Meniga hlýtur alþjóðleg verðlaun fyrir jákvæð samfélagsleg áhrif Sæunn Gísladóttir skrifar 13. október 2015 16:17 Georg Lúðvíksson er forstjóri Meniga. Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga hlýtur verðlaun fyrir bestu tæknilausnina í flokki viðskipta og verslunar á World Summit Award, alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin er á vegum Sameinuðu þjóðanna. Tilgangur ráðstefnunnar er að verðlauna þau fyrirtæki í heiminum sem þykja skara framúr í þróun á tækninýjungum sem sýna samfélagslega ábyrgð og hjálpa fólki um allan heim, segir í tilkynningu. Alls bárust ráðstefnunni rúmlega 400 tilnefningar í ár frá 178 löndum víðs vegar að úr heiminum. Sigurvegarar World Summit Award voru valdir af dómnefnd sem skipuð er af 19 alþjóðlegum sérfræðingum í upplýsinga- og samskiptatækni. Aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna tilnefna eina vöru í hverjum flokki og var framlag Íslands í ár frá Meniga.Mikill heiður fyrir MenigaVerðlaunaafhendingin fer fram í Shenzhen í Kína í febrúar næstkomandi á heimsþingi World Summit Global þar sem fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, fulltrúar ráðuneyta, sérfræðingar í upplýsinga- og samskiptatækni og fulltrúar stórfyrirtækja koma saman. Fyrr á árinu hlaut Meniga verðlaun fyrir bestu lausnina á Finovate Europe 2015 ráðstefnunni sem er ein þekktasta og virtasta ráðstefna heims um tækninýjungar í fjármálatengdum hugbúnaði. Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga, segir verðlaunin vera gríðarlegan heiður. „Betra fjármálalæsi og skynsamlegri fjármálahegðun einstaklinga og heimila er eitt stærsta tækifæri samtímans til að bæta lífsgæði um allan heim. Það er því virkilega ánægjulegt að fá þessa virðulegu hvatningu frá Sameinuðu þjóðunum í gegnum World Summit Award en þessi verðlaun snúast fyrst og fremst um jákvæð samfélagsleg áhrif af viðskiptum. Það hefur verið markmið Meniga frá upphafi að búa til lausnir sem hjálpa einstaklingum og fjölskyldum um allan heim með fjármálin sín og því hafa þessi verðlaun sérstaka þýðingu fyrir okkur.“ Mikil viðurkenning fyrir íslenska frumkvöðlastarfsemi á sviði tækninýjungaJóhann Pétur Malmquist, prófessor í tölvunarfræði við Háskóla Íslands er sérfræðingur hjá World Summit Award fyrir Ísland og velur verkefni frá Íslandi. Hann var fyrsti Íslendingurinn til að verja doktorsritgerð í tölvunarfræðum árið 1979 og hefur tekið þátt í að mennta þúsundir tölvunarfræðinga. Einnig hefur Jóhann lagt mikla áherslu á að mennta nemendur í nýsköpun og kennir meðal annars námskeiðið „Frá hugmynd að veruleika“ sem hefur verið í stöðugri þróun. Hundruðir nemenda hafa setið það námskeið og margir þeirra náð að setja á fót sín fyrstu sprotafyrirtæki sem sum hver hafa náð langt á alþjóðavísu. Jóhann hefur sjálfur komið að stofnun margra sprotafyrirtækja og einnig verið alþjóðlegur ráðgjafi hjá fyrirtækjum eins og Apple Computers. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir íslenska frumkvöðlastarfsemi í hugbúnaðariðnaði og sérstaklega fyrir Meniga þar sem þetta eru virt alþjóðleg verðlaun og var Meniga að keppa við lausnir frá 178 löndum“ segir Jóhann. Jóhann heldur áfram og segir „Minn draumur er að fleiri íslensk fyrirtæki nái svona langt og að við getum haldið áfram að skapa fleiri vellaunuð störf í hugbúnaðariðnaði á Íslandi. Það gleður mig mikið þegar nemendum mínum farnast vel. Það er sérstaklega verðmætt þegar íslenskt hugvit er notað til verðmætasköpunar og skilar erlendum tekjum sem er undirstaða bættra lífskjara á Íslandi." Tækni Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga hlýtur verðlaun fyrir bestu tæknilausnina í flokki viðskipta og verslunar á World Summit Award, alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin er á vegum Sameinuðu þjóðanna. Tilgangur ráðstefnunnar er að verðlauna þau fyrirtæki í heiminum sem þykja skara framúr í þróun á tækninýjungum sem sýna samfélagslega ábyrgð og hjálpa fólki um allan heim, segir í tilkynningu. Alls bárust ráðstefnunni rúmlega 400 tilnefningar í ár frá 178 löndum víðs vegar að úr heiminum. Sigurvegarar World Summit Award voru valdir af dómnefnd sem skipuð er af 19 alþjóðlegum sérfræðingum í upplýsinga- og samskiptatækni. Aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna tilnefna eina vöru í hverjum flokki og var framlag Íslands í ár frá Meniga.Mikill heiður fyrir MenigaVerðlaunaafhendingin fer fram í Shenzhen í Kína í febrúar næstkomandi á heimsþingi World Summit Global þar sem fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, fulltrúar ráðuneyta, sérfræðingar í upplýsinga- og samskiptatækni og fulltrúar stórfyrirtækja koma saman. Fyrr á árinu hlaut Meniga verðlaun fyrir bestu lausnina á Finovate Europe 2015 ráðstefnunni sem er ein þekktasta og virtasta ráðstefna heims um tækninýjungar í fjármálatengdum hugbúnaði. Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga, segir verðlaunin vera gríðarlegan heiður. „Betra fjármálalæsi og skynsamlegri fjármálahegðun einstaklinga og heimila er eitt stærsta tækifæri samtímans til að bæta lífsgæði um allan heim. Það er því virkilega ánægjulegt að fá þessa virðulegu hvatningu frá Sameinuðu þjóðunum í gegnum World Summit Award en þessi verðlaun snúast fyrst og fremst um jákvæð samfélagsleg áhrif af viðskiptum. Það hefur verið markmið Meniga frá upphafi að búa til lausnir sem hjálpa einstaklingum og fjölskyldum um allan heim með fjármálin sín og því hafa þessi verðlaun sérstaka þýðingu fyrir okkur.“ Mikil viðurkenning fyrir íslenska frumkvöðlastarfsemi á sviði tækninýjungaJóhann Pétur Malmquist, prófessor í tölvunarfræði við Háskóla Íslands er sérfræðingur hjá World Summit Award fyrir Ísland og velur verkefni frá Íslandi. Hann var fyrsti Íslendingurinn til að verja doktorsritgerð í tölvunarfræðum árið 1979 og hefur tekið þátt í að mennta þúsundir tölvunarfræðinga. Einnig hefur Jóhann lagt mikla áherslu á að mennta nemendur í nýsköpun og kennir meðal annars námskeiðið „Frá hugmynd að veruleika“ sem hefur verið í stöðugri þróun. Hundruðir nemenda hafa setið það námskeið og margir þeirra náð að setja á fót sín fyrstu sprotafyrirtæki sem sum hver hafa náð langt á alþjóðavísu. Jóhann hefur sjálfur komið að stofnun margra sprotafyrirtækja og einnig verið alþjóðlegur ráðgjafi hjá fyrirtækjum eins og Apple Computers. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir íslenska frumkvöðlastarfsemi í hugbúnaðariðnaði og sérstaklega fyrir Meniga þar sem þetta eru virt alþjóðleg verðlaun og var Meniga að keppa við lausnir frá 178 löndum“ segir Jóhann. Jóhann heldur áfram og segir „Minn draumur er að fleiri íslensk fyrirtæki nái svona langt og að við getum haldið áfram að skapa fleiri vellaunuð störf í hugbúnaðariðnaði á Íslandi. Það gleður mig mikið þegar nemendum mínum farnast vel. Það er sérstaklega verðmætt þegar íslenskt hugvit er notað til verðmætasköpunar og skilar erlendum tekjum sem er undirstaða bættra lífskjara á Íslandi."
Tækni Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira