Sjálfboðaliðar í Grikklandi: „Við eigum engin orð til að lýsa þessu“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. október 2015 20:15 Hafdís og Erla ákváðu að fara til Grikklands til að aðstoða flóttamenn. myndir/erla „Þetta er eiginlega rosalegt. Við vorum að ræða það hér áðan að við kunnum eiginlega engin orð til að lýsa þessu,“ segja Hafdís Jóna Cassaro og Erla Kolbrún Lúðvíksdóttir í samtali við Vísi. Undanfarna viku hafa þær verið staddar á grísku eyjunni Lesbos skammt frá ströndum Tyrklands. Stríður flóttamanna hefur verið til eyjunnar að undanförnu. Hafdís og Erla búa báðar í Noregi en þær komu til Lesbos síðasta sunnudag. Áður hafði Hafdís verið á eynni Kos og ætlaði að fara þangað aftur. „Þegar ég var að plana ferðina til Kos komst ég að því að það vantaði í raun fleira fólk á Lesbos svo ég ákvað með tveggja daga fyrirvara að skipta um áfangastað. Í kjölfarið pressaði ég talsvert á Erlu og sannfærði hana um að koma með mér hingað,“ segir Hafdís.Hafdís að störfum.Mynd/erlaFólk örmagna þegar það nær landi Þegar blaðamaður náði tali af þeim stöllum voru þær í kolniðamyrkri niðri á strönd að fylgjast með því hvort að bátar væru á leiðinni þangað. „Það er svo dimmt að maður sér varla manneskjuna við hliðina á sér. Við sitjum hér með kíki til að sjá ljósin á bátunum þegar þeir koma og svo erum við með bíl og notum ljósin í honum til að beina fólki að landi. Við blikkum þeim til að fólkið í bátunum taki eftir okkur.“ Þær lýsa því að eina nóttina hafi komið bátur að landi en á stað þar sem hann gat ekki lent. Eftir mikið vesen komst hann loksins í land með fólkið. „Það var ekki þurr blettur á fólkinu,“ segir Erla. „Ég tók á móti ungabarni og gaf því þurrmjólk. Móðir þess var í algjöru sjokki eftir ferðina og stóð ekki í lappirnar. Við hugsum um börnin á meðan fólkið nær áttum.“ „Fólk er svo búið á því eftir ferðina. Margir þora ekki að sofa alla leiðina hingað og borða líitð eða ekkert og hugsar alfarið um börnin sín,“ segir Hafdís. „Þegar það nær loksins landi brotnar það hreinlega niður og gleymir börnunum. Það er algerlega útkeyrt.“ Þær segja einnig ótrúlegt hve margir nýti sér ástandið til að græða. „Í Tyrklandi til að mynda er gífurlegur vöxtur í sölu á heimatilbúnum björgunarvestum sem er ekkert annað en taupoki fylltur af plasti eða dýnum. Það eina sem gerist ef fólk lendir í vatninu í slíkum vestum er að það vestið fyllist og dregur það hraðar niður,“ segir Hafdís.Vinstra megin má sjá heimagert björgunarvesti sem prangað hefur verið upp á einn flóttamanninn. Til hægri má sjá strandlengjuna og björgunarvesti sem flóttafólk hefur skilið eftir.myndir/erlaÍ svo miklu sjokki að „það hreinlega gleymir börnunum“ Hafdís og Erla hafa deilt myndum og sögum á Facebook eftir því sem þær frekast geta. Þar segir Hafdís meðal annars frá fjölskyldu sem var komið um borð í bát í Tyrklandi og á leið yfir. Þegar fólkið var komið í bátinn og lagt af stað var það stöðvað af strandgæslunni sem hefti för þeirra með því að fjarlæga eitt barnið úr bátnum og fara með það í land. „Þegar þau fundu stelpuna aftur þá faldi fólkið sig í skógi og gerði aðra tilraun til að komast yfir. Þeir sem skaffa bátinn skipuðu einum manni að stýra bátnum en sá hafði aldrei gert slíkt áður. Í reynd hafði hann aldrei stigið fæti um borð í bát. Sú tilraun mistókst líka og en þetta gekk hjá þeim í þriðju tilraun,“ segir Hafdís. Erla segir frá því að í gær hafi hún hitt mann sem var að niðurlútum kominn. „Hann var frá Sýrlandi, stór og stæðilegur. Hann og konan hans höfðu ferðast með sjö börn yfir og þau voru öll yngri en tíu ára. Þegar ég spurði hann hvað hann ætti mörg börn þá sagði hann að þau hefðu verið átta. Kornið sem fyllti mælinn var þegar eitt þeirra lést í loftárás. Þá lögðu þau af stað.“ Annar Íslendingur, Þórunn Ólafsdóttir, varði undanförnum vikum í sjálfboðastarfi á Lesbos. Hún fór frá eynni í vikunni og sneri aftur til Íslands. „Hún var á öðrum stað en við, talsvert langt frá okkur,“ segir Erla. „Hún ákvað að vinna síðustu nóttina hérna þrátt fyrir að eiga flug um morguninn. Þessa nótt kom að landi bátur sem hafði komið leki að.“ Illa gekk að finna bátinn þar sem þau höfðu ekki ljós á sér en þegar það tókst náðist að bjarga flestum. „Þetta var hræðilegt. Það var þarna átta mánaða barn sem drukknaði í höndum móður sinnar. Hún hélt á honum en var svo dofin að hún áttaði sig ekki á því að hann var undir yfirborðinu. Það var það síðasta sem Þórunn upplifði hérna.“ Í kvöld horfði ég á agnarlitla mannveru kveðja þetta líf. Hann lá þarna á bryggjunni, svo agnarlítill og lífvana, en...Posted by Þórunn Ólafsdóttir on Thursday, 8 October 2015Erla og Hafdís fara frá Lesbos næsta þriðjudag en þær eiga báðar börn heima í Noregi. Hafdís er þriggja barna móðir og Erla á eina litla stelpu. „Við verðum að fara stuttar ferðir í einu út af okkar eigin börnum en ég er klár á því að ég ætla allavega að koma aftur. Flestir sem koma hingað einu sinni þeir fara aftur síðar,“ segir Hafdís. Gríska lögreglan hefur gefið það út að kollegar þeirra í Tyrklandi búist við fleiri bátum en venjulega á næstu dögum vegna sprengjuárásarinnar í Ankara í dag. „Við erum bara í startholunum,“ segir Hafdís. „Það verða allir í viðbragðsstöðu í nótt og næstu daga út af sprengingunni.“ Áður en hún lagði af stað hafði Hafdís stofnað Facebook-hópinn Jeg vil hjelpe þar sem öll hjálp er þegin. „Síðan er að vísu norsk en öll hjálp er þegin. Vilji fólk til að mynda fara út að hjálpa getur það haft samband þar og fengið upplýsingar um hvaða hótel eru opin og hvernig er best að snúa sér í þessu. Það er um að gera að hafa samband,“ segja þær og gera sig tilbúnar fyrir langa nótt á Lesbos.As most of you know, I have 3 wonderful kids whom I love to the moon and back. Therefor it is so hard for me to think...Posted by Hafdís Jóna Cassaro on Friday, 9 October 2015 Flóttamenn Tengdar fréttir Flýgur til Lesbos að hjálpa flóttafólki "Hver einasti dagur skiptir máli, ég hreinlega gat ekki setið hér lengur og ákvað því að freista þess að komast til Lesbos um miðjan október til að aðstoða flóttamenn á eyjunni,“ segir Ásta Hafþórsdóttir, kvikmyndagerðarkona í Ósló. 8. september 2015 07:00 Tugir drukknuðu á flótta sínum í gær Yfir þrjátíu manns fórust, þar á meðal að minnsta kosti eitt barn, þegar trébáti með um 130 flóttamenn hvolfdi við gríska eyjaklasann Farmakonisi í gærmorgun. Daily Mail hafði um kvöldmatarleytið í gær eftir grísku strandgæslunni að 34 lík hefðu fundist. 14. september 2015 07:00 4.500 manns bjargað úr bátum undan strönd Líbíu Annasamt hefur verið hjá áhöfnum strandgæsluskipum í Miðjarðarhafi í dag. 19. september 2015 16:37 Íslenskur sjálfboðaliði í Grikklandi: „Fólk er bara á vergangi hérna“ Þórunn Ólafsdóttir segir ástandið á grísku eyjunni Lesbos hafa versnað á síðustu dögum. 2. september 2015 13:40 Grísk stjórnvöld reyna að létta af þrýstingi á Lesbos 2.500 flóttamenn fóru með ferju á vegum gríska ríkisins frá eynni Lesbos í morgun. 10. september 2015 12:32 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
„Þetta er eiginlega rosalegt. Við vorum að ræða það hér áðan að við kunnum eiginlega engin orð til að lýsa þessu,“ segja Hafdís Jóna Cassaro og Erla Kolbrún Lúðvíksdóttir í samtali við Vísi. Undanfarna viku hafa þær verið staddar á grísku eyjunni Lesbos skammt frá ströndum Tyrklands. Stríður flóttamanna hefur verið til eyjunnar að undanförnu. Hafdís og Erla búa báðar í Noregi en þær komu til Lesbos síðasta sunnudag. Áður hafði Hafdís verið á eynni Kos og ætlaði að fara þangað aftur. „Þegar ég var að plana ferðina til Kos komst ég að því að það vantaði í raun fleira fólk á Lesbos svo ég ákvað með tveggja daga fyrirvara að skipta um áfangastað. Í kjölfarið pressaði ég talsvert á Erlu og sannfærði hana um að koma með mér hingað,“ segir Hafdís.Hafdís að störfum.Mynd/erlaFólk örmagna þegar það nær landi Þegar blaðamaður náði tali af þeim stöllum voru þær í kolniðamyrkri niðri á strönd að fylgjast með því hvort að bátar væru á leiðinni þangað. „Það er svo dimmt að maður sér varla manneskjuna við hliðina á sér. Við sitjum hér með kíki til að sjá ljósin á bátunum þegar þeir koma og svo erum við með bíl og notum ljósin í honum til að beina fólki að landi. Við blikkum þeim til að fólkið í bátunum taki eftir okkur.“ Þær lýsa því að eina nóttina hafi komið bátur að landi en á stað þar sem hann gat ekki lent. Eftir mikið vesen komst hann loksins í land með fólkið. „Það var ekki þurr blettur á fólkinu,“ segir Erla. „Ég tók á móti ungabarni og gaf því þurrmjólk. Móðir þess var í algjöru sjokki eftir ferðina og stóð ekki í lappirnar. Við hugsum um börnin á meðan fólkið nær áttum.“ „Fólk er svo búið á því eftir ferðina. Margir þora ekki að sofa alla leiðina hingað og borða líitð eða ekkert og hugsar alfarið um börnin sín,“ segir Hafdís. „Þegar það nær loksins landi brotnar það hreinlega niður og gleymir börnunum. Það er algerlega útkeyrt.“ Þær segja einnig ótrúlegt hve margir nýti sér ástandið til að græða. „Í Tyrklandi til að mynda er gífurlegur vöxtur í sölu á heimatilbúnum björgunarvestum sem er ekkert annað en taupoki fylltur af plasti eða dýnum. Það eina sem gerist ef fólk lendir í vatninu í slíkum vestum er að það vestið fyllist og dregur það hraðar niður,“ segir Hafdís.Vinstra megin má sjá heimagert björgunarvesti sem prangað hefur verið upp á einn flóttamanninn. Til hægri má sjá strandlengjuna og björgunarvesti sem flóttafólk hefur skilið eftir.myndir/erlaÍ svo miklu sjokki að „það hreinlega gleymir börnunum“ Hafdís og Erla hafa deilt myndum og sögum á Facebook eftir því sem þær frekast geta. Þar segir Hafdís meðal annars frá fjölskyldu sem var komið um borð í bát í Tyrklandi og á leið yfir. Þegar fólkið var komið í bátinn og lagt af stað var það stöðvað af strandgæslunni sem hefti för þeirra með því að fjarlæga eitt barnið úr bátnum og fara með það í land. „Þegar þau fundu stelpuna aftur þá faldi fólkið sig í skógi og gerði aðra tilraun til að komast yfir. Þeir sem skaffa bátinn skipuðu einum manni að stýra bátnum en sá hafði aldrei gert slíkt áður. Í reynd hafði hann aldrei stigið fæti um borð í bát. Sú tilraun mistókst líka og en þetta gekk hjá þeim í þriðju tilraun,“ segir Hafdís. Erla segir frá því að í gær hafi hún hitt mann sem var að niðurlútum kominn. „Hann var frá Sýrlandi, stór og stæðilegur. Hann og konan hans höfðu ferðast með sjö börn yfir og þau voru öll yngri en tíu ára. Þegar ég spurði hann hvað hann ætti mörg börn þá sagði hann að þau hefðu verið átta. Kornið sem fyllti mælinn var þegar eitt þeirra lést í loftárás. Þá lögðu þau af stað.“ Annar Íslendingur, Þórunn Ólafsdóttir, varði undanförnum vikum í sjálfboðastarfi á Lesbos. Hún fór frá eynni í vikunni og sneri aftur til Íslands. „Hún var á öðrum stað en við, talsvert langt frá okkur,“ segir Erla. „Hún ákvað að vinna síðustu nóttina hérna þrátt fyrir að eiga flug um morguninn. Þessa nótt kom að landi bátur sem hafði komið leki að.“ Illa gekk að finna bátinn þar sem þau höfðu ekki ljós á sér en þegar það tókst náðist að bjarga flestum. „Þetta var hræðilegt. Það var þarna átta mánaða barn sem drukknaði í höndum móður sinnar. Hún hélt á honum en var svo dofin að hún áttaði sig ekki á því að hann var undir yfirborðinu. Það var það síðasta sem Þórunn upplifði hérna.“ Í kvöld horfði ég á agnarlitla mannveru kveðja þetta líf. Hann lá þarna á bryggjunni, svo agnarlítill og lífvana, en...Posted by Þórunn Ólafsdóttir on Thursday, 8 October 2015Erla og Hafdís fara frá Lesbos næsta þriðjudag en þær eiga báðar börn heima í Noregi. Hafdís er þriggja barna móðir og Erla á eina litla stelpu. „Við verðum að fara stuttar ferðir í einu út af okkar eigin börnum en ég er klár á því að ég ætla allavega að koma aftur. Flestir sem koma hingað einu sinni þeir fara aftur síðar,“ segir Hafdís. Gríska lögreglan hefur gefið það út að kollegar þeirra í Tyrklandi búist við fleiri bátum en venjulega á næstu dögum vegna sprengjuárásarinnar í Ankara í dag. „Við erum bara í startholunum,“ segir Hafdís. „Það verða allir í viðbragðsstöðu í nótt og næstu daga út af sprengingunni.“ Áður en hún lagði af stað hafði Hafdís stofnað Facebook-hópinn Jeg vil hjelpe þar sem öll hjálp er þegin. „Síðan er að vísu norsk en öll hjálp er þegin. Vilji fólk til að mynda fara út að hjálpa getur það haft samband þar og fengið upplýsingar um hvaða hótel eru opin og hvernig er best að snúa sér í þessu. Það er um að gera að hafa samband,“ segja þær og gera sig tilbúnar fyrir langa nótt á Lesbos.As most of you know, I have 3 wonderful kids whom I love to the moon and back. Therefor it is so hard for me to think...Posted by Hafdís Jóna Cassaro on Friday, 9 October 2015
Flóttamenn Tengdar fréttir Flýgur til Lesbos að hjálpa flóttafólki "Hver einasti dagur skiptir máli, ég hreinlega gat ekki setið hér lengur og ákvað því að freista þess að komast til Lesbos um miðjan október til að aðstoða flóttamenn á eyjunni,“ segir Ásta Hafþórsdóttir, kvikmyndagerðarkona í Ósló. 8. september 2015 07:00 Tugir drukknuðu á flótta sínum í gær Yfir þrjátíu manns fórust, þar á meðal að minnsta kosti eitt barn, þegar trébáti með um 130 flóttamenn hvolfdi við gríska eyjaklasann Farmakonisi í gærmorgun. Daily Mail hafði um kvöldmatarleytið í gær eftir grísku strandgæslunni að 34 lík hefðu fundist. 14. september 2015 07:00 4.500 manns bjargað úr bátum undan strönd Líbíu Annasamt hefur verið hjá áhöfnum strandgæsluskipum í Miðjarðarhafi í dag. 19. september 2015 16:37 Íslenskur sjálfboðaliði í Grikklandi: „Fólk er bara á vergangi hérna“ Þórunn Ólafsdóttir segir ástandið á grísku eyjunni Lesbos hafa versnað á síðustu dögum. 2. september 2015 13:40 Grísk stjórnvöld reyna að létta af þrýstingi á Lesbos 2.500 flóttamenn fóru með ferju á vegum gríska ríkisins frá eynni Lesbos í morgun. 10. september 2015 12:32 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Flýgur til Lesbos að hjálpa flóttafólki "Hver einasti dagur skiptir máli, ég hreinlega gat ekki setið hér lengur og ákvað því að freista þess að komast til Lesbos um miðjan október til að aðstoða flóttamenn á eyjunni,“ segir Ásta Hafþórsdóttir, kvikmyndagerðarkona í Ósló. 8. september 2015 07:00
Tugir drukknuðu á flótta sínum í gær Yfir þrjátíu manns fórust, þar á meðal að minnsta kosti eitt barn, þegar trébáti með um 130 flóttamenn hvolfdi við gríska eyjaklasann Farmakonisi í gærmorgun. Daily Mail hafði um kvöldmatarleytið í gær eftir grísku strandgæslunni að 34 lík hefðu fundist. 14. september 2015 07:00
4.500 manns bjargað úr bátum undan strönd Líbíu Annasamt hefur verið hjá áhöfnum strandgæsluskipum í Miðjarðarhafi í dag. 19. september 2015 16:37
Íslenskur sjálfboðaliði í Grikklandi: „Fólk er bara á vergangi hérna“ Þórunn Ólafsdóttir segir ástandið á grísku eyjunni Lesbos hafa versnað á síðustu dögum. 2. september 2015 13:40
Grísk stjórnvöld reyna að létta af þrýstingi á Lesbos 2.500 flóttamenn fóru með ferju á vegum gríska ríkisins frá eynni Lesbos í morgun. 10. september 2015 12:32