80 kíló af MDMA í Norrænu: Sleppt úr gæsluvarðhaldi án peninga og skilríkja Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. október 2015 14:30 Frá aðgerðum tollayfirvalda á Seyðisfirði þegar parið var handtekið. vísir Hollensk kona sem losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær var allslaus þegar hún fór úr fangelsinu á Akureyri þar sem hún var í haldi. Samkvæmt heimildum Vísis var hún meðal annars án peninga og skilríkja en ekki liggur fyrir hvar hún dvaldi í nótt. Lögreglan á Austurlandi lagði hald á persónulegar eigur konunnar þegar hún var handtekin í byrjun september, grunuð um smygl á 80 kílóum af MDMA til landsins. Maðurinn hennar var einnig handtekinn en parið kom hingað með Norrænu og faldi fíkniefnin í húsbíl.„Í fjárhagskröggum en samt hafi þau ákveðið að fara í dýra Íslandsferð“ Konan sætir nú farbanni til 21. október samkvæmt dómi Hæstaréttar en Héraðsdómur Austurlands hafði áður úrskurðað konuna í gæsluvarðhald. Maðurinn sætir gæsluvarðhaldi til 3. nóvember. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að ekki sé samræmi með framburði konunnar og mannsins að mati lögreglunnar, meðal annars varðandi það hvert för þeirra var heitið. Segir í úrskurðinum að konan hafi ekki gefið „skynsamlegar skýringar á þessu ósamræmi. Þá hafi hún borið skýrt um að þau eiginmaðurinn hafi verið í fjárhagskröggum, en samt hafi þau ákveðið að fara í dýra Íslandsferð.“ Konan hafi auk þess ekki gefið skynsamlegar skýringar á því hvaðan hún haldi að peningarnir fyrir ferðinni hafi komið.Fangelsismálayfirvöld benda á hjálparsamtök „Í dag klukkan þrjú mun konan fá afhenta þá persónulegu muni sem hún hefur óskað eftir og lögreglan telur rétt að hún fái,“ segir Jónas Vilhelmsson hjá lögreglunni á Austurlandi sem fer með rannsókn málsins. Páll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki geta tjáð sig um einstök mál en lögum samkvæmt megi Fangelsismálastofnun einfaldlega ekki halda manneskju mínútu lengur en gæsluvarðhaldsúrskurður kveður á um. „Slíkt er brot á lögum og við sem stofnun værum bara skaðabótaskyld ef við værum að halda fólki án dóms og laga. Það sem við getum hins vegar gert er að benda fólki á hjálparsamtök á borð við Rauða krossinn, Hjálpræðisherinn eða félagsþjónustuna,“ segir Páll. Ekki náðist í verjanda konunnar við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Erlent par úrskurðað í gæsluvarðhald vegna fíkniefnafundarins Tollverðir og lögregla fundum um níutíu kíló af hörðum efnum við leit þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar í gær. 9. september 2015 16:54 80 kíló af MDMA í niðursuðudósum, varadekki og gaskútum Annar grunuðu hefur játað að hafa vitað um tilvist efnanna og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald 14. september 2015 16:44 Fíkniefnin fundust í kjölfar áhættugreiningar tollayfirvalda Efnin fundust í kjölfar áhættugreiningar tollsins á Íslandi í samvinnu við tollayfirvöld í Færeyjum og lögreglu á Íslandi. 9. september 2015 19:00 Fíkniefnin í Norrænu: Konan látin laus en sætir enn farbanni Héraðsdómur úrskurðaði konuna í síðustu viku í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. október en þeim úrskurði var hrundið í Hæstarétti. 13. október 2015 20:15 Yrði eitt af stærstu fíkniefnamálum Íslands Lagt var hald á umtalsvert magn af fíkniefnum í Norrænu í gær. 9. september 2015 14:38 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Hollensk kona sem losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær var allslaus þegar hún fór úr fangelsinu á Akureyri þar sem hún var í haldi. Samkvæmt heimildum Vísis var hún meðal annars án peninga og skilríkja en ekki liggur fyrir hvar hún dvaldi í nótt. Lögreglan á Austurlandi lagði hald á persónulegar eigur konunnar þegar hún var handtekin í byrjun september, grunuð um smygl á 80 kílóum af MDMA til landsins. Maðurinn hennar var einnig handtekinn en parið kom hingað með Norrænu og faldi fíkniefnin í húsbíl.„Í fjárhagskröggum en samt hafi þau ákveðið að fara í dýra Íslandsferð“ Konan sætir nú farbanni til 21. október samkvæmt dómi Hæstaréttar en Héraðsdómur Austurlands hafði áður úrskurðað konuna í gæsluvarðhald. Maðurinn sætir gæsluvarðhaldi til 3. nóvember. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að ekki sé samræmi með framburði konunnar og mannsins að mati lögreglunnar, meðal annars varðandi það hvert för þeirra var heitið. Segir í úrskurðinum að konan hafi ekki gefið „skynsamlegar skýringar á þessu ósamræmi. Þá hafi hún borið skýrt um að þau eiginmaðurinn hafi verið í fjárhagskröggum, en samt hafi þau ákveðið að fara í dýra Íslandsferð.“ Konan hafi auk þess ekki gefið skynsamlegar skýringar á því hvaðan hún haldi að peningarnir fyrir ferðinni hafi komið.Fangelsismálayfirvöld benda á hjálparsamtök „Í dag klukkan þrjú mun konan fá afhenta þá persónulegu muni sem hún hefur óskað eftir og lögreglan telur rétt að hún fái,“ segir Jónas Vilhelmsson hjá lögreglunni á Austurlandi sem fer með rannsókn málsins. Páll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki geta tjáð sig um einstök mál en lögum samkvæmt megi Fangelsismálastofnun einfaldlega ekki halda manneskju mínútu lengur en gæsluvarðhaldsúrskurður kveður á um. „Slíkt er brot á lögum og við sem stofnun værum bara skaðabótaskyld ef við værum að halda fólki án dóms og laga. Það sem við getum hins vegar gert er að benda fólki á hjálparsamtök á borð við Rauða krossinn, Hjálpræðisherinn eða félagsþjónustuna,“ segir Páll. Ekki náðist í verjanda konunnar við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Erlent par úrskurðað í gæsluvarðhald vegna fíkniefnafundarins Tollverðir og lögregla fundum um níutíu kíló af hörðum efnum við leit þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar í gær. 9. september 2015 16:54 80 kíló af MDMA í niðursuðudósum, varadekki og gaskútum Annar grunuðu hefur játað að hafa vitað um tilvist efnanna og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald 14. september 2015 16:44 Fíkniefnin fundust í kjölfar áhættugreiningar tollayfirvalda Efnin fundust í kjölfar áhættugreiningar tollsins á Íslandi í samvinnu við tollayfirvöld í Færeyjum og lögreglu á Íslandi. 9. september 2015 19:00 Fíkniefnin í Norrænu: Konan látin laus en sætir enn farbanni Héraðsdómur úrskurðaði konuna í síðustu viku í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. október en þeim úrskurði var hrundið í Hæstarétti. 13. október 2015 20:15 Yrði eitt af stærstu fíkniefnamálum Íslands Lagt var hald á umtalsvert magn af fíkniefnum í Norrænu í gær. 9. september 2015 14:38 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Erlent par úrskurðað í gæsluvarðhald vegna fíkniefnafundarins Tollverðir og lögregla fundum um níutíu kíló af hörðum efnum við leit þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar í gær. 9. september 2015 16:54
80 kíló af MDMA í niðursuðudósum, varadekki og gaskútum Annar grunuðu hefur játað að hafa vitað um tilvist efnanna og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald 14. september 2015 16:44
Fíkniefnin fundust í kjölfar áhættugreiningar tollayfirvalda Efnin fundust í kjölfar áhættugreiningar tollsins á Íslandi í samvinnu við tollayfirvöld í Færeyjum og lögreglu á Íslandi. 9. september 2015 19:00
Fíkniefnin í Norrænu: Konan látin laus en sætir enn farbanni Héraðsdómur úrskurðaði konuna í síðustu viku í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. október en þeim úrskurði var hrundið í Hæstarétti. 13. október 2015 20:15
Yrði eitt af stærstu fíkniefnamálum Íslands Lagt var hald á umtalsvert magn af fíkniefnum í Norrænu í gær. 9. september 2015 14:38