Staðgöngumóðir má ekki vera skyld barninu í beinan legg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2015 15:26 Á meðal skilyrða sem staðgöngumóðir þarf að uppfylla er að hafa náð 25 ára aldri og vera ekki eldri en 39 ára. vísir/getty Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Í frumvarpinu er kveðið á um nokkuð mörg skilyrði sem bæði staðgöngumóðir, og maki hennar ef við á, þurfa að uppfylla, auk skilyrða sem væntanlegir foreldrar þurfa að uppfylla. Á meðal skilyrða sem staðgöngumóðir þarf að uppfylla er að hafa náð 25 ára aldri og vera ekki eldri en 39 ára. Þá verður hún að hafa eignast að minnsta kosti eitt barn eftir eðlilega meðgöngu og fæðingu.Samkvæmt frumvarpinu verða að hafa liðið tvö ár að lágmarki frá fæðingu barns staðgöngumóðurinnar og þá má síðasta meðganga hennar ekki hafa endað með fósturmissi eftir fyrst þriðjung eða fæðingu andvana barns. Auk þess verða að hafa liðið að lágmarki tvö ár frá andláti barns hafi staðgöngumóðir eða maki hennar misst barn.Væntanlegir foreldrar ekki eldri en 45 ára Þá má hvorki staðgöngumóðirin, né maki hennar, vera systir, bróðir eða skyld í beinan legg því væntanlega foreldri sem leggur til kynfrumu, en skylda er samkvæmt frumvarpinu að nota kynfrumu frá að minnsta kosti öðru væntanlegra foreldra. Væntanlegir foreldrar skulu hafa náð 25 ára aldri en mega ekki vera eldri en 45 ára. Þeir skulu vera hjón eða einstaklingar í sambúð sem er skráð í þjóðskrá og eiga samkvæmt frumvarpinu að standa saman að umsókn um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Þá skulu foreldrarnir ekki hafa verið skemur í samfelldri sambúð en þrjú ár þegar umsókn er lögð fram. Hjúskapur eða skráð sambúð þar af skal hafa varað í eitt ár hið minnsta. Í frumvarpinu segir að einhleypir geti „fengið leyfi til staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni ef sérstaklega stendur á og ótvírætt þykir að hagsmunir barns verði tryggðir og að uppfylltum öðrum skilyrðum laga þessara.“Þriggja manna nefnd mun veita leyfi til staðgöngumæðrunar Væntanlegir foreldrar mega þar að auki hvorki eiga barn undir tveggja ára aldri né bera ábyrgð á uppeldi svo ungs barns. Þá er sett það skilyrði að „væntanlegir foreldrar geti af læknisfræðilegum ástæðum ekki tekist á við það álag sem fylgir meðgöngu og fæðingu barns eða líffræðilegar ástæður útiloki meðgöngu. Miða skal við alvarleg, skaðleg áhrif meðgöngu og fæðingar með hliðsjón af almennum læknisfræðilegum og fæðingarfræðilegum viðmiðum.“ Samkvæmt frumvarpinu mun ráðherra skipa þriggja manna nefnd sem veita mun leyfi til staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni. Nefndin verður skipuð til fjögurra ára í senn og í henni eiga að sitja einn lögfræðingur, einn læknir auk sálfræðings eða félagsráðgjafa. Tengdar fréttir Vill umræðu um staðgöngumæðrun: „Kraftaverk ef ég get sjálf gengið með barn“ Þingmaðurinn og bóndinn Jóhanna María Sigmundsdóttir fékk að vita tvítug að hún geti aldrei gengið með barn. 15. ágúst 2015 09:00 Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni gæti orðið að veruleika innan tíðar Frumvarp þess efnis kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag. 6. október 2015 20:00 „Ættleiðingar eru bara óafturkræfur gjörningur“ Leikkonan Guðlaug Elísabet fjallar um reynslu sína af staðgöngumæðrun í Kastljósinu. 24. september 2015 14:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Í frumvarpinu er kveðið á um nokkuð mörg skilyrði sem bæði staðgöngumóðir, og maki hennar ef við á, þurfa að uppfylla, auk skilyrða sem væntanlegir foreldrar þurfa að uppfylla. Á meðal skilyrða sem staðgöngumóðir þarf að uppfylla er að hafa náð 25 ára aldri og vera ekki eldri en 39 ára. Þá verður hún að hafa eignast að minnsta kosti eitt barn eftir eðlilega meðgöngu og fæðingu.Samkvæmt frumvarpinu verða að hafa liðið tvö ár að lágmarki frá fæðingu barns staðgöngumóðurinnar og þá má síðasta meðganga hennar ekki hafa endað með fósturmissi eftir fyrst þriðjung eða fæðingu andvana barns. Auk þess verða að hafa liðið að lágmarki tvö ár frá andláti barns hafi staðgöngumóðir eða maki hennar misst barn.Væntanlegir foreldrar ekki eldri en 45 ára Þá má hvorki staðgöngumóðirin, né maki hennar, vera systir, bróðir eða skyld í beinan legg því væntanlega foreldri sem leggur til kynfrumu, en skylda er samkvæmt frumvarpinu að nota kynfrumu frá að minnsta kosti öðru væntanlegra foreldra. Væntanlegir foreldrar skulu hafa náð 25 ára aldri en mega ekki vera eldri en 45 ára. Þeir skulu vera hjón eða einstaklingar í sambúð sem er skráð í þjóðskrá og eiga samkvæmt frumvarpinu að standa saman að umsókn um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Þá skulu foreldrarnir ekki hafa verið skemur í samfelldri sambúð en þrjú ár þegar umsókn er lögð fram. Hjúskapur eða skráð sambúð þar af skal hafa varað í eitt ár hið minnsta. Í frumvarpinu segir að einhleypir geti „fengið leyfi til staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni ef sérstaklega stendur á og ótvírætt þykir að hagsmunir barns verði tryggðir og að uppfylltum öðrum skilyrðum laga þessara.“Þriggja manna nefnd mun veita leyfi til staðgöngumæðrunar Væntanlegir foreldrar mega þar að auki hvorki eiga barn undir tveggja ára aldri né bera ábyrgð á uppeldi svo ungs barns. Þá er sett það skilyrði að „væntanlegir foreldrar geti af læknisfræðilegum ástæðum ekki tekist á við það álag sem fylgir meðgöngu og fæðingu barns eða líffræðilegar ástæður útiloki meðgöngu. Miða skal við alvarleg, skaðleg áhrif meðgöngu og fæðingar með hliðsjón af almennum læknisfræðilegum og fæðingarfræðilegum viðmiðum.“ Samkvæmt frumvarpinu mun ráðherra skipa þriggja manna nefnd sem veita mun leyfi til staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni. Nefndin verður skipuð til fjögurra ára í senn og í henni eiga að sitja einn lögfræðingur, einn læknir auk sálfræðings eða félagsráðgjafa.
Tengdar fréttir Vill umræðu um staðgöngumæðrun: „Kraftaverk ef ég get sjálf gengið með barn“ Þingmaðurinn og bóndinn Jóhanna María Sigmundsdóttir fékk að vita tvítug að hún geti aldrei gengið með barn. 15. ágúst 2015 09:00 Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni gæti orðið að veruleika innan tíðar Frumvarp þess efnis kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag. 6. október 2015 20:00 „Ættleiðingar eru bara óafturkræfur gjörningur“ Leikkonan Guðlaug Elísabet fjallar um reynslu sína af staðgöngumæðrun í Kastljósinu. 24. september 2015 14:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Vill umræðu um staðgöngumæðrun: „Kraftaverk ef ég get sjálf gengið með barn“ Þingmaðurinn og bóndinn Jóhanna María Sigmundsdóttir fékk að vita tvítug að hún geti aldrei gengið með barn. 15. ágúst 2015 09:00
Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni gæti orðið að veruleika innan tíðar Frumvarp þess efnis kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag. 6. október 2015 20:00
„Ættleiðingar eru bara óafturkræfur gjörningur“ Leikkonan Guðlaug Elísabet fjallar um reynslu sína af staðgöngumæðrun í Kastljósinu. 24. september 2015 14:30