Stöndum vörð um söngnám Hanna Dóra Sturludóttir skrifar 15. október 2015 07:00 Áhugi ungs fólks á klassískri söngmenntun á Íslandi er mikill og er það ákaflega ánægjulegt. Íslendingar eru söngelskir og fjöldi íslenskra óperusöngvara á glæstan feril hér heima og erlendis. Nú er staðan þannig að öllum söngkennurum við Söngskóla Sigurðar Demetz hefur verið sagt upp. Ástæðan er sú að skólinn sér ekki fram á að geta starfað áfram eftir áramót án þess að steypa sér í miklar skuldir. Vandi skólans og annarra tónlistarskóla í Reykjavík á rætur sínar að rekja til deilna ríkisins og Reykjavíkurborgar um hver eigi að borga nám á mið- og framhaldsstigi í söng. Án þess að vita hvort fjárveiting fæst frá Reykjavíkurborg og/eða ríkinu geta skólar eins og Söngskóli Sigurðar Demetz ekki haldið starfseminni áfram. Ég er ákaflega þakklát mínum söngkennurum í gegnum tíðina og þau hafa öll haft mikil áhrif á mig. Eftir að ég fór sjálf að kenna, hef ég notið þess að deila þekkingu minni með nemendum og sjá þau þroskast og eflast sem listamenn. Það góða starf sem fer fram í Söngskóla Sigurðar Demetz hefur skilað mörgum góðum söngvurum út í söngheiminn og ég er stolt af því að vinna með þeim listamönnum sem þar eru. Það væri mikill skaði fyrir sönglist á Íslandi ef skólinn getur ekki haldið starfi sínu áfram. Ég skora á þá sem með málið fara að standa vörð um söngnám hér á landi og leysa þennan vanda sem við blasir fljótt og farsællega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Áhugi ungs fólks á klassískri söngmenntun á Íslandi er mikill og er það ákaflega ánægjulegt. Íslendingar eru söngelskir og fjöldi íslenskra óperusöngvara á glæstan feril hér heima og erlendis. Nú er staðan þannig að öllum söngkennurum við Söngskóla Sigurðar Demetz hefur verið sagt upp. Ástæðan er sú að skólinn sér ekki fram á að geta starfað áfram eftir áramót án þess að steypa sér í miklar skuldir. Vandi skólans og annarra tónlistarskóla í Reykjavík á rætur sínar að rekja til deilna ríkisins og Reykjavíkurborgar um hver eigi að borga nám á mið- og framhaldsstigi í söng. Án þess að vita hvort fjárveiting fæst frá Reykjavíkurborg og/eða ríkinu geta skólar eins og Söngskóli Sigurðar Demetz ekki haldið starfseminni áfram. Ég er ákaflega þakklát mínum söngkennurum í gegnum tíðina og þau hafa öll haft mikil áhrif á mig. Eftir að ég fór sjálf að kenna, hef ég notið þess að deila þekkingu minni með nemendum og sjá þau þroskast og eflast sem listamenn. Það góða starf sem fer fram í Söngskóla Sigurðar Demetz hefur skilað mörgum góðum söngvurum út í söngheiminn og ég er stolt af því að vinna með þeim listamönnum sem þar eru. Það væri mikill skaði fyrir sönglist á Íslandi ef skólinn getur ekki haldið starfi sínu áfram. Ég skora á þá sem með málið fara að standa vörð um söngnám hér á landi og leysa þennan vanda sem við blasir fljótt og farsællega.
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun
Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun