Sátt um áfengisstefnu rofin? Róbert H. Haraldsson skrifar 14. október 2015 07:00 Áfengisstefnan sem rekin er á Íslandi felur í sér vel heppnaða tilraun til að sætta ólík sjónarmið og andstæða hagsmuni. Leitast er við að finna jafnvægi á milli einstaklingsfrelsis og lýðheilsusjónarmiða. Reynt er að sætta hagsmuni áfengisseljenda og t.d. foreldra sem vilja ekki að börn þeirra hafi áfengi fyrir augunum upp á hvern dag. Og þannig mætti lengi telja. Nokkur hópur þingmanna hefur um árabil lagt kapp á að rjúfa þessa sátt gegn vilja meirihluta þjóðarinnar. Og nú hafa þingmenn enn á ný lagt fram frumvarp í sama tilgangi sem heimilar sölu áfengis af öllum styrkleikaflokkum í öllum matvöruverslunum og víðar. Það eru ýmsar leiðir til að rjúfa sátt en flestar eiga þær það sameiginlegt að draga taum tiltekinna sérhagsmuna en skeyta lítt um hagsmuni og sjónarmið annarra eða um almannaheill. Áfengisfrumvarpið er samið á forsendum verslunarinnar og verslunarhagsmunir trompa þar alla aðra hagsmuni. Í greinargerð með frumvarpinu – sem er samsafn af ágiskunum, hugdettum og „mér finnst“ og „ætla má“ rökum – er velt upp þeirri grundvallarspurningu hvort ekki sé eðlilegra að ágóðinn af áfengissölu fari til einkaaðila frekar en ríkisins. Vandi frumvarpsflytjenda og annarra stuðningsmanna frumvarpsins er sá að slíkur málflutningur er ekki líklegur til vinsælda. Opinber málflutningur þeirra hefur því að mestu leyti byggst á öðrum rökum. Þar standa þrenns konar rök upp úr. Í fyrsta lagi er sagt að núverandi áfengisstefna Íslendinga fari í bága við hugsjónina um einstaklingsfrelsi þótt öllum megi vera ljóst að á Íslandi hafi allir (tuttugu ára og eldri) greiðan og nokkurn veginn jafngreiðan aðgang að áfengi. Í öðru lagi er tönnlast á því að Ísland sé eina landið í heiminum þar sem ekki sé leyft að selja áfengi af öllum styrkleikaflokkum í matvöruverslunum jafnvel þótt mönnum megi vera ljóst að þetta er rangt. Áfengi er ekki selt í matvöruverslunum víða í Norður-Ameríku og víða á Norðurlöndum. Í þriðja lagi er öllum brögðum beitt til að telja fólki trú um að áfengi sé ósköp venjuleg neysluvara. Í blaðagreinum til stuðnings frumvarpinu sl. vetur var áfengi t.d. líkt við kex og sykur, og bent á að einu sinni hafi höft verið lögð á sölu kex á Íslandi. Síðustu rökin eru grátbrosleg en þau sýna þó vel hve langt sumir einstaklingar ganga fram í villandi málflutningi svo þeir þurfi aldrei að viðurkenna tilvist annarra hagsmuna og sjónarmiða en sinna eigin. Þeir neita alfarið að viðurkenna svo mikið sem brot af þeim stórskaða fyrir einstaklinga og samfélagið í heild sem áfengisneysla hefur í för með sér.Víðtækur skaði Engin söluvara veldur jafn víðtækum skaða og áfengi sem bitnar m.a. á einstaklingum, fjölskyldum, atvinnulífinu, réttarkerfinu og heilbrigðiskerfinu. Mikill fjöldi einstaklinga vinnur hörðum höndum að því að lágmarka þann skaða, t.d. með því að hjálpa fjölskyldum sem lagðar hafa verið í rúst vegna áfengisneyslu. Margir af þessum einstaklingum eru á launaskrá hjá ríkinu, aðrir gefa tíma sinn í sjálfboðavinnu, og sumir vinna hjá félagasamtökum sem eru fjármögnuð að hluta af ríkinu og að hluta af frjálsum framlögum einstaklinga. Skattgreiðendur greiða stóran hluta af kostnaðinum sem hlýst af áfengisdrykkju á Íslandi, en fjárframlög einstaklinga eru umtalsverð. Ennþá stærri hópur einstaklinga gefur frjálslega af tíma sínum til að hjálpa þeim sem ratað hafa í vanda vegna áfengisdrykkju. Allt þetta starf er afar virðingarvert og ofurskiljanlegt í samfélagi þar sem stjórnvöld reka stranga áfengisstefnu og töluverðum hluta af gróðanum af áfengissölu er varið til að greiða fyrir skaðann sem áfengi veldur á hverjum degi. Ef stjórnvöld ákveða að falla frá stefnu sinni í áfengismálum, stuðla að aukinni drykkju með auknu aðgengi að áfengi, og veita megninu af ágóðanum af áfengissölu til einkaaðila, horfa málin skyndilega öðruvísi við. Þá blasir við sú nöturlega mynd að einn hirðir gróðann af áfengisneyslu en annar borgar brúsann. Þeir sem gefa frjálslega af tíma sínum og fjármunum í málaflokkinn, sem og allir skattgreiðendur, hljóta þá að spyrja sjálfa sig: Hvers vegna ættum við að hreinsa upp afleiðingarnar þegar aðrir hirða ágóðann? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Sjá meira
Áfengisstefnan sem rekin er á Íslandi felur í sér vel heppnaða tilraun til að sætta ólík sjónarmið og andstæða hagsmuni. Leitast er við að finna jafnvægi á milli einstaklingsfrelsis og lýðheilsusjónarmiða. Reynt er að sætta hagsmuni áfengisseljenda og t.d. foreldra sem vilja ekki að börn þeirra hafi áfengi fyrir augunum upp á hvern dag. Og þannig mætti lengi telja. Nokkur hópur þingmanna hefur um árabil lagt kapp á að rjúfa þessa sátt gegn vilja meirihluta þjóðarinnar. Og nú hafa þingmenn enn á ný lagt fram frumvarp í sama tilgangi sem heimilar sölu áfengis af öllum styrkleikaflokkum í öllum matvöruverslunum og víðar. Það eru ýmsar leiðir til að rjúfa sátt en flestar eiga þær það sameiginlegt að draga taum tiltekinna sérhagsmuna en skeyta lítt um hagsmuni og sjónarmið annarra eða um almannaheill. Áfengisfrumvarpið er samið á forsendum verslunarinnar og verslunarhagsmunir trompa þar alla aðra hagsmuni. Í greinargerð með frumvarpinu – sem er samsafn af ágiskunum, hugdettum og „mér finnst“ og „ætla má“ rökum – er velt upp þeirri grundvallarspurningu hvort ekki sé eðlilegra að ágóðinn af áfengissölu fari til einkaaðila frekar en ríkisins. Vandi frumvarpsflytjenda og annarra stuðningsmanna frumvarpsins er sá að slíkur málflutningur er ekki líklegur til vinsælda. Opinber málflutningur þeirra hefur því að mestu leyti byggst á öðrum rökum. Þar standa þrenns konar rök upp úr. Í fyrsta lagi er sagt að núverandi áfengisstefna Íslendinga fari í bága við hugsjónina um einstaklingsfrelsi þótt öllum megi vera ljóst að á Íslandi hafi allir (tuttugu ára og eldri) greiðan og nokkurn veginn jafngreiðan aðgang að áfengi. Í öðru lagi er tönnlast á því að Ísland sé eina landið í heiminum þar sem ekki sé leyft að selja áfengi af öllum styrkleikaflokkum í matvöruverslunum jafnvel þótt mönnum megi vera ljóst að þetta er rangt. Áfengi er ekki selt í matvöruverslunum víða í Norður-Ameríku og víða á Norðurlöndum. Í þriðja lagi er öllum brögðum beitt til að telja fólki trú um að áfengi sé ósköp venjuleg neysluvara. Í blaðagreinum til stuðnings frumvarpinu sl. vetur var áfengi t.d. líkt við kex og sykur, og bent á að einu sinni hafi höft verið lögð á sölu kex á Íslandi. Síðustu rökin eru grátbrosleg en þau sýna þó vel hve langt sumir einstaklingar ganga fram í villandi málflutningi svo þeir þurfi aldrei að viðurkenna tilvist annarra hagsmuna og sjónarmiða en sinna eigin. Þeir neita alfarið að viðurkenna svo mikið sem brot af þeim stórskaða fyrir einstaklinga og samfélagið í heild sem áfengisneysla hefur í för með sér.Víðtækur skaði Engin söluvara veldur jafn víðtækum skaða og áfengi sem bitnar m.a. á einstaklingum, fjölskyldum, atvinnulífinu, réttarkerfinu og heilbrigðiskerfinu. Mikill fjöldi einstaklinga vinnur hörðum höndum að því að lágmarka þann skaða, t.d. með því að hjálpa fjölskyldum sem lagðar hafa verið í rúst vegna áfengisneyslu. Margir af þessum einstaklingum eru á launaskrá hjá ríkinu, aðrir gefa tíma sinn í sjálfboðavinnu, og sumir vinna hjá félagasamtökum sem eru fjármögnuð að hluta af ríkinu og að hluta af frjálsum framlögum einstaklinga. Skattgreiðendur greiða stóran hluta af kostnaðinum sem hlýst af áfengisdrykkju á Íslandi, en fjárframlög einstaklinga eru umtalsverð. Ennþá stærri hópur einstaklinga gefur frjálslega af tíma sínum til að hjálpa þeim sem ratað hafa í vanda vegna áfengisdrykkju. Allt þetta starf er afar virðingarvert og ofurskiljanlegt í samfélagi þar sem stjórnvöld reka stranga áfengisstefnu og töluverðum hluta af gróðanum af áfengissölu er varið til að greiða fyrir skaðann sem áfengi veldur á hverjum degi. Ef stjórnvöld ákveða að falla frá stefnu sinni í áfengismálum, stuðla að aukinni drykkju með auknu aðgengi að áfengi, og veita megninu af ágóðanum af áfengissölu til einkaaðila, horfa málin skyndilega öðruvísi við. Þá blasir við sú nöturlega mynd að einn hirðir gróðann af áfengisneyslu en annar borgar brúsann. Þeir sem gefa frjálslega af tíma sínum og fjármunum í málaflokkinn, sem og allir skattgreiðendur, hljóta þá að spyrja sjálfa sig: Hvers vegna ættum við að hreinsa upp afleiðingarnar þegar aðrir hirða ágóðann?
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar