Koma fjölskyldu Florians til Íslands varpaði frekara ljósi á líkfundarmálið í Laxárdal Birgir Olgeirsson skrifar 15. október 2015 09:15 Lík Florians fannst við Sauðdrápsgil í Laxárdal í Nesjum, nærri Höfn í Hornafirði. Vísir Fjölskylda Florians Maurice Franco Cendre kom hingað til lands fyrir skemmstu til að ræða við lögreglu og skoða staðinn í Laxárdal þar sem lík þessa nítján ára gamla Frakka fannst 18. ágúst síðastliðinn. Lögreglan bíður enn eftir krufningarskýrslu til að geta kveðið upp um dánarorsök piltsins en er þó nokkru nær um ferðir hans hér á landi.Florian Maurice Franco CendreFyrir rúmu ári síðan fór Florian með flugi frá Charles de Gaulle-flugvellinum í París til Íslands á miða sem gilti aðeins aðra leið. Flugið var 1. október í fyrra og gisti hann eina nótt á hóteli í Reykjavík en daginn eftir flaug hann austur á Hornafjörð.Vitni sá hann labba inn Laxárdal „Síðan erum við með eitt vitni sem man eftir að hafa séð mann, sem lýsingin passar alveg við, labba þarna inn dalinn daginn eftir að hann er kominn á Hornafjörð,“ segir Elís Kjartansson, lögreglufulltrúi í rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi. Hann segir lögregluna ekki hafa fengið frekari upplýsingar um ferðir Florians og biðlar enn til almennings ef einhver skyldi hafa einhverja vitneskju um málið. Eru þeir beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1020.Lá úti í tíu mánuði Í krufningarskýrslunni er til að mynda leitast við að svara því hvert ástand Florians var gagnvart lyfjum og öðru slíku. „Miðað við að þarna er maður búinn að liggja frá byrjun október og finnst þarna í ágúst,“ segir Elís en um tíu mánuðir liðu frá því Florian sást síðast og þar til göngufólk gekk fram á lík hans við Sauðdrápsgil í Laxárdal.Ekkert sem bendir til glæps Elís segir lögreglu hafa miðað rannsókn sína við það að miklar líkur væru á að andlát Florians hefði borið að með saknæmum hætti. Lík Florians fannst fjarri mannabyggðum og þótti klæðnaður hans heldur hversdagslegur miðað við útivist að hausti á Íslandi, en hann var klæddur í svarta strigaskó, dökkbláar íþróttabuxur og hettupeysu. „En við erum ekki að ná að tengja neitt sem er að segja okkur að þetta sé glæpur eða að hann hafi verið myrtur. Bráðabirgðakrufning sýnir ekki fram á að hann hafi verið beinbrotinn eða stunginn.“Göngufólk fann lík Forians við Sauðdrápsgil í Laxárdal á 18. ágúst síðastliðinn.Vísir/Loftmyndir.isHöfðu góðan aðgang að fjölskyldunni Hann segir fjölskyldu Florians hafa komið hingað til lands síðla í september og hafa verið yfirheyrða af lögreglu. „Við höfðum góðan aðgang að þeim. Þau fóru á staðinn sjálf til að kynna sér þetta og sú yfirreið öll er ekki að benda til að neinn hafi verið þar að verki, eða hann hafi átt sér óvildarmenn eða flæktur í neitt misjafnt.“Rífa plásturinn af ef nýja upplýsingar koma fram Elís segir lögregluna vera komna allt að því eins langt og hún getur farið með þessa rannsókn. Nú sé beðið eftir lokakrufningsskýrslunni erlendis frá. „Um leið og einhver veit meira og getur gefið upplýsingar þá rífum við plásturinn af og köfum lengra.“ Tengdar fréttir Líkfundur í Laxárdal: Maðurinn ekki á lista lögreglu yfir þá sem er saknað Tveir karlar á listanum, annar hvarf árið 2010 en hinn í fyrra. 20. ágúst 2015 12:20 Rannsókn lögreglu á líkfundi og banaslysi tefst vegna biðar eftir krufningsskýrslu „Þetta er svolítið vandamál, við þurfum að fá réttarlækna til landsins.“ 10. september 2015 10:34 Líkfundur í Laxárdal: Líkið af 19 ára gömlum Frakka Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur borið kennsl á líkið sem fannst í Laxárdal í Nesjum hinn 18. ágúst síðastliðinn. 1. september 2015 13:09 Líkfundur í Laxárdal: Vita ekkert um ferðir Frakkans eftir komu hans til Hafnar í Hornafirði Lögreglan á Suðurlandi og biður almenning um að aðstoð við að upplýsa um ferðir Frakkans sem fannst látinn í Laxárdal í Nesjum í ágúst. 9. september 2015 09:13 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Fjölskylda Florians Maurice Franco Cendre kom hingað til lands fyrir skemmstu til að ræða við lögreglu og skoða staðinn í Laxárdal þar sem lík þessa nítján ára gamla Frakka fannst 18. ágúst síðastliðinn. Lögreglan bíður enn eftir krufningarskýrslu til að geta kveðið upp um dánarorsök piltsins en er þó nokkru nær um ferðir hans hér á landi.Florian Maurice Franco CendreFyrir rúmu ári síðan fór Florian með flugi frá Charles de Gaulle-flugvellinum í París til Íslands á miða sem gilti aðeins aðra leið. Flugið var 1. október í fyrra og gisti hann eina nótt á hóteli í Reykjavík en daginn eftir flaug hann austur á Hornafjörð.Vitni sá hann labba inn Laxárdal „Síðan erum við með eitt vitni sem man eftir að hafa séð mann, sem lýsingin passar alveg við, labba þarna inn dalinn daginn eftir að hann er kominn á Hornafjörð,“ segir Elís Kjartansson, lögreglufulltrúi í rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi. Hann segir lögregluna ekki hafa fengið frekari upplýsingar um ferðir Florians og biðlar enn til almennings ef einhver skyldi hafa einhverja vitneskju um málið. Eru þeir beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1020.Lá úti í tíu mánuði Í krufningarskýrslunni er til að mynda leitast við að svara því hvert ástand Florians var gagnvart lyfjum og öðru slíku. „Miðað við að þarna er maður búinn að liggja frá byrjun október og finnst þarna í ágúst,“ segir Elís en um tíu mánuðir liðu frá því Florian sást síðast og þar til göngufólk gekk fram á lík hans við Sauðdrápsgil í Laxárdal.Ekkert sem bendir til glæps Elís segir lögreglu hafa miðað rannsókn sína við það að miklar líkur væru á að andlát Florians hefði borið að með saknæmum hætti. Lík Florians fannst fjarri mannabyggðum og þótti klæðnaður hans heldur hversdagslegur miðað við útivist að hausti á Íslandi, en hann var klæddur í svarta strigaskó, dökkbláar íþróttabuxur og hettupeysu. „En við erum ekki að ná að tengja neitt sem er að segja okkur að þetta sé glæpur eða að hann hafi verið myrtur. Bráðabirgðakrufning sýnir ekki fram á að hann hafi verið beinbrotinn eða stunginn.“Göngufólk fann lík Forians við Sauðdrápsgil í Laxárdal á 18. ágúst síðastliðinn.Vísir/Loftmyndir.isHöfðu góðan aðgang að fjölskyldunni Hann segir fjölskyldu Florians hafa komið hingað til lands síðla í september og hafa verið yfirheyrða af lögreglu. „Við höfðum góðan aðgang að þeim. Þau fóru á staðinn sjálf til að kynna sér þetta og sú yfirreið öll er ekki að benda til að neinn hafi verið þar að verki, eða hann hafi átt sér óvildarmenn eða flæktur í neitt misjafnt.“Rífa plásturinn af ef nýja upplýsingar koma fram Elís segir lögregluna vera komna allt að því eins langt og hún getur farið með þessa rannsókn. Nú sé beðið eftir lokakrufningsskýrslunni erlendis frá. „Um leið og einhver veit meira og getur gefið upplýsingar þá rífum við plásturinn af og köfum lengra.“
Tengdar fréttir Líkfundur í Laxárdal: Maðurinn ekki á lista lögreglu yfir þá sem er saknað Tveir karlar á listanum, annar hvarf árið 2010 en hinn í fyrra. 20. ágúst 2015 12:20 Rannsókn lögreglu á líkfundi og banaslysi tefst vegna biðar eftir krufningsskýrslu „Þetta er svolítið vandamál, við þurfum að fá réttarlækna til landsins.“ 10. september 2015 10:34 Líkfundur í Laxárdal: Líkið af 19 ára gömlum Frakka Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur borið kennsl á líkið sem fannst í Laxárdal í Nesjum hinn 18. ágúst síðastliðinn. 1. september 2015 13:09 Líkfundur í Laxárdal: Vita ekkert um ferðir Frakkans eftir komu hans til Hafnar í Hornafirði Lögreglan á Suðurlandi og biður almenning um að aðstoð við að upplýsa um ferðir Frakkans sem fannst látinn í Laxárdal í Nesjum í ágúst. 9. september 2015 09:13 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Líkfundur í Laxárdal: Maðurinn ekki á lista lögreglu yfir þá sem er saknað Tveir karlar á listanum, annar hvarf árið 2010 en hinn í fyrra. 20. ágúst 2015 12:20
Rannsókn lögreglu á líkfundi og banaslysi tefst vegna biðar eftir krufningsskýrslu „Þetta er svolítið vandamál, við þurfum að fá réttarlækna til landsins.“ 10. september 2015 10:34
Líkfundur í Laxárdal: Líkið af 19 ára gömlum Frakka Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur borið kennsl á líkið sem fannst í Laxárdal í Nesjum hinn 18. ágúst síðastliðinn. 1. september 2015 13:09
Líkfundur í Laxárdal: Vita ekkert um ferðir Frakkans eftir komu hans til Hafnar í Hornafirði Lögreglan á Suðurlandi og biður almenning um að aðstoð við að upplýsa um ferðir Frakkans sem fannst látinn í Laxárdal í Nesjum í ágúst. 9. september 2015 09:13