Hamilton fyrstur í mark í Rússlandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 11. október 2015 12:38 Hamilton ók óaðfinnanlega í dag. Vísir/getty Lewis Hamilton kom fyrstur í mark á Mercedes bílnum í Rússlandi. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari. Sergio Perez kom Force India bílnum í þriðja sæti í mark á ótrúlegan hátt.Nico Rosberg var fremstur á ráslínu en vandamál með inngjöfina gerðu honum ómögulegt að halda áfram. Mercedes gæti þó orðið heimsmeistari bílasmiða ef dómarar keppninnar ákveða að refsa Kimi Raikkonen fyrir áreksturinn við Valtteri Bottas.Marcus Ericsson á Sauber lenti í samstuði við Nico Hulkenberg á Force India, sem hafði snúist á brautinni á fyrsta hring. Raikkonen var sigurvegarinn í ræsingunni, kom sér úr fimmta sæti í það þriðja á fyrstu beygjunum. Öryggisbíllinn var kallaður út vegna samstuðs Ericsson og Hulkenberg. Öryggisbíllinn var úti í tvo hringi. Bottas endurheimti þriðja sætið af Raikkonen í endurræsingunni. Vandamál kom upp í bíl Rosberg snemma í keppninni. Inngjöfin festist stundum opin og stundum ekki. Hann gat ekki ekið bílnum og hætti keppni. Titilvonir Rosberg eru þar með orðnar að nánast engu. „Inngjöfin kom alltaf nær og nær mér, á endanum þurfti ég að lyfta fætinum af í heild sinni. Þá var stýrið fyrir mér. Þá gat ég ekki sleppt inngjöfinni alveg. Þá varð ég að stoppa,“ sagði Rosberg sem var að vonum vonsvikinn.Romain Grosjean lenti í harkalegum árekstri á 12. hring. Öryggisbíllinn var aftur kallaður út og margir notuðu tímann til að taka þjónustuhlé.Sergio Perez á Force India átti frábæran dag en fékk að hafa fyrir þriðja sætinu.Vísir/GettyVettel stal þriðja sætinu af Raikkonen í endurræsingunni. Vettel komst svo fram úr Bottas með því að taka leiftursnöggt þjónustuhlé á hring 31. Raikkonen lenti rétt fyrir aftan Bottas. Baráttan um þriðja sætið var afar jöfn og spennandi. Perez, Bottas, Ricciardo og Raikkonen áttu allir möguleika. Force India tók þjónustuhlé snemma fyrir Perez það skóp tækifæri hans á verðlaunasæti. Hann þurfti að spara dekkin verulega síðustu 10 hringina til að eiga möguleika. Bottas og Raikkonen tóku fram úr Perez í einni beygju á næst síðasta hring. Raikkonen og Bottas lentu svo í samstuði og töpuðu þriðja sætinu aftur til Perez. Bottas gat ekki haldið keppninni áfram. Raikkonen endaði fimmti.Carlos Sainz snéri Toro Rosso bílnum á hring 47 og afturendi bílsins endaði á varnarvegg. Afturvængurinn brotnaði og hann hætti keppni. Ricciardo hætti keppni hring seinna á Red Bull bílnum, fjöðrunin virtist hafa gefið sig.Hér fyrir neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Rosberg á ráspól í Rússlandi Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól í tímatökunni á Sochi brautinni í dag. Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. 10. október 2015 12:32 Hulkenberg og Massa fljótastir á blautum æfingum Nico Hulkenberg á Force India var fljótastur á fyrri æfingu dagsins í Rússlandi. Felipe Massa á Williams var fljótastur á seinni æfingu dagsins. 9. október 2015 23:00 Hamilton: Ég var ekkert sérstaklega að leita eftir ráspól Nico Rosberg náði í mikilvægan ráspól í Rússlandi í dag. Titilbaráttan lifir enn ágætu lífi. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 10. október 2015 22:00 Rosberg: Titilbaráttan er ekki búin Nico Rosberg hefur ekki gefist upp á að verða heimsmeistari ökumanna í ár. Bilið milli hans og liðsfélaga hans hjá Mercedes Lewis Hamilton er breikkaði í síðustu keppni. 5. október 2015 22:45 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton kom fyrstur í mark á Mercedes bílnum í Rússlandi. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari. Sergio Perez kom Force India bílnum í þriðja sæti í mark á ótrúlegan hátt.Nico Rosberg var fremstur á ráslínu en vandamál með inngjöfina gerðu honum ómögulegt að halda áfram. Mercedes gæti þó orðið heimsmeistari bílasmiða ef dómarar keppninnar ákveða að refsa Kimi Raikkonen fyrir áreksturinn við Valtteri Bottas.Marcus Ericsson á Sauber lenti í samstuði við Nico Hulkenberg á Force India, sem hafði snúist á brautinni á fyrsta hring. Raikkonen var sigurvegarinn í ræsingunni, kom sér úr fimmta sæti í það þriðja á fyrstu beygjunum. Öryggisbíllinn var kallaður út vegna samstuðs Ericsson og Hulkenberg. Öryggisbíllinn var úti í tvo hringi. Bottas endurheimti þriðja sætið af Raikkonen í endurræsingunni. Vandamál kom upp í bíl Rosberg snemma í keppninni. Inngjöfin festist stundum opin og stundum ekki. Hann gat ekki ekið bílnum og hætti keppni. Titilvonir Rosberg eru þar með orðnar að nánast engu. „Inngjöfin kom alltaf nær og nær mér, á endanum þurfti ég að lyfta fætinum af í heild sinni. Þá var stýrið fyrir mér. Þá gat ég ekki sleppt inngjöfinni alveg. Þá varð ég að stoppa,“ sagði Rosberg sem var að vonum vonsvikinn.Romain Grosjean lenti í harkalegum árekstri á 12. hring. Öryggisbíllinn var aftur kallaður út og margir notuðu tímann til að taka þjónustuhlé.Sergio Perez á Force India átti frábæran dag en fékk að hafa fyrir þriðja sætinu.Vísir/GettyVettel stal þriðja sætinu af Raikkonen í endurræsingunni. Vettel komst svo fram úr Bottas með því að taka leiftursnöggt þjónustuhlé á hring 31. Raikkonen lenti rétt fyrir aftan Bottas. Baráttan um þriðja sætið var afar jöfn og spennandi. Perez, Bottas, Ricciardo og Raikkonen áttu allir möguleika. Force India tók þjónustuhlé snemma fyrir Perez það skóp tækifæri hans á verðlaunasæti. Hann þurfti að spara dekkin verulega síðustu 10 hringina til að eiga möguleika. Bottas og Raikkonen tóku fram úr Perez í einni beygju á næst síðasta hring. Raikkonen og Bottas lentu svo í samstuði og töpuðu þriðja sætinu aftur til Perez. Bottas gat ekki haldið keppninni áfram. Raikkonen endaði fimmti.Carlos Sainz snéri Toro Rosso bílnum á hring 47 og afturendi bílsins endaði á varnarvegg. Afturvængurinn brotnaði og hann hætti keppni. Ricciardo hætti keppni hring seinna á Red Bull bílnum, fjöðrunin virtist hafa gefið sig.Hér fyrir neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Rosberg á ráspól í Rússlandi Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól í tímatökunni á Sochi brautinni í dag. Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. 10. október 2015 12:32 Hulkenberg og Massa fljótastir á blautum æfingum Nico Hulkenberg á Force India var fljótastur á fyrri æfingu dagsins í Rússlandi. Felipe Massa á Williams var fljótastur á seinni æfingu dagsins. 9. október 2015 23:00 Hamilton: Ég var ekkert sérstaklega að leita eftir ráspól Nico Rosberg náði í mikilvægan ráspól í Rússlandi í dag. Titilbaráttan lifir enn ágætu lífi. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 10. október 2015 22:00 Rosberg: Titilbaráttan er ekki búin Nico Rosberg hefur ekki gefist upp á að verða heimsmeistari ökumanna í ár. Bilið milli hans og liðsfélaga hans hjá Mercedes Lewis Hamilton er breikkaði í síðustu keppni. 5. október 2015 22:45 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Rosberg á ráspól í Rússlandi Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól í tímatökunni á Sochi brautinni í dag. Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. 10. október 2015 12:32
Hulkenberg og Massa fljótastir á blautum æfingum Nico Hulkenberg á Force India var fljótastur á fyrri æfingu dagsins í Rússlandi. Felipe Massa á Williams var fljótastur á seinni æfingu dagsins. 9. október 2015 23:00
Hamilton: Ég var ekkert sérstaklega að leita eftir ráspól Nico Rosberg náði í mikilvægan ráspól í Rússlandi í dag. Titilbaráttan lifir enn ágætu lífi. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 10. október 2015 22:00
Rosberg: Titilbaráttan er ekki búin Nico Rosberg hefur ekki gefist upp á að verða heimsmeistari ökumanna í ár. Bilið milli hans og liðsfélaga hans hjá Mercedes Lewis Hamilton er breikkaði í síðustu keppni. 5. október 2015 22:45