Verðtrygginguna burt Helga Þórðardóttir skrifar 15. október 2015 07:00 Völd fjármálakerfisins eru allsráðandi í lífi okkar. Bankarnir hafa hagnast um rúma fjögur hundruð milljarða frá hruni. Samtímis eru til einstaklingar í þjóðfélagi okkar sem þurfa að velja á milli lyfja og matar. Alþingi Íslendinga horfir á án inngripa og samþykkir því glæpinn. Alþingi er stjórnað af sérhagsmunaaðilum og fátækir Íslendingar teljast ekki til þeirra. Þeir hvorki þrýsta né setja úrslitakosti eða múta. Verðtryggingin hefur verið nefnd „vítisvél andskotans“ og eiga erlendir bankastarfsmenn oft erfitt með að skilja hana. Hvernig getur bara annar aðilinn alltaf grætt spyrja þeir. Þeir eru vanir vissum ófyrirsjáanleika í störfum sínum sem íslenska bankakerfið hefur ekki haft manndóm í sér til að takast á við. Lánardrottnar á Íslandi, bankar og lífeyrissjóðir ætla sér að halda í verðtrygginguna hvað sem það kostar. Þeir græða á henni og hún veitir þeim yfirburðastöðu. Lánardrottinn á Íslandi sem veitir verðtryggt lán getur ekki tapað, bara lántakandinn meðan hann stendur í skilum. Sá fyrirsjáanleiki er ekki til staðar hjá erlendum lánastofnunum. Þannig sogar verðtryggingin sjálfvirkt fjármuni dag og nótt frá almenningi til lánardrottna, alla daga ársins. Síðan fá bankamenn bónusa fyrir snilldina. Til að bæta gráu ofan á svart þá veldur verðtryggingin verðbólgu og hver græðir á því? Þessu verður að breyta, það er réttlætismál. Dögun, stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði, ætlar að breyta þessu. Samkvæmt skoðanakönnun Hagsmunasamtaka heimilanna vilja 80% landsmanna afnema verðtrygginguna. Fimmflokkurinn hefur marglofað að afnema verðtrygginguna en hefur aldrei staðið við það og mun ekki gera það. Þess vegna er sterkasta vonin að styðja Dögun til áhrifa sem mun afnema verðtrygginguna, hvað sem tautar og raular. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórðardóttir Mest lesið Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Völd fjármálakerfisins eru allsráðandi í lífi okkar. Bankarnir hafa hagnast um rúma fjögur hundruð milljarða frá hruni. Samtímis eru til einstaklingar í þjóðfélagi okkar sem þurfa að velja á milli lyfja og matar. Alþingi Íslendinga horfir á án inngripa og samþykkir því glæpinn. Alþingi er stjórnað af sérhagsmunaaðilum og fátækir Íslendingar teljast ekki til þeirra. Þeir hvorki þrýsta né setja úrslitakosti eða múta. Verðtryggingin hefur verið nefnd „vítisvél andskotans“ og eiga erlendir bankastarfsmenn oft erfitt með að skilja hana. Hvernig getur bara annar aðilinn alltaf grætt spyrja þeir. Þeir eru vanir vissum ófyrirsjáanleika í störfum sínum sem íslenska bankakerfið hefur ekki haft manndóm í sér til að takast á við. Lánardrottnar á Íslandi, bankar og lífeyrissjóðir ætla sér að halda í verðtrygginguna hvað sem það kostar. Þeir græða á henni og hún veitir þeim yfirburðastöðu. Lánardrottinn á Íslandi sem veitir verðtryggt lán getur ekki tapað, bara lántakandinn meðan hann stendur í skilum. Sá fyrirsjáanleiki er ekki til staðar hjá erlendum lánastofnunum. Þannig sogar verðtryggingin sjálfvirkt fjármuni dag og nótt frá almenningi til lánardrottna, alla daga ársins. Síðan fá bankamenn bónusa fyrir snilldina. Til að bæta gráu ofan á svart þá veldur verðtryggingin verðbólgu og hver græðir á því? Þessu verður að breyta, það er réttlætismál. Dögun, stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði, ætlar að breyta þessu. Samkvæmt skoðanakönnun Hagsmunasamtaka heimilanna vilja 80% landsmanna afnema verðtrygginguna. Fimmflokkurinn hefur marglofað að afnema verðtrygginguna en hefur aldrei staðið við það og mun ekki gera það. Þess vegna er sterkasta vonin að styðja Dögun til áhrifa sem mun afnema verðtrygginguna, hvað sem tautar og raular.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun