Aðskilnaðarsinnar fordæma rannsóknina Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2015 20:00 Rannsakendurnir endurbyggðu flugstjórnarklefa vélarinnar. Vísir/AFP Aðskilnaðarsinnar í Úkraínu, sem hliðhollir eru Rússlandi, segja skýrslu um rannsókn hraps malasísku flugvélarinnar MH17 vera illa unna. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar var flugvélin skotin niður af BUK flugskeyti sem framleidd voru af Rússum. Flugvélin var skotin niður í júlí í fyrra og létu 298 manns lífið. Flestir þeirra voru frá Hollandi. Breska ríkisútvarpið ræddi við Aleksandr Zakharchenko, sem er háttsettur leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Hann þvertekur fyrir að aðskilnaðarsinnar hafi haft aðgang að BUK-loftvarnakerfi og gagnrýndi rannsakendur fyrir að gefa ekki upp hver hefði skotið flugskeytinu og hvaðan. Þá segir hann að rannsakendur hafi enn ekki safnað öllu brakinu úr vélinni. Samkvæmt reglum varðandi alþjóðlegar rannsóknir á flugslysum, máttu rannsakendurnir ekki segja til um hverjum atvikið væri að kenna. Þó að ekki hefði verið sagt í skýrslunni hver skaut flugskeytinu, sögðu rannsakendur að því hefði líklegast verið skotið frá 320 ferkílómetra svæði sem aðskilnaðarsinnar stjórnuðu þá.Á sínum tíma, viðurkenndi háttsettur leiðtogi aðskilnaðarsinna þó fyrir Reuters fréttaveitunni að uppreisnarmennirnir hefðu búið yfir BUK-loftvarnakerfi, sem rannsakendur segja að hafi verið notað til að skjóta flugvélina niður. Þar að auki segist blaðamaður AP fréttaveitunnar hafa séð BUK-kerfi í bænum Snizhne. Áður en vélin var skotin niður höfðu aðskilnaðarsinnarnir einnig stært sig af því að búa yfir BUK-skeytum. Þar að auki sagði annar leiðtogi aðskilnaðarsinnanna frá því á samfélagsmiðli, skömmu eftir að MH17 flugvélin var skotin niður, að þeir hefðu skotið niður flutningsvél frá úkraínska hernum. Síðan sem færslan var birt á var þó tekin niður skömmu seinna. Zakharchenko segir þó að sú færsla hafi „líklega verið fölsuð“. Hann segir að yfirvöld í Kænugarði hefðu átt að vera búin að loka lofthelgi landsins.Oleg Storchevoi, aðstoðarframkvæmdastjóri flugumferðarstofnunar Rússlands.Vísir/AFPUtanríkisráðherra Úkraínu, Pavlo Klimkin, hefur þó sagt að lofthelgi landsins hafi ekki verið lokuð á þessum tíma, vegna þess að þeir höfðu ekki vitneskju um að svo vönduðu loftvarnarkerfi hefði verið komið fyrir í Úkraínu.Saka Hollendinga um að falsa gögn Yfirvöld í Rússlandi hafa einnig fordæmt skýrsluna sem þeir segja hlutdræga. Þeir hafa farið fram á að önnur rannsókn verði gerð af Sameinuðu þjóðunum. Rússar og aðskilnaðarsinnarnir segja að ef flugvélin hafi verið skotin niður með flugskeyti hafi Úkraínumenn skotið því. Oleg Storchevoi, aðstoðarframkvæmdastjóri flugumferðarstofnunar Rússlands, sakaði hollensku rannsóknarnefndina í dag um að falsa sönnunargögn og velja þau gögn sem hentuðu málstað þeirra. Hann gekk svo langt að draga í efa að sprengjubrot, sem meðal annars fundust í líkum flugmanna vélarinnar, og hlutar úr eldflauginni sem fundust í braki vélarinnar, væru raunveruleg. Rannsakendur Bellingcat, notuðust við opin gögn við rannsókn sína á hrapi vélarinnar. Þeir telja sig geta rakið slóð BUK-loftvarnakerfis frá Rússlandi til austurhluta Úkraínu og þar hafi flugskeytinu verið skotið á loft. Skýrslu Bellingcat má sjá hér.Myndband hollensku rannsóknarnefndarinnar í heild sinni. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Aðskilnaðarsinnar í Úkraínu, sem hliðhollir eru Rússlandi, segja skýrslu um rannsókn hraps malasísku flugvélarinnar MH17 vera illa unna. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar var flugvélin skotin niður af BUK flugskeyti sem framleidd voru af Rússum. Flugvélin var skotin niður í júlí í fyrra og létu 298 manns lífið. Flestir þeirra voru frá Hollandi. Breska ríkisútvarpið ræddi við Aleksandr Zakharchenko, sem er háttsettur leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Hann þvertekur fyrir að aðskilnaðarsinnar hafi haft aðgang að BUK-loftvarnakerfi og gagnrýndi rannsakendur fyrir að gefa ekki upp hver hefði skotið flugskeytinu og hvaðan. Þá segir hann að rannsakendur hafi enn ekki safnað öllu brakinu úr vélinni. Samkvæmt reglum varðandi alþjóðlegar rannsóknir á flugslysum, máttu rannsakendurnir ekki segja til um hverjum atvikið væri að kenna. Þó að ekki hefði verið sagt í skýrslunni hver skaut flugskeytinu, sögðu rannsakendur að því hefði líklegast verið skotið frá 320 ferkílómetra svæði sem aðskilnaðarsinnar stjórnuðu þá.Á sínum tíma, viðurkenndi háttsettur leiðtogi aðskilnaðarsinna þó fyrir Reuters fréttaveitunni að uppreisnarmennirnir hefðu búið yfir BUK-loftvarnakerfi, sem rannsakendur segja að hafi verið notað til að skjóta flugvélina niður. Þar að auki segist blaðamaður AP fréttaveitunnar hafa séð BUK-kerfi í bænum Snizhne. Áður en vélin var skotin niður höfðu aðskilnaðarsinnarnir einnig stært sig af því að búa yfir BUK-skeytum. Þar að auki sagði annar leiðtogi aðskilnaðarsinnanna frá því á samfélagsmiðli, skömmu eftir að MH17 flugvélin var skotin niður, að þeir hefðu skotið niður flutningsvél frá úkraínska hernum. Síðan sem færslan var birt á var þó tekin niður skömmu seinna. Zakharchenko segir þó að sú færsla hafi „líklega verið fölsuð“. Hann segir að yfirvöld í Kænugarði hefðu átt að vera búin að loka lofthelgi landsins.Oleg Storchevoi, aðstoðarframkvæmdastjóri flugumferðarstofnunar Rússlands.Vísir/AFPUtanríkisráðherra Úkraínu, Pavlo Klimkin, hefur þó sagt að lofthelgi landsins hafi ekki verið lokuð á þessum tíma, vegna þess að þeir höfðu ekki vitneskju um að svo vönduðu loftvarnarkerfi hefði verið komið fyrir í Úkraínu.Saka Hollendinga um að falsa gögn Yfirvöld í Rússlandi hafa einnig fordæmt skýrsluna sem þeir segja hlutdræga. Þeir hafa farið fram á að önnur rannsókn verði gerð af Sameinuðu þjóðunum. Rússar og aðskilnaðarsinnarnir segja að ef flugvélin hafi verið skotin niður með flugskeyti hafi Úkraínumenn skotið því. Oleg Storchevoi, aðstoðarframkvæmdastjóri flugumferðarstofnunar Rússlands, sakaði hollensku rannsóknarnefndina í dag um að falsa sönnunargögn og velja þau gögn sem hentuðu málstað þeirra. Hann gekk svo langt að draga í efa að sprengjubrot, sem meðal annars fundust í líkum flugmanna vélarinnar, og hlutar úr eldflauginni sem fundust í braki vélarinnar, væru raunveruleg. Rannsakendur Bellingcat, notuðust við opin gögn við rannsókn sína á hrapi vélarinnar. Þeir telja sig geta rakið slóð BUK-loftvarnakerfis frá Rússlandi til austurhluta Úkraínu og þar hafi flugskeytinu verið skotið á loft. Skýrslu Bellingcat má sjá hér.Myndband hollensku rannsóknarnefndarinnar í heild sinni.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira