Nóbelsverðlaun og misskipting 14. október 2015 10:00 Nóbelsverðlaun voru fyrst veitt fyrir rannsóknir í hagfræði 1969. Til verðlaunanna hafði verið stofnað árið áður til að fagna 300 ára afmæli Seðlabanka Svíþjóðar, elzta seðlabanka heims. Þá voru tiltölulega nýfallnir frá tveir risar sem hefðu trúlega hreppt eða a.m.k. verðskuldað verðlaunin hefðu þeir enn verið ofar moldu. Fyrsta rokkstjarnan Annar risinn var bandaríski hagfræðingurinn Irving Fisher (1867-1947), prófessor í hagfræði í Yale-háskóla, einn merkasti hagfræðingur allra tíma og jafnframt næstum örugglega hinn afkastamesti, þótt hann þyrfti að eyða þremur árum á berklahæli. Ritaskrá hans telur 2.425 ritverk. Fisher lét sér fátt óviðkomandi á vettvangi hagfræðinnar og var jafnframt snjall uppfinningamaður. Hann fann t.d. upp spjaldskrána, gagnlegt skrifstofutæki sem lifði fram á tölvuöld. Hann setti fyrstur manna fram vísitölur svo annað dæmi sé tekið úr hversdagslífinu. Hann fór eins og eldibrandur milli fyrirlestrasala og barðist m.a. fyrir bindindi (hann var bannmaður), grænmetisáti og hreinlæti. Fisher var fyrsta rokkstjarna hagfræðinnar. Ein fyrirlestraferðin endaði illa. Fisher fór um öll Bandaríkin 1929 til að lýsa þeirri skoðun að verðhækkun hlutabréfa væri komin til að vera: Ekkert að óttast, sagði hann. Bréfin hrundu þá um haustið og efnahagslífið með og þá einnig orðstír Fishers. Samt skrifuðu fáir af meira viti og dýpri skilningi en hann um heimskreppuna eftir á, orsakir hennar og afleiðingar. En Fisher fékk ekki að njóta sannmælis fyrir þau skrif fyrr en menn dustuðu af þeim rykið í bankahremmingum síðustu ára. Bensíngjöf og bólusetningar Hinn risinn var Bretinn John Maynard Keynes (1883-1946), upphafsmaður þjóðhagfræði nútímans. Hann var ekki síður fjöllyndur en Fisher, ýmist háskólakennari í Cambridge eða embættismaður í London, listaverkasafnari og ballettunnandi, kvæntist rússneskri ballerínu. Hann vakti fyrst athygli með því að rísa gegn Versalasamningunum 1919 í bók þar sem hann spáði rétt fyrir um efnahagslegar afleiðingar skaðabótanna sem Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar lögðu á Þjóðverja eftir stríðið mikla sem við köllum nú fyrri heimsstyrjöldina. Frægastur varð Keynes fyrir að rísa gegn ríkjandi hagfræði sem kenndi að kreppan mikla sem hófst 1929 yrði aðeins tímabundin. Tíminn leið, en kreppunni slotaði ekki. Keynes birti höfuðrit sitt 1936 þar sem hann lagði grunninn að nýrri þjóðhagfræði þar sem almannavaldið hefur svigrúm til að vernda efnahagslífið fyrir duttlungum einkaframtaksins með því t.d. að stíga á bensíngjöfina þegar heimilin og fyrirtækin halda að sér höndum og efnahagslífið lendir af þeim sökum í lægð. Þessu fræðilega framlagi Keynes á heimsbyggðin það að þakka að bankahremmingarnar í Bandaríkjunum 2007-2008 leiddu ekki af sér nýja heimskreppu. Þeir sem halda áfram að berjast gegn arfleifð Keynes af stjórnmálaástæðum eru næsti bær við fólkið sem berst nú gegn bólusetningu barna. Deilur um verðlaun Bókmenntaverðlaun Nóbels hafa iðulega vakið deilur, ýmist vegna margra rithöfunda sem verðlaunanefndin gekk fram hjá, t.d. Leo Tolstoy, Henrik Ibsen, Mark Twain, Anton Chekov, August Strindberg, Karen Blixen, Graham Greene og Jorge Luis Borges, eða vegna óverðugra höfunda sem sátt náðist um í nefndinni. Hagfræðiverðlaunin hafa ekki vakið umtalsverðar deilur nema tvisvar, í fyrra skiptið þegar Milton Friedman (1912-2006), prófessor í Chicago, hlaut verðlaunin 1976 og pólitískum andstæðingum hans var ekki skemmt. Friedman var samt fyllilega verður verðlaunanna. Hitt skiptið var þegar tveir fjármálaprófessorar hlutu verðlaunin 1997 og risavaxinn vogunarsjóður sem þeir stýrðu ásamt öðrum komst í sögulegt þrot árið eftir svo að bandarískt efnahagslíf lék á reiðiskjálfi. Fátækt skiptir máli Fyrir nokkrum dögum tilkynnti Nóbelsnefndin í Stokkhólmi að hagfræðiverðlaunin í ár hljóti Angus Deaton, prófessor í Princeton-háskóla í Bandaríkjunum, fyrir tölfræðilegar rannsóknir m.a. á fátækt og ójöfnuði. Deaton er Skoti, tæplega sjötugur að aldri. Hann sezt við hljóðfærið heima hjá sér flesta daga og spilar m.a. verk Chopins og Schumanns. Hann birti dásamlega bók í hittiðfyrra þar sem hann kortleggur framför heimsins síðustu 250 ár með því að reifa hagtölur og heilbrigðistölur hlið við hlið (The Great Escape: Health, Wealth, and the Origin of Inequality, 2013). Framför heimsins lýsir sér ekki aðeins í meiri tekjum og minna erfiði, heldur einnig og ekki síður í auknu heilbrigði og langlífi. Með þessari verðlaunaveitingu sendir Nóbelsnefndin skýr skilaboð: Fátækt skiptir máli. Það er holl brýning nú þegar heimsbyggðin á í vök að verjast fyrir árás taumlausrar græðgi á grunnstoðir samfélagsins. Og svo er það einnig ánægjuleg upplyfting að ár eftir ár skuli berast fréttir frá Nóbelsnefndunum í Stokkhólmi af frækilegum sigrum í fræðum og vísindum ekki síður en t.d. íþróttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nóbelsverðlaun Þorvaldur Gylfason Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nóbelsverðlaun voru fyrst veitt fyrir rannsóknir í hagfræði 1969. Til verðlaunanna hafði verið stofnað árið áður til að fagna 300 ára afmæli Seðlabanka Svíþjóðar, elzta seðlabanka heims. Þá voru tiltölulega nýfallnir frá tveir risar sem hefðu trúlega hreppt eða a.m.k. verðskuldað verðlaunin hefðu þeir enn verið ofar moldu. Fyrsta rokkstjarnan Annar risinn var bandaríski hagfræðingurinn Irving Fisher (1867-1947), prófessor í hagfræði í Yale-háskóla, einn merkasti hagfræðingur allra tíma og jafnframt næstum örugglega hinn afkastamesti, þótt hann þyrfti að eyða þremur árum á berklahæli. Ritaskrá hans telur 2.425 ritverk. Fisher lét sér fátt óviðkomandi á vettvangi hagfræðinnar og var jafnframt snjall uppfinningamaður. Hann fann t.d. upp spjaldskrána, gagnlegt skrifstofutæki sem lifði fram á tölvuöld. Hann setti fyrstur manna fram vísitölur svo annað dæmi sé tekið úr hversdagslífinu. Hann fór eins og eldibrandur milli fyrirlestrasala og barðist m.a. fyrir bindindi (hann var bannmaður), grænmetisáti og hreinlæti. Fisher var fyrsta rokkstjarna hagfræðinnar. Ein fyrirlestraferðin endaði illa. Fisher fór um öll Bandaríkin 1929 til að lýsa þeirri skoðun að verðhækkun hlutabréfa væri komin til að vera: Ekkert að óttast, sagði hann. Bréfin hrundu þá um haustið og efnahagslífið með og þá einnig orðstír Fishers. Samt skrifuðu fáir af meira viti og dýpri skilningi en hann um heimskreppuna eftir á, orsakir hennar og afleiðingar. En Fisher fékk ekki að njóta sannmælis fyrir þau skrif fyrr en menn dustuðu af þeim rykið í bankahremmingum síðustu ára. Bensíngjöf og bólusetningar Hinn risinn var Bretinn John Maynard Keynes (1883-1946), upphafsmaður þjóðhagfræði nútímans. Hann var ekki síður fjöllyndur en Fisher, ýmist háskólakennari í Cambridge eða embættismaður í London, listaverkasafnari og ballettunnandi, kvæntist rússneskri ballerínu. Hann vakti fyrst athygli með því að rísa gegn Versalasamningunum 1919 í bók þar sem hann spáði rétt fyrir um efnahagslegar afleiðingar skaðabótanna sem Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar lögðu á Þjóðverja eftir stríðið mikla sem við köllum nú fyrri heimsstyrjöldina. Frægastur varð Keynes fyrir að rísa gegn ríkjandi hagfræði sem kenndi að kreppan mikla sem hófst 1929 yrði aðeins tímabundin. Tíminn leið, en kreppunni slotaði ekki. Keynes birti höfuðrit sitt 1936 þar sem hann lagði grunninn að nýrri þjóðhagfræði þar sem almannavaldið hefur svigrúm til að vernda efnahagslífið fyrir duttlungum einkaframtaksins með því t.d. að stíga á bensíngjöfina þegar heimilin og fyrirtækin halda að sér höndum og efnahagslífið lendir af þeim sökum í lægð. Þessu fræðilega framlagi Keynes á heimsbyggðin það að þakka að bankahremmingarnar í Bandaríkjunum 2007-2008 leiddu ekki af sér nýja heimskreppu. Þeir sem halda áfram að berjast gegn arfleifð Keynes af stjórnmálaástæðum eru næsti bær við fólkið sem berst nú gegn bólusetningu barna. Deilur um verðlaun Bókmenntaverðlaun Nóbels hafa iðulega vakið deilur, ýmist vegna margra rithöfunda sem verðlaunanefndin gekk fram hjá, t.d. Leo Tolstoy, Henrik Ibsen, Mark Twain, Anton Chekov, August Strindberg, Karen Blixen, Graham Greene og Jorge Luis Borges, eða vegna óverðugra höfunda sem sátt náðist um í nefndinni. Hagfræðiverðlaunin hafa ekki vakið umtalsverðar deilur nema tvisvar, í fyrra skiptið þegar Milton Friedman (1912-2006), prófessor í Chicago, hlaut verðlaunin 1976 og pólitískum andstæðingum hans var ekki skemmt. Friedman var samt fyllilega verður verðlaunanna. Hitt skiptið var þegar tveir fjármálaprófessorar hlutu verðlaunin 1997 og risavaxinn vogunarsjóður sem þeir stýrðu ásamt öðrum komst í sögulegt þrot árið eftir svo að bandarískt efnahagslíf lék á reiðiskjálfi. Fátækt skiptir máli Fyrir nokkrum dögum tilkynnti Nóbelsnefndin í Stokkhólmi að hagfræðiverðlaunin í ár hljóti Angus Deaton, prófessor í Princeton-háskóla í Bandaríkjunum, fyrir tölfræðilegar rannsóknir m.a. á fátækt og ójöfnuði. Deaton er Skoti, tæplega sjötugur að aldri. Hann sezt við hljóðfærið heima hjá sér flesta daga og spilar m.a. verk Chopins og Schumanns. Hann birti dásamlega bók í hittiðfyrra þar sem hann kortleggur framför heimsins síðustu 250 ár með því að reifa hagtölur og heilbrigðistölur hlið við hlið (The Great Escape: Health, Wealth, and the Origin of Inequality, 2013). Framför heimsins lýsir sér ekki aðeins í meiri tekjum og minna erfiði, heldur einnig og ekki síður í auknu heilbrigði og langlífi. Með þessari verðlaunaveitingu sendir Nóbelsnefndin skýr skilaboð: Fátækt skiptir máli. Það er holl brýning nú þegar heimsbyggðin á í vök að verjast fyrir árás taumlausrar græðgi á grunnstoðir samfélagsins. Og svo er það einnig ánægjuleg upplyfting að ár eftir ár skuli berast fréttir frá Nóbelsnefndunum í Stokkhólmi af frækilegum sigrum í fræðum og vísindum ekki síður en t.d. íþróttum.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun