þátt í að sporna við stríði, aðeins með því að standa saman, með friði í liði. Og þótt líf barnanna sé vafalaust skemmtilegra en flóttafólks samtímans má kannski nota bókina til að ræða við börn um stöðu mála í dag.Niðurstaða: Spennandi og vel skrifuð fantasía sem heldur lesandanum frá fyrstu blaðsíðu. Sagan er táknræn og býður upp á spjall um alvörumálefni, en söguefnið á vel við samtímann. Bókmenntir Menning Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur Leyniturninn á Skuggaskeri Höfundur: Sigrún Eldjárn Útgefandi: Mál og menning Í bókabúð mætti undirrituð ungri stúlku nýlega, sem þangað var mætt ásamt móður sinni á útgáfudegi til að fjárfesta eigin vasapeninga í nýjustu bók Sigrúnar Eldjárn um börnin í útlegðinni á Skuggaskeri. Bókin ber titilinn Leyniturninn á Skuggaskeri. Sú stutta beið ekki boðanna að hefja lestur og fréttist af henni á matsölustað seinna sama kvöld þar sem hún gleypti bókina í sig af áfergju. Enda ekki skrýtið, síðasta bók um hin friðelskandi útlegðarbörn, Draugagangur á Skuggaskeri, var æsispennandi og skildi lesendur eftir með öndina í hálsinum. Og biðin var þess virði. Sigrún hefur enn á ný skapað spennandi fléttu ólíkra sjónarhorna, en það er eitt aðaleinkenni bókanna; kaflarnir eru sagðir út frá sjónarhóli einnar persónu í senn og texti hvers kafla er auðkenndur með viðeigandi lit. Kaflarnir eru stuttir, aldrei lengri en fimm blaðsíður. Þannig ætti að vera auðvelt að leggja frá sér bókina þegar kallað er í kvöldmatinn, en sú er ekki raunin, því kaflalengdin veldur því að lesandinn hugsar „ég les bara einn í viðbót …“ í sífellu þar til bókin er búin. Bækurnar segja frá systkinunum Reyni og Björk frá Austurhlíð og þeim Hring, Línu, Önnu og Betu frá Vesturhlíð. Þau struku að heiman því Fagridalur var stríðshrjáð svæði og þar leið þeim ekki vel. Í síðustu bók kynntust þau Karra sem alla tíð hefur búið á Skuggaskeri sem og Soffíu sem faldi sig þar í lok síðustu bókar. Í þessari bók kynnumst við Soffíu betur, auk þess sem við komumst til botns í ráðgátu sem tengist lífi þeirra allra – og raunar allra jarðarbúa. Þau eru nefnilega alls ekki ein á Skuggaskeri. Krakkarnir eru slyngir og ráðagóðir og skáka oftar en ekki þeim fullorðnu, enda eru þeir gjarnan blindaðir af græðgi og ósætti. Persónusköpun er stórskemmtileg, undirrituð var sérstaklega ánægð með hve mikill töggur er í stelpunum, ekki síst yngstu tvíburasystrunum tveimur sem alltaf eru með eitthvað á prjónunum og deyja aldrei ráðalausar. Hin ljóshærða og fíngerða Soffía var einnig í miklu uppáhaldi, einkum og sér í lagi vegna munnsöfnuðar sem minnir á versta sjóara. Hressandi tungutak í barnabók. Boðskapur bókarinnar er afar skýr og talar gegn stríði. Höfundur laumar mikilvægum upplýsingum að lesendum sínum: Eftir því sem þið eldist mun græðgin reyna að ná tökum á ykkur og hún getur verið blindandi. Allir geta tekið þátt í að sporna við stríði, aðeins með því að standa saman, með friði í liði. Og þótt líf barnanna sé vafalaust skemmtilegra en flóttafólks samtímans má kannski nota bókina til að ræða við börn um stöðu mála í dag.Niðurstaða: Spennandi og vel skrifuð fantasía sem heldur lesandanum frá fyrstu blaðsíðu. Sagan er táknræn og býður upp á spjall um alvörumálefni, en söguefnið á vel við samtímann.
Bókmenntir Menning Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira