Flaggskip selt og fiskvinnslu hætt til að forðast gjaldþrot Kristján Már Unnarsson skrifar 12. október 2015 20:15 Yfir fimmtíu störf hverfa frá Tálknafirði með sölu stærsta fiskiskipsins og lokun frystihússins, en aðgerðirnar verða staðfestar með samningum á næstu dögum. Útgerðarmaðurinn segir reksturinn hafa stefnt í þrot en vonast til að uppbygging fiskeldis mildi höggið fyrir þessa þrjúhundruð manna byggð. Fiskiskipið Kópur BA í eigu Þórsbergs hf. hefur verið flaggskip Tálknfirðinga og staðið undir fiskvinnslu fyrirtæksins, stærsta atvinnufyrirtækis Tálknafjarðar með um 60 starfsmenn. Í lok ágústmánaðar var öllum starfsmönnum frystihússins sagt upp vegna endurskipulagningar og ákveðið að rekstur hæfist ekki á ný eftir sumarleyfi. Nú er orðið ljóst að frystihúsinu verður lokað og skipið selt úr byggðinni. Að sögn Guðjóns Indriðasonar útgerðarmanns er stefnt að því að ganga frá samningum um sölu Kóps ásamt kvóta til Suðurnesja, til fyrirtækisins Nesfisks í Garði, fyrir miðja þessa viku. Guðjón segir að með skiptisamningum við Nesfisk fái Þórsberg þó tvo þriðju hluta kvótans til baka í formi krókaaflamarks en áformað er að gera út minni krókabát sem kallar á sex til sjö störf.Þórsberg hf. hefur verið stærsta atvinnufyrirtækið á Tálknafirði með 60 manns í vinnu. Eftir endurskipulagningu verða aðeins sex til sjö starfsmenn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta þýðir að um 54 störf tapast frá Tálknafirði en ráðgert er að aflinn verði seldur á markaði. Guðjón tekur þó fram að ef staðan á saltfiskmörkuðum batni sé hugsanlegt að fiskvinnsla hefjist að nýju, en hún verði þó mun minni en áður. Hann segir skuldastöðu fyrirtækisins knýja á um þessar breytingar. Að öðrum kosti hefði stefnt í þrot, og segir hann að rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra útgerða sé erfitt. Lækkun olíuverðs sé það eina jákvæða fyrir reksturinn. Gengisþróun hafi verið óhagstæð og kvótagjöld bæti ekki stöðuna. Ekki sé hægt að fljóta sofandi að feigðarósi. Guðjón bendir á að það mildi höggið fyrir Tálknafjörð að þar byggist fiskeldi upp af krafti með verulegri fjölgun starfa en þar eru nú fjögur eldisfyrirtæki; Tungusilungur, Fjarðalax, Arnarlax og Dýrfiskur. Tengdar fréttir Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Makríll stuðlar að húsasmíði á Suðurnesjum Makrílveiðar valda því að eitt af sjávarútvegsfyrirtækjum Suðurnesja stendur í þrjúhundruð milljóna króna framkvæmdum og sést byggingarkrani nú á hreyfingu í Garðinum. 20. febrúar 2012 20:00 Stjórnvöld þrýsta kvótanum til stærri útgerða með veiðigjöldum Há veiðigjöld ógna smærri byggðum, segir framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, og spáir því að kvótinn haldi áfram að færast á færri hendur og til stærri útgerða, þótt stjórnvöld segist vilja annað. 16. nóvember 2014 08:00 Skilyrði sölu að útgerðin verði áfram á Seyðisfirði Togarinn og frystihúsið, burðarásar Seyðisfjarðar, hafa verið seld til Síldarvinnslunnar. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að þetta sé kannski það besta sem gat gerst. 1. október 2014 17:28 Vantar íbúðir fyrir tugi nýrra starfsmanna á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtækið Fjarðalax er að ráða 25 nýja starfsmenn á sunnanverðum Vestfjörðum um þessar mundir. 2. október 2014 20:30 Öllum sagt upp hjá Þórsbergi á Tálknafirði Reiðarslag að mati sveitastjóra Tálknafjarðar 1. september 2015 07:00 Uppsagnir á Tálknafirði reiðarslag fyrir samfélagið „Fólk er að taka þessu mjög illa en marga grunaði að það væri eitthvað í gangi,“ segir einn þeirra 26 starfsmanna sem sagt var upp störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Þórsbergi á Tálknafirði í fyrradag. 2. september 2015 07:00 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Yfir fimmtíu störf hverfa frá Tálknafirði með sölu stærsta fiskiskipsins og lokun frystihússins, en aðgerðirnar verða staðfestar með samningum á næstu dögum. Útgerðarmaðurinn segir reksturinn hafa stefnt í þrot en vonast til að uppbygging fiskeldis mildi höggið fyrir þessa þrjúhundruð manna byggð. Fiskiskipið Kópur BA í eigu Þórsbergs hf. hefur verið flaggskip Tálknfirðinga og staðið undir fiskvinnslu fyrirtæksins, stærsta atvinnufyrirtækis Tálknafjarðar með um 60 starfsmenn. Í lok ágústmánaðar var öllum starfsmönnum frystihússins sagt upp vegna endurskipulagningar og ákveðið að rekstur hæfist ekki á ný eftir sumarleyfi. Nú er orðið ljóst að frystihúsinu verður lokað og skipið selt úr byggðinni. Að sögn Guðjóns Indriðasonar útgerðarmanns er stefnt að því að ganga frá samningum um sölu Kóps ásamt kvóta til Suðurnesja, til fyrirtækisins Nesfisks í Garði, fyrir miðja þessa viku. Guðjón segir að með skiptisamningum við Nesfisk fái Þórsberg þó tvo þriðju hluta kvótans til baka í formi krókaaflamarks en áformað er að gera út minni krókabát sem kallar á sex til sjö störf.Þórsberg hf. hefur verið stærsta atvinnufyrirtækið á Tálknafirði með 60 manns í vinnu. Eftir endurskipulagningu verða aðeins sex til sjö starfsmenn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta þýðir að um 54 störf tapast frá Tálknafirði en ráðgert er að aflinn verði seldur á markaði. Guðjón tekur þó fram að ef staðan á saltfiskmörkuðum batni sé hugsanlegt að fiskvinnsla hefjist að nýju, en hún verði þó mun minni en áður. Hann segir skuldastöðu fyrirtækisins knýja á um þessar breytingar. Að öðrum kosti hefði stefnt í þrot, og segir hann að rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra útgerða sé erfitt. Lækkun olíuverðs sé það eina jákvæða fyrir reksturinn. Gengisþróun hafi verið óhagstæð og kvótagjöld bæti ekki stöðuna. Ekki sé hægt að fljóta sofandi að feigðarósi. Guðjón bendir á að það mildi höggið fyrir Tálknafjörð að þar byggist fiskeldi upp af krafti með verulegri fjölgun starfa en þar eru nú fjögur eldisfyrirtæki; Tungusilungur, Fjarðalax, Arnarlax og Dýrfiskur.
Tengdar fréttir Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Makríll stuðlar að húsasmíði á Suðurnesjum Makrílveiðar valda því að eitt af sjávarútvegsfyrirtækjum Suðurnesja stendur í þrjúhundruð milljóna króna framkvæmdum og sést byggingarkrani nú á hreyfingu í Garðinum. 20. febrúar 2012 20:00 Stjórnvöld þrýsta kvótanum til stærri útgerða með veiðigjöldum Há veiðigjöld ógna smærri byggðum, segir framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, og spáir því að kvótinn haldi áfram að færast á færri hendur og til stærri útgerða, þótt stjórnvöld segist vilja annað. 16. nóvember 2014 08:00 Skilyrði sölu að útgerðin verði áfram á Seyðisfirði Togarinn og frystihúsið, burðarásar Seyðisfjarðar, hafa verið seld til Síldarvinnslunnar. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að þetta sé kannski það besta sem gat gerst. 1. október 2014 17:28 Vantar íbúðir fyrir tugi nýrra starfsmanna á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtækið Fjarðalax er að ráða 25 nýja starfsmenn á sunnanverðum Vestfjörðum um þessar mundir. 2. október 2014 20:30 Öllum sagt upp hjá Þórsbergi á Tálknafirði Reiðarslag að mati sveitastjóra Tálknafjarðar 1. september 2015 07:00 Uppsagnir á Tálknafirði reiðarslag fyrir samfélagið „Fólk er að taka þessu mjög illa en marga grunaði að það væri eitthvað í gangi,“ segir einn þeirra 26 starfsmanna sem sagt var upp störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Þórsbergi á Tálknafirði í fyrradag. 2. september 2015 07:00 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30
Makríll stuðlar að húsasmíði á Suðurnesjum Makrílveiðar valda því að eitt af sjávarútvegsfyrirtækjum Suðurnesja stendur í þrjúhundruð milljóna króna framkvæmdum og sést byggingarkrani nú á hreyfingu í Garðinum. 20. febrúar 2012 20:00
Stjórnvöld þrýsta kvótanum til stærri útgerða með veiðigjöldum Há veiðigjöld ógna smærri byggðum, segir framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, og spáir því að kvótinn haldi áfram að færast á færri hendur og til stærri útgerða, þótt stjórnvöld segist vilja annað. 16. nóvember 2014 08:00
Skilyrði sölu að útgerðin verði áfram á Seyðisfirði Togarinn og frystihúsið, burðarásar Seyðisfjarðar, hafa verið seld til Síldarvinnslunnar. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að þetta sé kannski það besta sem gat gerst. 1. október 2014 17:28
Vantar íbúðir fyrir tugi nýrra starfsmanna á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtækið Fjarðalax er að ráða 25 nýja starfsmenn á sunnanverðum Vestfjörðum um þessar mundir. 2. október 2014 20:30
Öllum sagt upp hjá Þórsbergi á Tálknafirði Reiðarslag að mati sveitastjóra Tálknafjarðar 1. september 2015 07:00
Uppsagnir á Tálknafirði reiðarslag fyrir samfélagið „Fólk er að taka þessu mjög illa en marga grunaði að það væri eitthvað í gangi,“ segir einn þeirra 26 starfsmanna sem sagt var upp störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Þórsbergi á Tálknafirði í fyrradag. 2. september 2015 07:00