Bíó og sjónvarp

Myndaveisla: Ólafur Darri á rauða dreglinum í New York

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Ólafur Darri er hér fjórði frá hægri eða fimmti frá vinstri eftir því hvernig er litið á málið.
Ólafur Darri er hér fjórði frá hægri eða fimmti frá vinstri eftir því hvernig er litið á málið. vísir/getty
Kvikmyndin The Last Witch Hunter var frumsýnd í New York í gær en með aðalhlutverk í myndinni fara meðal annars Vin Diesel, Rose Leslie, Elijah Wood og Ólafur Darri Ólafsson. Venju samkvæmt var Ólafur Darri stórglæsilegur á rauða dreglinum.

„Mér finnst ég hafa verið heppinn; oft verið réttur maður á réttum stað einhvern veginn. Bæði í kvikmyndum og í leikhúsi. Ég hef fengið að vinna með fólki sem ég hef lengi vel litið upp til og er þakklátur fyrir það,“ sagði Ólafur í viðtali við Fréttablaðið fyrr á þessu ári. 

Að neðan er hægt að sjá fleiri myndir frá forsýningunni og stiklu úr myndinni. The Last Witch Hunter verður frumsýnd hér á landi þann 23. október næstkomandi.

vísir/getty
vísir/getty
vísir/getty
vísir/getty
vísir/getty
vísir/getty
vísir/getty
vísir/getty

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.