Sport

Sektaður fyrir að heiðra minningu föður síns

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Heyward í leik með Steelers.
Heyward í leik með Steelers. vísir/getty
NFL-deildin er undirlögð af bleiku allan þennan mánuð til að styðja við baráttuna gegn krabbameini.

Það skýtur því nokkuð skökku við að leikmenn deildarinnar fái ekki að styðja foreldra sína sem hafa þurft að glíma við þennan illvíga sjúkdóm.

Það fékk varnarmaður Pittsburgh Steelers, Cameron Heyward, að reyna í gær er hann var sektaður fyrir að heiðra minningu föður síns sem lést úr krabbameini.

Leikmenn í NFL-deildinni eru oftar en ekki með svarta stríðsmálningu undir augunum í leikjum. Ofan í sína málningu hafði Heyward skrifað „Iron Head" til að heiðra föður sinn sem var leikmaður í deildinni til ellefu ára. Hann lést árið 2006.

NFL hafði engan skilning á því og sektaði leikmanninn um 720 þúsund krónur. NFL meinar leikmönnum að koma persónulegum skilaboðum á framfæri á vellinum og veita augljóslega engar undantekningar.

Heyward hefur áfrýjað þessum úrskurði deildarinnar.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×