Sakar Sanders um linkind í byssumálinu Guðsteinn Bjarnason skrifar 15. október 2015 07:00 Bernie Sanders og Hillary Clinton í sjónvarpskappræðum demókrata á þriðjudagskvöld. vísir/epa Hillary Clinton fékk á þriðjudagskvöldið tækifæri til að koma höggi á mótherja sinn, Bernie Sanders, og sakaði hann um linkind gagnvart byssuframleiðendum og skotvopnafíklum í Bandaríkjunum. „Nei, alls ekki,“ svaraði hún þegar stjórnandi sjónvarpskappræðna demókrata spurði hvort hún teldi Sanders nægilega harðan í byssumálinu. „Sanders öldungadeildarþingmaður greiddi fimm sinnum atkvæði gegn Brady-frumvarpinu. Eftir að það var samþykkt hefur í meira en tvær milljónir skipta verið komið í veg fyrir byssukaup,“ sagði Clinton í kappræðunum, þar sem fimm demókratar tókust á um það hver þeirra eigi að verða forsetaefni flokksins á næsta ári. Sanders svaraði því til að vissulega vildi hann stranga byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Í þessu tiltekna frumvarpi hefðu hins vegar verið ýmis ákvæði sem hann gat ekki sætt sig við. Svo vísaði hann til þess að kjósendur hans í Vermont væru ekki sérlega áhugasamir um stranga byssulöggjöf: „Ég kem úr dreifbýlisríki og afstaðan til skotvopnaeftirlits er önnur í dreifbýlisríkjum en í þéttbýlisríkjum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.“ Þau Clinton deildu um ýmis önnur mál í kappræðunum en voru hins vegar alveg á einu máli um tölvupóstavandræðin sem andstæðingar þeirra hafa verið að velta Clinton upp úr. „Ég held að bandaríska þjóðin sé búin að fá miklu meira en nóg af því að heyra um fjárans tölvupóstana þína,“ sagði Sanders, og þá brosti Clinton breitt, þakkaði honum fyrir og tók í höndina á honum. Þrír aðrir demókratar tóku þátt í sjónvarpskappræðunum og sækjast allir eftir að verða forsetaefni flokks síns í kosningunum, sem haldnar verða í nóvember á næsta ári. Þetta eru þeir Martin O'Malley, Lincoln Chafee og Jim Webb. Enginn þeirra mælist með minnstu möguleika í skoðanakönnunum. Þar gnæfir Clinton enn yfir aðra, með 43,3 prósenta fylgi samkvæmt nýjustu samantekt á vefsíðunni Realclearpolitics.com. Sanders mælist þar með 25 prósent og Joe Biden varaforseti er í þriðja sæti, með rúm 17, þrátt fyrir að hafa ekki blandað sér í slaginn. Hann hefur enn ekki tekið af skarið og hvorki lýst yfir framboði né útilokað það. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Brot af því besta úr kappræðum Demókrata í nótt Hillary Clinton þykir helst hafa sýnt styrk sinn í kappræðunum. 14. október 2015 10:45 Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. 13. október 2015 07:00 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Hillary Clinton fékk á þriðjudagskvöldið tækifæri til að koma höggi á mótherja sinn, Bernie Sanders, og sakaði hann um linkind gagnvart byssuframleiðendum og skotvopnafíklum í Bandaríkjunum. „Nei, alls ekki,“ svaraði hún þegar stjórnandi sjónvarpskappræðna demókrata spurði hvort hún teldi Sanders nægilega harðan í byssumálinu. „Sanders öldungadeildarþingmaður greiddi fimm sinnum atkvæði gegn Brady-frumvarpinu. Eftir að það var samþykkt hefur í meira en tvær milljónir skipta verið komið í veg fyrir byssukaup,“ sagði Clinton í kappræðunum, þar sem fimm demókratar tókust á um það hver þeirra eigi að verða forsetaefni flokksins á næsta ári. Sanders svaraði því til að vissulega vildi hann stranga byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Í þessu tiltekna frumvarpi hefðu hins vegar verið ýmis ákvæði sem hann gat ekki sætt sig við. Svo vísaði hann til þess að kjósendur hans í Vermont væru ekki sérlega áhugasamir um stranga byssulöggjöf: „Ég kem úr dreifbýlisríki og afstaðan til skotvopnaeftirlits er önnur í dreifbýlisríkjum en í þéttbýlisríkjum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.“ Þau Clinton deildu um ýmis önnur mál í kappræðunum en voru hins vegar alveg á einu máli um tölvupóstavandræðin sem andstæðingar þeirra hafa verið að velta Clinton upp úr. „Ég held að bandaríska þjóðin sé búin að fá miklu meira en nóg af því að heyra um fjárans tölvupóstana þína,“ sagði Sanders, og þá brosti Clinton breitt, þakkaði honum fyrir og tók í höndina á honum. Þrír aðrir demókratar tóku þátt í sjónvarpskappræðunum og sækjast allir eftir að verða forsetaefni flokks síns í kosningunum, sem haldnar verða í nóvember á næsta ári. Þetta eru þeir Martin O'Malley, Lincoln Chafee og Jim Webb. Enginn þeirra mælist með minnstu möguleika í skoðanakönnunum. Þar gnæfir Clinton enn yfir aðra, með 43,3 prósenta fylgi samkvæmt nýjustu samantekt á vefsíðunni Realclearpolitics.com. Sanders mælist þar með 25 prósent og Joe Biden varaforseti er í þriðja sæti, með rúm 17, þrátt fyrir að hafa ekki blandað sér í slaginn. Hann hefur enn ekki tekið af skarið og hvorki lýst yfir framboði né útilokað það.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Brot af því besta úr kappræðum Demókrata í nótt Hillary Clinton þykir helst hafa sýnt styrk sinn í kappræðunum. 14. október 2015 10:45 Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. 13. október 2015 07:00 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Brot af því besta úr kappræðum Demókrata í nótt Hillary Clinton þykir helst hafa sýnt styrk sinn í kappræðunum. 14. október 2015 10:45
Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. 13. október 2015 07:00